Fleiri fréttir

Rannsaka hvort það átti að pynta Guantanamo fanga

Bresku lögreglunni hefur verið falið að rannsaka hvort breska leyniþjónustan, MI5, hafi átt þátt í að pynta Binyam Mohamed sem fangelsaður var í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjamann á Kúbu. Hann var látinn laus í síðasta mánuði.

Móðir nemanda dæmd til að greiða kennara 10 milljónir

Hæstiréttur dæmdi í dag, móður barns í Mýrarhúsaskóla, sem skellti hurð á höfuð kennara með þeim afleiðingum að hann hlaut örorku til að greiða kennaranum 9,7 milljónir króna í bætur vegna slyssins. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í málinu í mars í fyrra.

Margir vilja stýra N1 á Ísafirði

Fimmtíu og fjórir sóttu um stöðu rekstrarstjóra N1 stöðvarinnar á Ísafirði. Óvenjumargar umsóknir miðað við stærð bæjarfélagins, segir Kolbeinn Finnsson starfsmannastjóri N1. Mikill meirihluti umsækjenda eru frá Ísafirði eða nágrannabæjarfélögum.

Greip um löggulegg á Lukku-Láka

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir manni sem braut gegn valdsstjórninni fyir utan skemmtistaðinn Lukku-Láka í Grindavík árið 2007. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni, sem var að sinna skyldustarfi sínu, en maðurinn læsti höndum sínum um fótlegg lögreglumannsins sem við það féll í jörðina og hlaut rispur á fingri og marbletti á vinstra hné. Maðurinn var einnig dæmdur til þess að greiða allan áfrýjunarkostnað, samtals 200.000 krónur.

Fimm ára fangelsi fyrir morðtilraun

Hæstirétttur Íslands staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sævari Sævarssyni fyrir tilraun til manndráps síðustu Verslunarmannahelgi. Þá stakk Sævar mann af erlendum uppruna á Hverfisgötu eftir að hann taldi að maðurinn hefði slegið flösku í bílinn.

Þú hlýtur að vera að grínast, Gylfi?

Þingkonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem lenti í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir skömmu, skýtur föstum skotum á forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, vegna ásakana um að hann hefði rekið Framsóknakonuna Vigdísi Hauksdóttur fyrir að vera í framboði.

Tvísýnn varaformannsslagur

Varaformannsslagur Árna Páls Árnasonar og Dags B. Eggertssonar verður tvísýnn, að mati Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðings. Hún telur að Dagur hafi meiru að tapa heldur en Árni Páll.

Skáld tapar þakdeilu

Rithöfundurinn og ljóðskáldið, Auður Haralds, tapaði einkamáli gegn Páli Björgvinssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún höfðaði mál á hendur honum vegna kostnaðar við þakviðgerðir á húsi sem þau bjuggu í við Bergþórugötu í miðborg Reykjavíkur.

Gylfi svarar enn fyrir sig

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt.

Dæmdur fyrir ólöglegt samræði við fjórtán ára stúlku

Rúmlega tvítugur piltur var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft þrisvar samræði við fjórtán ára stúlku. Að auki er hann dæmdur fyrir að hafa látið hana hafa haft munnmök við sig. Brotin áttu sér stað í bifreið piltsins.

Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum

Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum.

Ráðherrar gera grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa nú allir gert grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum sem þeir gegna. Ríkisstjórnin ákvað þann 17. mars síðastliðinn að gera grein fyrir þessum upplýsingum og nú hafa allir ráðherrarnir skilað þeim inn. Skemmst er frá því að segja að ráðherrar núverandi ríkisstjórnar eiga lítilla eða engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta og gegna fáir þeirra einhversskonar trúnaðarstörfum fyrir utan flokka þeirra.

Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna leiks.

Dæmdur tvisvar fyrir að lemja unnustu sína

Flugmaðurinn Jens R. Kane var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leggja hendur konu sína, Veronicu Rincon frá Venesúela. Málið vakti talsverða athygli þegar fyrst var réttað í því en þá hélt Veronica því fram að Jens, sem þá starfaði sem flugmaður, hefði smyglað henni ólöglega til landsins í skjóli starfs síns.

Á írsku menningarrölti í miðjum niðurskurði

„Við fórum á sunnudaginn til Írlands og ræddum við þarlend yfirvöld um menningarhátíðina en við getum haldið hana með minna umfangi en áður," segir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs sem fékk heldur eitraðan pistil í morgunsárið þar sem Flosi Eiríkisson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, gagnrýndi hann harðlega fyrir að fara til útlanda vegna menningarhátíðar á meðan bæjarstarfsmenn þurfa að þola mikinn niðurskurð. Gunnar kom aftur heim í gær en með honum í för var framkvæmdarstjóri menningarmála í bænum.

