Fleiri fréttir Fiskiskipum fækkaði um 113 í fyrra Í lok árs 2008 voru 1.529 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fækkað um 113 frá árinu áður. 2.3.2009 09:06 Eru að fá sig fullsadda af ofbeldi Einn er látinn og fjórir særðir eftir skotbardaga á Amager í gærkvöldi og eru Kaupmannahafnarbúar að fá sig fullsadda af skálmöldinni. 2.3.2009 08:06 Tölvuleikur meira ávanabindandi en kókaín Fimmtán ára gamall Svíi var fluttur á sjúkrahús með heiftarleg krampaköst eftir að hafa spilað tölvuleikinn World of Warcraft í einn sólarhring samfleytt og hafa sumir sérfræðingar látið þau orð falla að leikurinn sé meira ávanabindandi en kókaín. 2.3.2009 07:38 Ákærð fyrir að smygla 10 tonnum af hassi Tíu tonn af hassi, sem smyglað var til Danmerkur, er meðal þess sem kona og tveir karlmenn eru ákærð fyrir við héraðsdóm Kaupmannahafnar í máli sem þingfest verður í dag. Í ákæru segir að smyglið hafi farið fram í 38 ferðum frá ársbyrjun 2007 og sé andvirði efnisins um 80 milljónir danskra króna, jafnvirði um 1.600 milljóna íslenskra króna. 2.3.2009 07:37 Varað við fannfergi á austurströnd Bandaríkjanna Veðurstofur í Bandaríkjunum vara við blindöskubyl sem búist er við að skelli á austurströnd landsins hvað úr hverju og geti staðið í allt að 18 klukkustundir. 2.3.2009 07:34 Stéttarfélagsformaður lá í lúxus Derek Simpson, formaður stærsta stéttarfélags Bretlands, á undir högg að sækja eftir að upp komst að hann dvaldi fjórum sinnum á Waldorf Hilton-hótelinu í London, þar sem nóttin kostar tæp 499 pund, jafnvirði 64.000 króna. 2.3.2009 07:27 Reyndi að brjótast inn á Litla-Hraun Maður, sem handtekinn var í fyrrinótt við að reyna að brjótast inn í fangelsið að Litla-Hrauni með því að klippa gat á girðinguna, gat litlar haldbærar skýringar gefið á athæfi sínu við yfirheyrslur hjá lögreglu í gær. 2.3.2009 07:24 Þrír slasaðir eftir árekstur Þrír slösuðust og voru tveir þeirra fluttir á slysadeild Landspítalans í Reykjavík eftir að tveir bílar lentu í hörðum árekstri undir Hafnarfjalli í gærkvöldi. Enginn þeirra mun vera alvarlega meiddur. 2.3.2009 07:22 Vélarbilun í fiskibáti Aðalvél bilaði í fiskibáti, sem var að veiðum undan Suðurströndinni í gær og kallaði skipstjórinn eftir aðstoð. Nálægur fiskibátur kom á vettvang, tók hann í tog og dró hann inn til Vestmannaeyja, þar sem gert verður við vélina. Ferðin gekk vel og voru skipverjar ekki í hættu, enda veður þokkalegt. 2.3.2009 07:17 Lukkan loks með Lucky Star Tíu daga hrakningum línuskipsins Lucky Star hér við land lauk loks í gærkvöldi þegar skipið hélt inn í lögsögu Færeyja og er væntanlegt til hafnar þar með morgninum. 2.3.2009 07:10 Fjölmenni á skíðum við Akureyri Óvenjumargir sóttu skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Talið er að yfir tvö þúsund manns hafi verið í Fjallinu á laugardag, þar af fjöldi aðkomufólks. Sumir aðkomumannanna komu án skíðabúnaðar og á laugardag voru hvert einasta skíði, stafur og galli í útleigu. Margir gestanna gistu í íbúðum stéttarfélaga í bænum og fór allt vel fram. 2.3.2009 07:07 Banaslys skammt frá Akranesi Karlmaður, sem var einn í bíl sínum, beið bana þegar bíllinn fór út af veginum á milli Akraness og Hvalfjarðarganga laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi og valt þar nokkrar veltur. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum og er talinn hafa látist samstundis. Hann var fæddur árið 1963. Lögreglan á Akranesi lýsir eftir vitnum að slysinu. 2.3.2009 07:02 Nefndin hlustaði á sumt en annað ekki „Fyrst vil ég minna á að upphafleg lagasetning um Seðlabankann og allar veigamiklar breytingar á lögunum síðan hafa verið rækilega undirbúnar og um þær hefur því ætið náðst þverpólitísk samstaða á þingi,“ sagði Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, í áliti sínu til viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar um bankann. Jóhannes varð seðlabankastjóri við stofnun bankans 1961 og gegndi embætti til 1993. 2.3.2009 05:00 Vilja nýtt tæki Landssöfnun Hjartaheilla hófst í gær en markmið hennar er að safna fé til styrktar hjartalækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. 2.3.2009 04:00 Greinir ekki á um sáttmálann Þingmenn Vinstri grænna munu ekki greiða atkvæði með frumvarpi Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra um álver í Helguvík. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. 2.3.2009 03:00 Hröð bráðnun hækkar í sjó Jöklar Suðurskautslandsins eru að bráðna hraðar en áður var talið og það gæti leitt til meiri hækkunar sjávarborðs í heiminum en spáð hefur verið. 2.3.2009 02:15 Ókeypis bækur í þessari viku Vefbókasafnið Snara býður almenningi upp á ókeypis aðgang að 72 verkum í þessari viku, frá og með deginum í dag. 2.3.2009 02:00 Norskir til liðs við ESB-flota Norsk yfirvöld greindu frá því fyrir helgina að eitt af nýjustu herskipum norska flotans muni slást í lið með herskipum Evrópusambandslanda á „sjóræningjavakt“ undan ströndum lögleysulandsins Sómalíu. 2.3.2009 01:45 Segir seinni aðgerðina vegna heilaæxlisins hafa verið erfiðasta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir það hafa verið meira áfall þegar hún átti að fara til Stokkhólms í geislameðferð en ákveðið var að skera aftur vegna heilaæxlis sem hún var með. Hún segir jafn víst að hún nái sér að fullu og að sólin komi upp á morgun. Ingibjörg segir að síðustu fjórir til fimm mánuðir hafi verið sér afar erfiðir, bæði pólitískt séð og persónulega. 1.3.2009 20:02 Fimm sinnum brotist inn í sama bílinn Bjarki Hermannsson er eigandi Subaru Impreza bifreiðar sem búið er að brjótast fimm inn í frá því síðasta vor. Síðast var brotist inn í bílinn í þessum mánuði en hann hefur staðið á lóð rétt fyrir utan Selfoss. Bjarki biður þá sem eitthvað vita um málið að hafa samband við sig. 1.3.2009 20:46 Meirihluti landsmanna andvígur ESB-aðild Meirihluti landsmanna er andvígur því að Íslands sæki um aðild að Evrópusambandinu samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Stuðningur við aðild er mestur meðal kjósenda Samfylkingar en minnstur meðal sjálfstæðismanna. 1.3.2009 18:10 Umfangsmikil leit að flugvél Amundsen Norski herinn undirbýr nú umfangsmikla leit að flugvél sem pólfarinn Roald Amundsen hvarf með fyrir áttatíu og einu ári. Amundsen var þá í björgunarleiðangri. 1.3.2009 19:30 Krafa um að draga úr umsvifum bankanna kom í apríl Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að krafa hafi komið um það í apríl að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beittu þeim tækjum sem þeir hefðu til að draga úr umsvifum bankanna. Þessi krafa kom bæði frá Norrænu bönkunum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Hún segir baráttuanda sinn og þverskap fyrir því að gefast ekki upp hafa verið sinn mesta veikleika. 1.3.2009 19:13 Lögreglumaður gekk í skrokk á 15 ára stúlku Saksóknari í Bandaríkjunum birti í dag myndband sem sýnir lögreglumann í Seattle ganga í skrokk á fimmtán ára stúlku í fangaklefa. Stúlkan var þá grunuð um að hafa stolið bíl. Lögreglumaðurinn neitar ásökunum um líkamsárás. 1.3.2009 18:45 Nýtt efnahagslegt járntjald milli austur og vesturs Ungverjar telja að nýtt efnahagslegt járntjald verði dregið milli Austur- og Vestur-Evrópu verði nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins í austri ekki hjálpað að takast á við alheimkreppunnar. ESB leiðtogar funduðu í dag um viðbrögð við kreppunni. Þeir hafna verndarstefnu. 1.3.2009 18:42 Dagur í varaformanninn - hugsaði aldrei um formanninn Dagur B. Eggertsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis varaformanns á landsfundi Samfylkingarinnar í lok mars. Hann segist ekki hafa velt fyrir sér að fara í formanninn. Árni Páll Árnason þingmaður gefur einnig kost á sér í embættið. Dagur lítur á Árna Pál sem meðframbjóðanda frekar en mótframbjóðanda. 1.3.2009 16:55 Jeppi eyðilagðist í Djúpinu Þrjár konur sluppu með skrekkinn þegar bíll þeirra fór út af þjóðveginum í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi um hádegisbil. Slysið varð á nýjum vegarkafla sem búið er að leggja að nýrri Mjóafjarðarbrú, en þar sem brúin er ekki tilbúin liggur kröpp beygja af vegarkaflanum yfir á gamla þjóðveginn, sem erfitt er að átta sig á. Ökumaður náði því ekki beygjunni. 1.3.2009 16:25 Lýst eftir stolnum Toyota Yaris Ljósgrænum Toyota Yaris var stolið vestan megin við Kolaportið í nótt að sögn eiganda bílasins. 1.3.2009 16:09 Gömlu kempurnar töpuðu Stjörnulið fyrrum landsliðsmanna tapaði 3-1 fyrir „yngri“ landsliðsmönnum (A og B) í Vodafonehöllinn í dag. Sannkallaður stórleikur fór þar fram en margir af okkar bestu knatspyrnumönnum í gegnum tíðina reimuðu á sig skóna. Leikurinn var haldinn í tilefni opnunar átaksins Karlmenn og Krabbamein sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir. 1.3.2009 15:53 Forseti Íslands á setningarhátíð Búnaðarþings Búnaðarþing var sett klukkan hálftvö í Bændahöllinni við Hagatorg. „Treystum á landbúnaðinn" er yfirskrift setningarhátíðarinnar en Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, setti þingið og nýr landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, ávarpaði samkomuna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson var einnig viðstaddur setninguna. 1.3.2009 15:30 Greinir á um túlkun á ákvæði stjórnarsáttmálans Oddvita ríkisstjórnarinnar, þau Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna, greinir á um túlkun á ákvæði stjórnarsáttmálans um engin ný áform um álver. 1.3.2009 14:56 Þyrlan lenti með þær slösuðu í Reykjavík Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, lenti við Borgarspítalann um hálfþrjúleytið með tvær erlendar konur, sem slösuðust þegar bíll valt út af hringveginum á Breiðamerkursandi. 1.3.2009 14:53 Hugmyndir Framsóknar kosta 1200 milljarða Hugmyndir Framóknarflokksins um tuttugu prósenta niðurfærslu á öllum skuldum kosta 1200 milljarða króna. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Steingrímur sagðist hafa minnisblað með þessum tölum og spurði hver ætti að borga brúsann. 1.3.2009 14:00 Seðlabankastjóri hefði átt að bregðast við ástandinu - ekki bara vara við því Jón Baldvin Hannibalsson segir að seðlabankastjóri hafi ekki bara átt að vara við efnahagsástandinu heldur hafi hann átt að bregðast við því. Ef hann hafi ekki haft tækifæri til þess hafi forsætisráðherra eða formenn ríkisstjórnarflokkanna að gera svo. Hann segir viðvaranirnar ekki hafa vantað því allt frá árinu 2006 hafi menn sagt að hættuástand væri framundan og það væri tímaspursmál hvenær kerfið myndi hrynja. Hann segist vera að bjóða sig fram til Alþingis út af evrópumálum. 