Innlent

Greinir ekki á um sáttmálann

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Þingmenn Vinstri grænna munu ekki greiða atkvæði með frumvarpi Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra um álver í Helguvík. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins.

Steingrímur segir þó stjórnarflokkana ekki greina á um efni stjórnarsáttmálans eins og látið hefur verið liggja að. „Þetta er samningur sem gerður var í tíð fyrrum ríkisstjórnar og er bindandi og leggur iðnaðarráðherra þær skyldur á herðar að leggja frumvarpið fyrir þingið.“ Það hafi Vinstri græn vitað. „En það lá jafnframt ljóst fyrir að þingmenn okkar væru óbundnir af því að styðja málið,“ segir hann. - sh



Fleiri fréttir

Sjá meira


×