Innlent

Lætur pólsku lögregluna vita

Michal GierWatowski Vararæðismaður Póllands lætur fjölskyldur meintra innbrotsþjófa vita að þeir séu í haldi hér á landi. fréttablaðið/anton
Michal GierWatowski Vararæðismaður Póllands lætur fjölskyldur meintra innbrotsþjófa vita að þeir séu í haldi hér á landi. fréttablaðið/anton

Vararæðismaður Póllands bíður nú eftir að fá lista frá íslensku lögreglunni með nöfnum pólsku mannanna sem hafa verið handteknir á síðustu vikum á Íslandi. Þeir eru grunaðir um fjölmörg innbrot á og í kringum höfuðborgarsvæðið.

Ræðismaðurinn, Michal Gierwatowski, segir þetta gert til að láta pólsk lögregluyfirvöld og dómstólakerfið vita af meintum gjörðum mannanna, en einnig svo fjölskyldur þeirra fái að vita um afdrif mannanna.

Þannig geti pólska lögreglan látið þá íslensku vita hvort mennirnir hafi glæpaferil að baki í heimalandinu, en íslenska lögreglan kanni þetta eflaust einnig sjálf.

Michal segir að íslensk fangelsi séu ef til vill ekki vel búin til að taka við pólskum glæpamönnum. Samkvæmt lögum skuli mennirnir þó afplána þar sem glæpurinn var framinn.

„Að minnsta kosti til að byrja með, en seinna, eftir einhver ár, geta íslensk yfirvöld ákveðið að vísa þeim úr landi. Þá ljúka þeir fangelsisvistinni í Póllandi,“ segir hann.

Í viðtali við pólsku fréttasíðuna Wirtualna Polska í gær sagði Michal einnig að hinir handteknu hefðu verið nýkomnir til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×