1.3.2009 13:41 Kona með tvö móðurlíf eignast tvíbura Tuttugu og eins árs bandarísk kona með tvö móðurlíf eignaðist á fimmtudaginn tvíburastúlkur, hvora úr sínu móðurlífinu. Stúlkurnar voru teknar með keisaraskurði sjö vikum fyrir tímann á sjúkrahúsin í Michigan ríki. 1.3.2009 13:03 Þingmenn VG styðja ekki frumvarp um álver í Helguvík Þingmenn VG munu ekki styðja frumvarp Iðnaðarráðherra varðandi uppbyggingu álvers í Helguvík. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Steingrímur sagði að umrætt frumvarp væri arfur fyrrverandi ríkisstjórnar og snéri að bindandi samningum iðnaðarráðherra. Hann sagði ekki liggja fyrir hvort þingmenn VG myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu eða sitja hjá. 1.3.2009 13:00 Sjálfstæðisflokkurinn: Stefnan brást ekki - heldur fólkið Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér drög að skýrslu sem ber heitið, Hvað átti Sjálfstæðisflokkurinn að gera betur?. Þar kemur meðal annars fram að stjórnvöld og Seðlabankinn hafi brugðist of seint við mikilli stækkun bankakerfisins, nauðsynlegt hefði verið að auka varasjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna. 1.3.2009 12:56 AGS hefur áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi Vaxandi atvinnuleysi og tafir við endurreisn bankakerfisins eru meðal helstu áhyggjuefna sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem nú er stödd hér á landi. Þetta kemur fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Ráðherra segir að fulltrúar sjóðsins séu þó í meginatriðum sáttir við þann árangur sem náðst hefur hingað til. 1.3.2009 11:49 Gulldepluveiðar á nýjum fiskimiðum Íslenski fiskiskipaflotinn hefur nú uppgötvað ný fiskimið, um 170 mílur suður af Vestmannaeyjum. Þar eru nú fimm nótaveiðiskip á gulldepluveiðum, Huginn, Guðmundur, Júpíter, Sighvatur Bjarnason og Álfsey. 1.3.2009 11:24 Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaða konu Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, er nú á leið austur í Skaftafellssýslur til móts við sjúkrabíl, sem er á leið frá Breiðamerkursandi með slasaða konu eftir bílslys. 1.3.2009 11:22 Hótanir um að hætta að selja íslenskan fisk Steingrímur J. Sigfússon fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að erlendir aðilar hafi hótað því að taka íslenskan fisk af markaði vegna hvalveiða þjóðarinnar. Hann segir erlenda sendiherra hafa komið á sinn fund með gögn og upplýsingar sem styðji þetta. Hann segir að nú síðast hafi bandaríkjamenn mótmælt hvalveiðum íslendinga. Steingrímur var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 1.3.2009 11:09 Neyðarfundur ESB vegna alþjóðakreppunnar Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins koma saman til neyðarfundar um alþjóðakreppuna í Brussel í Belgíu í dag. Á fundinum verður rætt hvernig nota megi sameiginlegt markaðssvæði Evrópusambandsins til að styðja við hagvöxt hjá ríkjum ESB og skapa störf til að draga úr áhrifum kreppunnar. 1.3.2009 10:10 Færeyingur skotinn í Kaupmannahöfn Þrjátíu og tveggja ára færeyskur karlmaður liggur alvarlega særður á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn eftir skotárás við Mjølnerparken á Norðurbrú í gærkvöldi. 1.3.2009 09:59 Blair í óvæntri heimsókn á Gaza Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, kom í óvænta heimsókn til Gaza í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem Blair kemur þangað frá því hann tók fyrir tveimur árum við starfi sérlegs sendifulltrúa Miðausturlanda kvartettsins svokallaða, sem reynir að stilla til friðar í Mið-Austurlöndum. 1.3.2009 09:57 Tuttugu ára afmæli bjórsins á Íslandi Í dag eru liðin tuttugu ár frá því að leyft var að selja bjór á Íslandi á ný. Bjórbannið svokallaða tók gildi 1. janúar árið 1912 og stóð til 1. mars 1989 eða í 77 ár. 1.3.2009 09:48 Sjá næstu 50 fréttir
