Erlent

Lögreglumaður gekk í skrokk á 15 ára stúlku

Saksóknari í Bandaríkjunum birti í dag myndband sem sýnir lögreglumann í Seattle ganga í skrokk á fimmtán ára stúlku í fangaklefa. Stúlkan var þá grunuð um að hafa stolið bíl. Lögreglumaðurinn neitar ásökunum um líkamsárás.

Stúlkan var tekin grunuð um að hafa stolið bíl. Eftir að hún var flutt í klefa sparkaði hún öðrum skónum sínum að lögreglumanni sem brást svona við.

Lögreglumaðurinn sem fyrstur var á myndbandinu hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Hann neitar sök og segir að stúlkan hafi sýnt mótþróa. Hann hefur ekki gefið frekari skýringu.

Lögmenn hans segja myndbandið gefa ranga mynd af atburðarásinni og lögðust gegn því að það yrði gert opinbert af ótta við að lögreglumaðurinn gæti ekki fengið sanngjarna málsmeðferð fyrir dóm










Fleiri fréttir

Sjá meira


×