Uppræting kannabisverksmiðja heldur áfram

Lögreglan hefur upprætt enn eina kannabisræktunina, nú í bakhúsi á Vesturgötunni í miðbæ Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum var um að ræða 190 kannabisplöntur og þar af voru um 60 í miklum blóma. Hinar voru á mismundandi stigum ræktunar. Einn maður hefur verið yfirheyrður vegna málsins en hann var ekki handtekinn.

Tjónið í Sandgerði hleypur á tugum milljóna

Tjónið, sem varð í bruna í plastverksmiðju Sólplasts í Sandgerði í gærkvöldi, hleypur á mörgum tugum milljóna. Eldurinn virðist hafa komið upp í stórum plastfiskibáti, sem var verið að gera við eftir bruna í honum í febrúar.

Landsfundur sjálfstæðismanna hefst í dag

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag og hefst fundurinn klukkan hálf sex með ræðu Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns flokksins. Evrópumálin verða fyrirferðamikil á fundinum en í fyrramálið verða kynntar tillögur evrópunefndar flokksins.

Dauðadómur fyrir eitraða þurrmjólk

Kínverskur dómstóll hefur staðfest dauðadóm yfir karlmanni fyrir þátt hans í að búa til og selja eitraða þurrmjólk sem varð sex börnum að bana. Maðurinn var yfir einni af framleiðslustöðvunum þar sem þurrmjólkin var unnin.

Framsókn toppaði of snemma

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að Framsóknarflokkurinn hafi toppað of snemma þegar flokkurinn var á miklu flugi í skoðanakönnum í kjölfar landsfundar í janúar. Frá þeim tíma hafi margt breyst og ný ríkisstjórn verið mynduð fyrir tilstilli flokksins.

Ógnaði afgreiðslumanni 10-11 með hnífi

Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi kom drengur inn í verslun 10-11 við Engihjalla í Kópavogi, ógnaði þar afgreiðslumanni með hnífi og heimtaði peninga. Afgreiðslumaðurinn lét hann hafa peninga en hann var síðan handsamaður fyrir utan verslunina. Að sögn lögreglu er drengurinn andlega vanheill og var lögregla að leita hans áður en ránið var framið.

Sendiráðinu í Managua lokað í sumar

Samuel Santos utanríkisráðherra Níkaragva og Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands áttu fund í Managua á þriðjudag vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að loka sendiráði Íslands í landinu sem jafnframt er umdæmisskrifstofa Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.

Rafmagn komið á í Garðabæ

Rafmagn er komið á í Garðabæ en fyrir stundu varð háspennubilun í bænum sem gerði það að verkum að hluti bæjarins varð rafmagnslaus um tíma.

Dólgapópúlismi Ögmundar

Yfirlýsing Ögmundar Jónassonar um að hann afþakki ráðherralaun markar nýjar lægðir í ódýrri yfirboðs- og yfirborðspólitík mánuði fyrir kosningar, segir á vefritinu Herðubreið sem tengist Samfylkingunni.

Eigur bróður Bernards Madoff frystar

Bandarískur dómstóll hefur fryst allar eigur Peters Madoff, bróður stórsvikarans Bernards Madoff, til 3. apríl eftir að 22 ára gamall lögfræðinemi höfðaði mál fyrir hönd afa síns vegna sjóðs sem var í umsjá Peters Madoff en í eigu afans og gufaði upp þegar svikamyllan hrundi. Bernard Madoff hefur lýst sig sekan um svikin og bíður nú dóms en nú er líklegt að bróðir hans dragist einnig inn í málið.

Ríkisstjórnarflokkarnir fengju traustan meirihluta

Ríkisstjórnarflokkarnir tveir fengju traustan meirihluta á þingi, ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö, en fylgið hrynur af Framsóknarflokknum.

Bandarískir bankamenn flykkjast í meðferð

Það er auðvitað ekki bara starfsfólk banka sem hér segir frá heldur bandarískra fjármálafyrirtækja almennt. Margir úr þessum geira eru komnir út í horn eftir að hinu títtnefnda góðæri lauk með hvelli í fyrra og þá er oft stutt í flöskuna.

Sunnlenskir þríburar fengu ökuréttindi samtímis

Sunnlenskir þríburar, tvær stúlkur og einn piltur, fengu ökuréttindi samtímis í vikunni. Þau höfðu lokið ökunámi og tekið prófið áður en þau náðu 17 ára aldrinum en á miðnætti, aðfaranótt afmælisdagsins, mættu þau á lögreglustöðina á Selfossi og sóttu skírteinin.

Obama opnar rafrænt ráðhús

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur opnað það sem hann kallar rafrænt ráðhús en það er netsíða þar sem almenningur getur spurt spurninga um efnahagsvandann.

