Innlent

Vill að borgarráð verði upplýst um hættu af hesthúsabyggð

Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi óskar eftir því að fagaðilar frá veiðimálastofnun og umhverfis- og samgönguráði borgarinnar upplýsi borgarráð um þá hættu sem gæti stafað af hesthúsabyggð í Elliðaárdal fyrir vatnsbúskap og lífríki Elliiðaánna.

Þetta kemur fram í fyrirspurn sem Ólafur hyggst leggja fram í borgarráði á morgun. Ólafur segist furða sig á samþykkt skipulagsráðs um hesthúsabyggð í Elliðaárdal þrátt fyrir ábendingar umhverfis- og samgönguráðs og Veiðimálastofnunar um hættu sem af slíkri byggð gæti stafað fyrir lífriki og vatnsbúskap ánna.

Þá segist Ólafur beina þeirri fyrirspurn til borgarstjóra hvort til greina komi hjá núverandi meirihluta að láta aðra hagsmuni en þá er varða verndun Elliðaánna og almannahagsmuni ráða ferð í þessu máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×