Innlent

Heilsusjúkrahús á Ásbrú: Óska eftir 2 milljónum evra

Frá gamla varnarsvæðinu á Vallarheiði sem nú heitir Ásbrú.
Frá gamla varnarsvæðinu á Vallarheiði sem nú heitir Ásbrú.
Stofnað hefur verið félagið Iceland Health sem mun bjóða upp á sérhæfða heilbrigðisþjónustu og heilsutengda ferðaþjónustu á Íslandi fyrir fólk frá öðrum löndum. Starfsemin verður í húsnæði á Ásbrú sem áður hýsti spítala Varnarliðsins á Keflavíkurvelli og nálægum byggingum.

Fundur var haldinn í dag með hugsanlegum fjárfestum í verkefnið en samkvæmt heimildum fréttastofa óskar félagið eftir 2 milljónum evra, rúmum 362 milljónum króna, í verkefnið. Þrjátíu og fimm manns mættu á fundinn í dag og voru flestir þeirra fulltrúar lífeyrissjóða.

Gert er ráð fyrir að sjúkrahúsið muni skapa um 300 störf þegar það verður komið í fulla starfsemi. Gert er ráð fyrir að 60 störf skapist strax á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×