Óttast fjárhagsvanda hjá seðlabankafólki 17. september 2009 05:00 Svein Harald Öygard, þáverandi seðlabankastjóri, skrifaði undir umsögn bankans til Alþingis í sumar þar sem varað var við því að lækka laun yfirmanna bankans niður að ráðherralaunum og láta þá lækkun ganga niður launastigann.Fréttablaðið/Valli Seðlabankinn segir að verði laun yfirmanna lækkuð niður fyrir laun ráðherra og sú lækkun látin ganga niður launastigann geti starfsmenn fjármálastofnana ríkisins lent í fjárhagserfiðleikum með óheppilegum afleiðingum. Í umsögn Seðlabankans til efnahags- og skattanefndar Alþingis í aðdraganda breytinga sem gerðar voru á lögum um kjararáð og á fleiri lögum í sumar segir að ýmislegt mæli gegn því að setja hámark á laun embættismanna. Eins og kunnugt er var það ætlun Alþingis að breyta lögum þannig að enginn ríkisstarfsmaður eða starfsmaður félaga í eigu ríkisins yrði launahærri en forsætisráðherra. „Stofnanir á borð við viðskiptabankana, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið búa við samkeppnisumhverfi á vinnumarkaði sem kann að vera ólíkt því sem gildir um embættismenn,“ segir í umsögn Seðlabankans. Fram kemur í umsögninni að bæði Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafi á undanförnum árum þurft að keppa um starfsfólk við einkarekin fyrirtæki og lent í vanda vegna þess. Mikilvægt sé að eftirlitsstofnanir séu ekki „kerfisbundið bornar ofurliði“ vegna þess að fyrirtækin sem fylgjast eigi með hafi sterkari stöðu. „Þó svo að laun séu ekki eina aðdráttaraflið á slíkt fólk er mikilvægt að stofnanir af þessu tagi fari ekki halloka í samkeppni um mannauðinn,“ rökstyður Seðlabankinn andstöðu sína við launalækkunina. Seðlabankinn býður í umsögninni fram lausn á málinu hvað snertir bankann. „Standi vilji til þess að lækka laun seðlabankastjóra mætti ná fram raunlækkun með því að halda nafnlaunum óbreyttum í nokkur ár,“ segir bankinn, sem þannig gerir tillögu um að laun seðlabankastjóra hækki ekki í takt við verðbólguna og látið verði þar við sitja. Þá segir Seðlabankinn að launalækkun felist í því að lækka laun áðurnefndra stofnana að ráðherralaunum og varar við því að sú lækkun gangi niður launastigann. Sú lækkun muni koma til viðbótar umtalsverðri kaupmáttarrýrnun og geti „leitt til þess að einstakir starfsmenn komist í fjárhagslega erfiðleika sem yrði afar óheppilegt fyrir viðkomandi stofnanir“. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu samþykkti Alþingi í ágúst að breyta lögunum þannig að hjá ríkinu yrði enginn nema forsetinn launahærri en forsætisráðherra. Kjararáði var falið að ákveða laun fjölmargra starfsmanna með hliðsjón af því. Sérstakt ákvæði var þó sett um seðlabankastjóra, sem getur fengið aukagreiðslur samkvæmt ákvörðun bankaráðsins. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Seðlabankinn segir að verði laun yfirmanna lækkuð niður fyrir laun ráðherra og sú lækkun látin ganga niður launastigann geti starfsmenn fjármálastofnana ríkisins lent í fjárhagserfiðleikum með óheppilegum afleiðingum. Í umsögn Seðlabankans til efnahags- og skattanefndar Alþingis í aðdraganda breytinga sem gerðar voru á lögum um kjararáð og á fleiri lögum í sumar segir að ýmislegt mæli gegn því að setja hámark á laun embættismanna. Eins og kunnugt er var það ætlun Alþingis að breyta lögum þannig að enginn ríkisstarfsmaður eða starfsmaður félaga í eigu ríkisins yrði launahærri en forsætisráðherra. „Stofnanir á borð við viðskiptabankana, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið búa við samkeppnisumhverfi á vinnumarkaði sem kann að vera ólíkt því sem gildir um embættismenn,“ segir í umsögn Seðlabankans. Fram kemur í umsögninni að bæði Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafi á undanförnum árum þurft að keppa um starfsfólk við einkarekin fyrirtæki og lent í vanda vegna þess. Mikilvægt sé að eftirlitsstofnanir séu ekki „kerfisbundið bornar ofurliði“ vegna þess að fyrirtækin sem fylgjast eigi með hafi sterkari stöðu. „Þó svo að laun séu ekki eina aðdráttaraflið á slíkt fólk er mikilvægt að stofnanir af þessu tagi fari ekki halloka í samkeppni um mannauðinn,“ rökstyður Seðlabankinn andstöðu sína við launalækkunina. Seðlabankinn býður í umsögninni fram lausn á málinu hvað snertir bankann. „Standi vilji til þess að lækka laun seðlabankastjóra mætti ná fram raunlækkun með því að halda nafnlaunum óbreyttum í nokkur ár,“ segir bankinn, sem þannig gerir tillögu um að laun seðlabankastjóra hækki ekki í takt við verðbólguna og látið verði þar við sitja. Þá segir Seðlabankinn að launalækkun felist í því að lækka laun áðurnefndra stofnana að ráðherralaunum og varar við því að sú lækkun gangi niður launastigann. Sú lækkun muni koma til viðbótar umtalsverðri kaupmáttarrýrnun og geti „leitt til þess að einstakir starfsmenn komist í fjárhagslega erfiðleika sem yrði afar óheppilegt fyrir viðkomandi stofnanir“. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu samþykkti Alþingi í ágúst að breyta lögunum þannig að hjá ríkinu yrði enginn nema forsetinn launahærri en forsætisráðherra. Kjararáði var falið að ákveða laun fjölmargra starfsmanna með hliðsjón af því. Sérstakt ákvæði var þó sett um seðlabankastjóra, sem getur fengið aukagreiðslur samkvæmt ákvörðun bankaráðsins.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira