Erlent

Blair í óvæntri heimsókn á Gaza

Tony Blair
Tony Blair

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, kom í óvænta heimsókn til Gaza í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem Blair kemur þangað frá því hann tók fyrir tveimur árum við starfi sérlegs sendifulltrúa Miðausturlanda kvartettsins svokallaða, sem reynir að stilla til friðar í Mið-Austurlöndum.

Blair mun eiga fundi með forvígismönnum fyrirtækja á svæðinu og fulltrúa hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna þar. Rætt verður hvernig best megi hjálpa til við endurreisn Gaza eftir árásir Ísraela í desember og janúar.

Blair mun ekki funda með fulltrúum Hamas-samtakanna sem stjórna Gaza þó að samtökin hafi hjálpað til við að skipuleggja heimsóknina. Blair heldur síðan til alþjóðlegrar ráðstefnu um endurreisn Gaza sem haldin verður í Egyptalandi á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×