Innlent

Dæmd fyrir að nefbrjóta kynsystur sína

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Tæplega þrítug kona var dæmd í þrjátíu daga fangelsi fyrir að kýla og skalla kynsystur sína í andlitið á veitingastaðnum Apótekinu í janúar síðastliðnum. Fórnalamb konunnar nefbrotnaði í árásinni.

Áflogahundurinn játaði skýlaust brot sín fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og þótti rétt að dæma hana í þrjátíu daga fangelsi en refsing fellur niður haldi hún almennt skilorð næstu tvö árin.

Þá er henni gert að greiða fórnalambi sínu rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×