Erlent

Stéttarfélagsformaður lá í lúxus

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Derek Simpson.
Derek Simpson.
Derek Simpson, formaður stærsta stéttarfélags Bretlands, á undir högg að sækja eftir að upp komst að hann dvaldi fjórum sinnum á Waldorf Hilton-hótelinu í London, þar sem nóttin kostar tæp 499 pund, jafnvirði 64.000 króna. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að dvölin hafi komið til vegna ferðalaga Simpsons í þágu starfs hans. Frá hótelinu er þó aðeins um 35 mínútna ferðalag með lest til heimilis Simpsons og kostar ferðin rúmar 2.500 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×