Innlent

Fjölmenni á skíðum við Akureyri

Óvenjumargir sóttu skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Talið er að yfir tvö þúsund manns hafi verið í Fjallinu á laugardag, þar af fjöldi aðkomufólks. Sumir aðkomumannanna komu án skíðabúnaðar og á laugardag voru hvert einasta skíði, stafur og galli í útleigu. Margir gestanna gistu í íbúðum stéttarfélaga í bænum og fór allt vel fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×