Innlent

Norskur sjómaður slasaðist á Akureyri

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.
Norskur sjómaður slasaðist þegar hann féll fjóra metra niður á þilfar olíuskips, sem var í Akureyrarhöfn í gærkvöldi. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og reyndist höfuðkúpubrotinn og mikið meiddur á hné. Hann er þó ekki í lífshættu, en mun dvelja eitthvað áfram á sjúkrahúsinu. Slysið varð þegar maðurinn var að tengja barka til dælingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×