Erlent

Norskir til liðs við ESB-flota

Norsk yfirvöld greindu frá því fyrir helgina að eitt af nýjustu herskipum norska flotans muni slást í lið með herskipum Evrópusambandslanda á „sjóræningjavakt" undan ströndum lögleysulandsins Sómalíu.

Freigátan mun að sögn varnar-málaráðuneytis verða tilbúin í ágúst til þátttöku í þessum ESB-gæsluflota, sem verður samsettur úr herskipum frá Hollandi, Frakklandi, Grikklandi, Bretlandi, Ítalíu og Þýskalandi.

Norðmenn eru ekki í ESB en hafa, sem umsvifamikil siglingaþjóð, mikilla hagsmuna að gæta í að tryggja öryggi siglinga. - aa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×