Innlent

Gömlu kempurnar töpuðu

Stjörnulið fyrrum landsliðsmanna tapaði 3-1 fyrir „yngri" landsliðsmönnum (A og B) í Vodafonehöllinn í dag. Sannkallaður stórleikur fór þar fram en margir af okkar bestu knatspyrnumönnum í gegnum tíðina reimuðu á sig skóna. Leikurinn var haldinn í tilefni opnunar átaksins Karlmenn og Krabbamein sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir.

Eins og fyrr segir voru það ungir sem höfðu betur gegn gömlu kempunum þrátt fyrir fjölmörg dauðafæri þeirra öldnu upp við markið. Segja má að gömlu mennirnir hafi verið einstaklega óheppnir og þá sérstaklega Pétur Pétursson sem klúðraði mörgum færum, en hann er einn mesti markahrókur okkar íslendinga.

Rúnar Kristinsson átti fínan leik fyrir eldri mennina og Tryggvi Guðmundsson var sprækur, en þótt ótrúlegt sé þá lék hann fyrir „yngra" liðið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×