Innlent

Dæmdur tvisvar fyrir að lemja unnustu sína

Jens R. Kane var dæmdur í dag fyrir að leggja hendur á suðurameríska unnustu sína. Málið hafði áður verið ógilt og sent aftur í hérað.
Jens R. Kane var dæmdur í dag fyrir að leggja hendur á suðurameríska unnustu sína. Málið hafði áður verið ógilt og sent aftur í hérað.

Flugmaðurinn Jens R. Kane var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leggja hendur konu sína, Veronicu Rincon frá Venesúela. Málið vakti talsverða athygli þegar fyrst var réttað í því en þá hélt Veronica því fram að Jens, sem þá starfaði sem flugmaður, hefði smyglað henni ólöglega til landsins í skjóli starfs síns.

Jens var síðan ákærður fyrir að leggja hendur á Veronicu, það er að segja, hann á að hafa slegið hana og svo sparkað í bak hennar. Þá sakaði Veronica Jens um að hafa gripið um háls sinn með annarri hendi og haldið fyrir munn hennar með hinni. Hann hafi tekið hana kverkataki eftir að hún beit í höndina hans, að lokum missti hún meðvitund.

Það var nágranni sem hringdi í lögregluna.

Jens var upphaflega dæmdur í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeim dómi var snúið alfarið af Hæstarétti Íslands og svo sendur beint aftur í hérað. Ástæðan var sú að túlkur Veronicu reyndist ekki löggiltur sem slíkur.

Nú er búið að dæma Jens aftur, í þetta skiptið í fjögurra mánaða fangelsi, dómurinn er skilorðsbundinn auk þess sem honum er gert að greiða Veronicu fjögurhundruð þúsund krónur í miskabætur. Það eru hundrað þúsund krónum minna en í fyrri dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×