Erlent

Kona með tvö móðurlíf eignast tvíbura

Tuttugu og eins árs bandarísk kona með tvö móðurlíf eignaðist á fimmtudaginn tvíburastúlkur, hvora úr sínu móðurlífinu. Stúlkurnar voru teknar með keisaraskurði sjö vikum fyrir tímann á sjúkrahúsin í Michigan ríki.

Læknar þar segja þetta afar sjaldgæft. Stúlkubörnunum heilsast vel en þær þurfa að liggja á sjúkrahúsinu í um mánuð þar sem lungu þeirra hafa ekki þroskast að fullu.

Stúlkurnar voru misstórar, önnur tæpar tvær merkur en hin rúmar sjö. Munaði þar um mismunandi stærð móðurlífanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×