Fiskiskipum fækkaði um 113 í fyrra Í lok árs 2008 voru 1.529 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fækkað um 113 frá árinu áður. 2.3.2009 09:06
Eru að fá sig fullsadda af ofbeldi Einn er látinn og fjórir særðir eftir skotbardaga á Amager í gærkvöldi og eru Kaupmannahafnarbúar að fá sig fullsadda af skálmöldinni. 2.3.2009 08:06
Tölvuleikur meira ávanabindandi en kókaín Fimmtán ára gamall Svíi var fluttur á sjúkrahús með heiftarleg krampaköst eftir að hafa spilað tölvuleikinn World of Warcraft í einn sólarhring samfleytt og hafa sumir sérfræðingar látið þau orð falla að leikurinn sé meira ávanabindandi en kókaín. 2.3.2009 07:38
Ákærð fyrir að smygla 10 tonnum af hassi Tíu tonn af hassi, sem smyglað var til Danmerkur, er meðal þess sem kona og tveir karlmenn eru ákærð fyrir við héraðsdóm Kaupmannahafnar í máli sem þingfest verður í dag. Í ákæru segir að smyglið hafi farið fram í 38 ferðum frá ársbyrjun 2007 og sé andvirði efnisins um 80 milljónir danskra króna, jafnvirði um 1.600 milljóna íslenskra króna. 2.3.2009 07:37
Varað við fannfergi á austurströnd Bandaríkjanna Veðurstofur í Bandaríkjunum vara við blindöskubyl sem búist er við að skelli á austurströnd landsins hvað úr hverju og geti staðið í allt að 18 klukkustundir. 2.3.2009 07:34
Stéttarfélagsformaður lá í lúxus Derek Simpson, formaður stærsta stéttarfélags Bretlands, á undir högg að sækja eftir að upp komst að hann dvaldi fjórum sinnum á Waldorf Hilton-hótelinu í London, þar sem nóttin kostar tæp 499 pund, jafnvirði 64.000 króna. 2.3.2009 07:27
Reyndi að brjótast inn á Litla-Hraun Maður, sem handtekinn var í fyrrinótt við að reyna að brjótast inn í fangelsið að Litla-Hrauni með því að klippa gat á girðinguna, gat litlar haldbærar skýringar gefið á athæfi sínu við yfirheyrslur hjá lögreglu í gær. 2.3.2009 07:24
Þrír slasaðir eftir árekstur Þrír slösuðust og voru tveir þeirra fluttir á slysadeild Landspítalans í Reykjavík eftir að tveir bílar lentu í hörðum árekstri undir Hafnarfjalli í gærkvöldi. Enginn þeirra mun vera alvarlega meiddur. 2.3.2009 07:22
Vélarbilun í fiskibáti Aðalvél bilaði í fiskibáti, sem var að veiðum undan Suðurströndinni í gær og kallaði skipstjórinn eftir aðstoð. Nálægur fiskibátur kom á vettvang, tók hann í tog og dró hann inn til Vestmannaeyja, þar sem gert verður við vélina. Ferðin gekk vel og voru skipverjar ekki í hættu, enda veður þokkalegt. 2.3.2009 07:17
Lukkan loks með Lucky Star Tíu daga hrakningum línuskipsins Lucky Star hér við land lauk loks í gærkvöldi þegar skipið hélt inn í lögsögu Færeyja og er væntanlegt til hafnar þar með morgninum. 2.3.2009 07:10
Fjölmenni á skíðum við Akureyri Óvenjumargir sóttu skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Talið er að yfir tvö þúsund manns hafi verið í Fjallinu á laugardag, þar af fjöldi aðkomufólks. Sumir aðkomumannanna komu án skíðabúnaðar og á laugardag voru hvert einasta skíði, stafur og galli í útleigu. Margir gestanna gistu í íbúðum stéttarfélaga í bænum og fór allt vel fram. 2.3.2009 07:07
Banaslys skammt frá Akranesi Karlmaður, sem var einn í bíl sínum, beið bana þegar bíllinn fór út af veginum á milli Akraness og Hvalfjarðarganga laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi og valt þar nokkrar veltur. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum og er talinn hafa látist samstundis. Hann var fæddur árið 1963. Lögreglan á Akranesi lýsir eftir vitnum að slysinu. 2.3.2009 07:02
