Innlent

Framkvæmdir við gagnaver Björgólfs Thors hafnar

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Kísilverksmiðju í Helguvík og varaaflstöð rafræns gagnavers að Ásbrú. Bæði fyrirtækin eru í Reykjanesbæ.

Í útgefnu starfsleyfi vegna kísilverksmiðju sem fyrirhugað er að starfrækja í Helguvík, í Reykjanesbæ, er heimilt að framleiða 50 þúsund tonn af hrákísli samkvæmt tilkynningu frá Reykjanesbæ, en Íslenska kísilfélagið fyrirhugar að vinna sólarkísil til framleiðslu á sólarhlöðum í öðru skrefi framleiðslunnar.

Um 150 manns munu verða við vinnu á byggingartíma sem áætlaður er 2 ár. Gert er ráð fyrir að útboð verkefna hefjist í nóvember. Starfsmannafjöldi í verksmiðju í þessum fyrsta áfanga er um 90 manns.

Þá hefur Umhverfisstofnun samþykkt starfsleyfi fyrir varaflsstöð vegna gangavers Verne Holdings ehf., að Ásbrú í Reykjanesbæ. Gagnaverið er meðal annars í eigu Novators sem Björgólfur Thor Björgólfsson á.

Framkvæmdir eru hafnar við gagnaverið en stór hluti þess nýtir vöruskemmur sem fyrir voru að Ásbrú með umtalsverðum breytingum innanhúss.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×