Innlent

Um 1000 forstjórar og framkvæmdastjórar atvinnulausir

Telma Tómasson skrifar
Um eitt þúsund framkvæmdastjórar og forstjórar eru á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun. Um helmingur atvinnulausra hefur hins vegar einungis lokið grunnnámi.

Hjá Vinnumálastofnun eru tæplega fimmtán þúsund manns skráðir atvinnulausir eða í hlutastörfum. Menntunarstig hefur mikið vægi í atvinnuleysinu, en um 49 prósent þeirra sem eru án atvinnu hafa eingöngu lokið grunnnámi og 14 prósent framhaldsskólanámi. Á atvinnuleysisskrá eru einnig um 1000 manns sem voru áður í forstjóra- eða framkvæmdastjórastöðum og um 2000 manns eru langskólagengnir sérfræðingar á ýmsum sviðum.

Ný samantekt Capacent ráðninga sýnir að umsækjendur um störf slá lítið af kröfum til starfa og launa þrátt fyrir kreppu. Af þeim sökum hefur borið á því að erfitt reynist að manna láglaunastörf, enda er nokkurs konar samkeppni á milli lægstu launa og atvinnuleysisbóta.

Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri Capacent ráðninga, segist hafa orðið var við að umsækjendur vilji heldur vera á atvinnuleysisbótum og bíða eftir heppilegri stöðu, en að fara í láglaunastörf.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×