Nefndin hlustaði á sumt en annað ekki „Fyrst vil ég minna á að upphafleg lagasetning um Seðlabankann og allar veigamiklar breytingar á lögunum síðan hafa verið rækilega undirbúnar og um þær hefur því ætið náðst þverpólitísk samstaða á þingi,“ sagði Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, í áliti sínu til viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar um bankann. Jóhannes varð seðlabankastjóri við stofnun bankans 1961 og gegndi embætti til 1993. 2.3.2009 05:00
Vilja nýtt tæki Landssöfnun Hjartaheilla hófst í gær en markmið hennar er að safna fé til styrktar hjartalækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. 2.3.2009 04:00
Greinir ekki á um sáttmálann Þingmenn Vinstri grænna munu ekki greiða atkvæði með frumvarpi Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra um álver í Helguvík. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. 2.3.2009 03:00
Hröð bráðnun hækkar í sjó Jöklar Suðurskautslandsins eru að bráðna hraðar en áður var talið og það gæti leitt til meiri hækkunar sjávarborðs í heiminum en spáð hefur verið. 2.3.2009 02:15
Ókeypis bækur í þessari viku Vefbókasafnið Snara býður almenningi upp á ókeypis aðgang að 72 verkum í þessari viku, frá og með deginum í dag. 2.3.2009 02:00
Norskir til liðs við ESB-flota Norsk yfirvöld greindu frá því fyrir helgina að eitt af nýjustu herskipum norska flotans muni slást í lið með herskipum Evrópusambandslanda á „sjóræningjavakt“ undan ströndum lögleysulandsins Sómalíu. 2.3.2009 01:45
Segir seinni aðgerðina vegna heilaæxlisins hafa verið erfiðasta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir það hafa verið meira áfall þegar hún átti að fara til Stokkhólms í geislameðferð en ákveðið var að skera aftur vegna heilaæxlis sem hún var með. Hún segir jafn víst að hún nái sér að fullu og að sólin komi upp á morgun. Ingibjörg segir að síðustu fjórir til fimm mánuðir hafi verið sér afar erfiðir, bæði pólitískt séð og persónulega. 1.3.2009 20:02
Fimm sinnum brotist inn í sama bílinn Bjarki Hermannsson er eigandi Subaru Impreza bifreiðar sem búið er að brjótast fimm inn í frá því síðasta vor. Síðast var brotist inn í bílinn í þessum mánuði en hann hefur staðið á lóð rétt fyrir utan Selfoss. Bjarki biður þá sem eitthvað vita um málið að hafa samband við sig. 1.3.2009 20:46
Meirihluti landsmanna andvígur ESB-aðild Meirihluti landsmanna er andvígur því að Íslands sæki um aðild að Evrópusambandinu samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Stuðningur við aðild er mestur meðal kjósenda Samfylkingar en minnstur meðal sjálfstæðismanna. 1.3.2009 18:10
Umfangsmikil leit að flugvél Amundsen Norski herinn undirbýr nú umfangsmikla leit að flugvél sem pólfarinn Roald Amundsen hvarf með fyrir áttatíu og einu ári. Amundsen var þá í björgunarleiðangri. 1.3.2009 19:30
Krafa um að draga úr umsvifum bankanna kom í apríl Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að krafa hafi komið um það í apríl að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beittu þeim tækjum sem þeir hefðu til að draga úr umsvifum bankanna. Þessi krafa kom bæði frá Norrænu bönkunum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Hún segir baráttuanda sinn og þverskap fyrir því að gefast ekki upp hafa verið sinn mesta veikleika. 1.3.2009 19:13
Lögreglumaður gekk í skrokk á 15 ára stúlku Saksóknari í Bandaríkjunum birti í dag myndband sem sýnir lögreglumann í Seattle ganga í skrokk á fimmtán ára stúlku í fangaklefa. Stúlkan var þá grunuð um að hafa stolið bíl. Lögreglumaðurinn neitar ásökunum um líkamsárás. 1.3.2009 18:45