Varð allt önnur manneskja eftir lýtaaðgerð

Yvonne Jean Pampellonne er kölluð brjóstastækkunarbófinn í fjölmiðlum Kaliforníu þótt brjóstastækkanir séu fjarri því að vera einu aðgerðirnar sem hún hefur gengist undir - án þess að borga sent fyrir.

Ósáttur við hraðamælingu

Danskur ökumaður, sem lögregla mældi á of miklum hraða, varð svo ósáttur við að lenda í mælingunni að hann lagði bíl sínum beint fyrir framan lögreglubílinn til að koma í veg fyrir að lögreglan gæti mælt hraða annarra bíla.

Boy George á nýjum 20 punda seðli

Söngvarinn Boy George prýðir nýjan 20 punda seðil í Bretlandi í stað Elísabetar drottningar. Reyndar er þessi nýi seðill falsaður og höfuð söngvarans er í vatnsmerkinu en ekki á myndfleti seðilsins.

Dóu úr kolsýringseitrun í garðhúsi

Tveir unglingar í Wales dóu úr kolsýringseitrun í garðhúsi við heimili annars þeirra um síðustu helgi en þar höfðu þeir lagst til svefns til þess að þurfa ekki að fara inn á heimilið og vekja þar með fjölskylduna. Þeir höfðu verið úti að skemmta sér um nóttina.

Músaskítur fannst á skurðstofu í Bretlandi

Hreinlæti á sjúkrahúsum var til umræðu á breska þinginu í gær eftir að músaskítur fannst á skurðstofu sjúkrahúss nokkurs. Það var skurðlæknir á sjúkrahúsinu ásamt öðrum starfsmanni sem kom að máli við þingmann Íhaldsflokksins og greindi frá málinu en nafni sjúkrahússins er haldið leyndu og eins því hverjir komu upplýsingunum á framfæri.

Ökumenn í vandræðum fyrir norðan

Lögreglan á Akureyri braust upp í Víkurskarð laust fyrir miðnætti til að aðstoða mann sem sat þar fastur í bíl sínum. Ekkert amaði að manninum. Þar var hvasst og ófærð og snjóaði talsvert á þessum slóðum í nótt. Undir morgun lenti annar ökumaður í vandræðum á Öxnadalsheiði, en snjóruðningsmenn komu honum til hjálpar.

Norskur sjómaður slasaðist á Akureyri

Norskur sjómaður slasaðist þegar hann féll fjóra metra niður á þilfar olíuskips, sem var í Akureyrarhöfn í gærkvöldi. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og reyndist höfuðkúpubrotinn og mikið meiddur á hné. Hann er þó ekki í lífshættu, en mun dvelja eitthvað áfram á sjúkrahúsinu. Slysið varð þegar maðurinn var að tengja barka til dælingar.

Bruni í plastverksmiðju í Sandgerði

Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í plastverksmiðju í Sandgerði um klukkan ellefu í gærkvöldi. Starfsmenn voru nýhættir vinnu og var húsið mannlaust. Mikinn reykjarmökk lagði um tíma upp af húsinu og var um tíma óttast að það brynni til grunna. Slökkvilið braut sér leið inn í það með vinnuvél og dró þaðan út brennandi ellefu tonna hraðfiskibát, sem var þar til viðgerðar.

Bjarni leiðir listann - Bryndís hvergi sjáanleg

Listi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar sem fram fara 25. apríl næstkomandi var samþykktur á fundi kjördæmaráðs í kvöld. Bjarni Benediktsson alþingismaður leiðir listann og í öðru sæti er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður.

Vikið úr starfi vegna falinnar myndavélar

Vísindakennara, sem myndaði ólátahegðun unglinga úr launsátri vegna heimildamyndar sem hún vann að, hefur verið bannað að kenna næstu tólf mánuðina.

Vill að borgarráð verði upplýst um hættu af hesthúsabyggð

Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi óskar eftir því að fagaðilar frá veiðimálastofnun og umhverfis- og samgönguráði borgarinnar upplýsi borgarráð um þá hættu sem gæti stafað af hesthúsabyggð í Elliðaárdal fyrir vatnsbúskap og lífríki Elliiðaánna.

Vigdís fékk ekki launalaust leyfi frá ASÍ

Vigdís Hauksdóttir sem situr í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður segist hafa óskað eftir launalausu leyfi frá störfum hjá Alþýðusambandi Íslands vegna framboðs síns til Alþingis en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafi þá tjáð henni að litið væri á framboðið sem uppsögn af hennar hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vigdísi.

Rússneskir birnir flugu inn í íslenska lofthelgi

Danski flugherinn sem sinnir loftrýmisgæslu yfir og í kringum Ísland bægði tveimur rússneskum orrustuþotum frá landinu í dag, en þær höfðu sett stefnuna í lofthelgi Íslands. Flugherinn brást við eftir að ferða Rússanna hafði orðið vart á ratsjám.

Sjá næstu 50 fréttir