Innlent

Margir vilja stýra N1 á Ísafirði

Bensínstöð N1. Úr myndasafni.
Bensínstöð N1. Úr myndasafni.
Fimmtíu og fjórir sóttu um stöðu rekstrarstjóra N1 stöðvarinnar á Ísafirði. Óvenjumargar umsóknir miðað við stærð bæjarfélagins, segir Kolbeinn Finnsson starfsmannastjóri N1. Mikill meirihluti umsækjenda eru frá Ísafirði eða nágrannabæjarfélögum.

„Þetta eru fleiri umsóknir en við höfum fengið að undanförnu í samskonar störf miðað við stærð bæjarfélagins. Þegar við höfum auglýst spennandi störf á höfuðborgarsvæðinu höfum við fengið á bilinu 40 til 60 umsóknir," segir Kolbeinn.

Kolbeinn segir fjölda umsókna lýsa hugsanlega atvinnuástandinu eins og það er í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×