Nýtt efnahagslegt járntjald milli austur og vesturs Ungverjar telja að nýtt efnahagslegt járntjald verði dregið milli Austur- og Vestur-Evrópu verði nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins í austri ekki hjálpað að takast á við alheimkreppunnar. ESB leiðtogar funduðu í dag um viðbrögð við kreppunni. Þeir hafna verndarstefnu. 1.3.2009 18:42
Dagur í varaformanninn - hugsaði aldrei um formanninn Dagur B. Eggertsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis varaformanns á landsfundi Samfylkingarinnar í lok mars. Hann segist ekki hafa velt fyrir sér að fara í formanninn. Árni Páll Árnason þingmaður gefur einnig kost á sér í embættið. Dagur lítur á Árna Pál sem meðframbjóðanda frekar en mótframbjóðanda. 1.3.2009 16:55
Jeppi eyðilagðist í Djúpinu Þrjár konur sluppu með skrekkinn þegar bíll þeirra fór út af þjóðveginum í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi um hádegisbil. Slysið varð á nýjum vegarkafla sem búið er að leggja að nýrri Mjóafjarðarbrú, en þar sem brúin er ekki tilbúin liggur kröpp beygja af vegarkaflanum yfir á gamla þjóðveginn, sem erfitt er að átta sig á. Ökumaður náði því ekki beygjunni. 1.3.2009 16:25
Lýst eftir stolnum Toyota Yaris Ljósgrænum Toyota Yaris var stolið vestan megin við Kolaportið í nótt að sögn eiganda bílasins. 1.3.2009 16:09
Gömlu kempurnar töpuðu Stjörnulið fyrrum landsliðsmanna tapaði 3-1 fyrir „yngri“ landsliðsmönnum (A og B) í Vodafonehöllinn í dag. Sannkallaður stórleikur fór þar fram en margir af okkar bestu knatspyrnumönnum í gegnum tíðina reimuðu á sig skóna. Leikurinn var haldinn í tilefni opnunar átaksins Karlmenn og Krabbamein sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir. 1.3.2009 15:53
Forseti Íslands á setningarhátíð Búnaðarþings Búnaðarþing var sett klukkan hálftvö í Bændahöllinni við Hagatorg. „Treystum á landbúnaðinn" er yfirskrift setningarhátíðarinnar en Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, setti þingið og nýr landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, ávarpaði samkomuna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson var einnig viðstaddur setninguna. 1.3.2009 15:30
Greinir á um túlkun á ákvæði stjórnarsáttmálans Oddvita ríkisstjórnarinnar, þau Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna, greinir á um túlkun á ákvæði stjórnarsáttmálans um engin ný áform um álver. 1.3.2009 14:56
Þyrlan lenti með þær slösuðu í Reykjavík Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, lenti við Borgarspítalann um hálfþrjúleytið með tvær erlendar konur, sem slösuðust þegar bíll valt út af hringveginum á Breiðamerkursandi. 1.3.2009 14:53
Hugmyndir Framsóknar kosta 1200 milljarða Hugmyndir Framóknarflokksins um tuttugu prósenta niðurfærslu á öllum skuldum kosta 1200 milljarða króna. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Steingrímur sagðist hafa minnisblað með þessum tölum og spurði hver ætti að borga brúsann. 1.3.2009 14:00
Seðlabankastjóri hefði átt að bregðast við ástandinu - ekki bara vara við því Jón Baldvin Hannibalsson segir að seðlabankastjóri hafi ekki bara átt að vara við efnahagsástandinu heldur hafi hann átt að bregðast við því. Ef hann hafi ekki haft tækifæri til þess hafi forsætisráðherra eða formenn ríkisstjórnarflokkanna að gera svo. Hann segir viðvaranirnar ekki hafa vantað því allt frá árinu 2006 hafi menn sagt að hættuástand væri framundan og það væri tímaspursmál hvenær kerfið myndi hrynja. Hann segist vera að bjóða sig fram til Alþingis út af evrópumálum. 1.3.2009 13:41
Kona með tvö móðurlíf eignast tvíbura Tuttugu og eins árs bandarísk kona með tvö móðurlíf eignaðist á fimmtudaginn tvíburastúlkur, hvora úr sínu móðurlífinu. Stúlkurnar voru teknar með keisaraskurði sjö vikum fyrir tímann á sjúkrahúsin í Michigan ríki. 1.3.2009 13:03
