Erlent

Neyðarfundur ESB vegna alþjóðakreppunnar

Nicolas Sarkozy
Nicolas Sarkozy

Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins koma saman til neyðarfundar um alþjóðakreppuna í Brussel í Belgíu í dag. Á fundinum verður rætt hvernig nota megi sameiginlegt markaðssvæði Evrópusambandsins til að styðja við hagvöxt hjá ríkjum ESB og skapa störf til að draga úr áhrifum kreppunnar.

Boðað var til fundarins eftir að Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hét því að veita frönskum bílaframleiðendum neyðarlán ef þeir hétu því að flytja störf ekki úr landi. Það mun hafa vakið ugg í brjósti Evrópuleiðtoga sem hafi óttast að þetta væri fyrsta skref í átt að verndarstefnu sem gæti orðið til að eyða von um almennan efnahagsbata á ESB svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×