Innlent

Málarar enn á ferð hjá Wernersbræðrum

Rauðri málningu var í nótt skvett á íbúðarhús Karls Wernerssonar athafnamanns, á horni Engihlíðar og Eskihlíðar.

Bróðir hans, Steingrímur, varð einnig fyrir barðinu á hinum óprúttnu vörgum sem þöktu heilan vegg á húsi hans með rauðri málningu.





Heimili Steingríms Wernerssonar.

Ekki er vitað hverjir þar voru að verki og verður málið rannsakað sem eignaspjöll. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem málningu er skvett á húsið hans Karls og er fyrra tilvikið líka óupplýst.

Fjölmargir auðmenn hafa orðið fyrir barðinu á skemmdavörgum eftir hrun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×