Þingmenn VG styðja ekki frumvarp um álver í Helguvík Þingmenn VG munu ekki styðja frumvarp Iðnaðarráðherra varðandi uppbyggingu álvers í Helguvík. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Steingrímur sagði að umrætt frumvarp væri arfur fyrrverandi ríkisstjórnar og snéri að bindandi samningum iðnaðarráðherra. Hann sagði ekki liggja fyrir hvort þingmenn VG myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu eða sitja hjá. 1.3.2009 13:00
Sjálfstæðisflokkurinn: Stefnan brást ekki - heldur fólkið Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér drög að skýrslu sem ber heitið, Hvað átti Sjálfstæðisflokkurinn að gera betur?. Þar kemur meðal annars fram að stjórnvöld og Seðlabankinn hafi brugðist of seint við mikilli stækkun bankakerfisins, nauðsynlegt hefði verið að auka varasjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna. 1.3.2009 12:56
AGS hefur áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi Vaxandi atvinnuleysi og tafir við endurreisn bankakerfisins eru meðal helstu áhyggjuefna sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem nú er stödd hér á landi. Þetta kemur fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Ráðherra segir að fulltrúar sjóðsins séu þó í meginatriðum sáttir við þann árangur sem náðst hefur hingað til. 1.3.2009 11:49
Gulldepluveiðar á nýjum fiskimiðum Íslenski fiskiskipaflotinn hefur nú uppgötvað ný fiskimið, um 170 mílur suður af Vestmannaeyjum. Þar eru nú fimm nótaveiðiskip á gulldepluveiðum, Huginn, Guðmundur, Júpíter, Sighvatur Bjarnason og Álfsey. 1.3.2009 11:24
Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaða konu Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, er nú á leið austur í Skaftafellssýslur til móts við sjúkrabíl, sem er á leið frá Breiðamerkursandi með slasaða konu eftir bílslys. 1.3.2009 11:22
Hótanir um að hætta að selja íslenskan fisk Steingrímur J. Sigfússon fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að erlendir aðilar hafi hótað því að taka íslenskan fisk af markaði vegna hvalveiða þjóðarinnar. Hann segir erlenda sendiherra hafa komið á sinn fund með gögn og upplýsingar sem styðji þetta. Hann segir að nú síðast hafi bandaríkjamenn mótmælt hvalveiðum íslendinga. Steingrímur var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 1.3.2009 11:09
Neyðarfundur ESB vegna alþjóðakreppunnar Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins koma saman til neyðarfundar um alþjóðakreppuna í Brussel í Belgíu í dag. Á fundinum verður rætt hvernig nota megi sameiginlegt markaðssvæði Evrópusambandsins til að styðja við hagvöxt hjá ríkjum ESB og skapa störf til að draga úr áhrifum kreppunnar. 1.3.2009 10:10
Færeyingur skotinn í Kaupmannahöfn Þrjátíu og tveggja ára færeyskur karlmaður liggur alvarlega særður á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn eftir skotárás við Mjølnerparken á Norðurbrú í gærkvöldi. 1.3.2009 09:59
Blair í óvæntri heimsókn á Gaza Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, kom í óvænta heimsókn til Gaza í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem Blair kemur þangað frá því hann tók fyrir tveimur árum við starfi sérlegs sendifulltrúa Miðausturlanda kvartettsins svokallaða, sem reynir að stilla til friðar í Mið-Austurlöndum. 1.3.2009 09:57
Tuttugu ára afmæli bjórsins á Íslandi Í dag eru liðin tuttugu ár frá því að leyft var að selja bjór á Íslandi á ný. Bjórbannið svokallaða tók gildi 1. janúar árið 1912 og stóð til 1. mars 1989 eða í 77 ár. 1.3.2009 09:48