Á írsku menningarrölti í miðjum niðurskurði 26. mars 2009 13:31 Gunnar Birgisson er gagnrýndur af Flosa Eiríkssyni fyrir menningarölt á kostnað bæjarins í Írlandi á sama tíma og bærinn stendur frammi fyrir niðurskurði. „Við fórum á sunnudaginn til Írlands og ræddum við þarlend yfirvöld um hátíðina en við getum haldið hana með minna umfangi en áður," segir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs sem fékk heldur eitraðan pistil í morgunsárið þar sem Flosi Eiríkisson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, gagnrýndi hann harðlega fyrir að fara til útlanda vegna menningarhátíðar á meðan bæjarstarfsmenn þurfa að þola mikinn niðurskurð. Gunnar kom aftur heim í gær en með honum í för var framkvæmdarstjóri menningarmála í bænum. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag og forskrift hennar var: Forgangsröðun Gunnars. Í greininni ritar Flosi að Gunnar I. Birgisson væri staddur á Írlandi að kynna sér pöbba og aðra menningu þarlendra sem undirbúning fyrir írska menningardaga. Á sama tíma hafa niðurskurðaraðgerðir verið kynntar skólayfirvöldum bæjarins þar sem fyrirhugað er að skera niður grunnþjónustu, til dæmdi stendur til að hækka matargjald í skólum bæjarins. Þess má geta að aðgerðirnar voru kynntar á þriðjudaginn, degi áður en Gunnar kom heim frá Írlandi. Menningarhátíðin sem um ræðir er sú sjötta í röðinni og er fyrirhugað að hún hefjist í október í haust. Áður hefur bærinn haldið menningarhátíðir í tengslum við Kína, Rússland, Ekvador, Kanada, spán og nú er röðin kominn að Írlandi. Aðspurður hvort hann telji gagnrýni Flosa ekki réttlætanlega svarar Gunnar: „Mín spurning á móti er þá - á að hætta menningarstarfsemi? Ég segi nei. Menningin þarf að lifa." Gunnar bregst harkalega við gagnrýni Flosa og segir að hann hefði mátt mæta betur þegar meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar ákváðu í sameiningu fjárhagsáætlun bæjarins. Þá spyr hann einnig hvort viðhorf Flosa endurspegli viðhorf Samfylkingarinnar, það er að segja - að það eigi að hætta menningarstarfsemi vegna kreppu. Spurður hvort það hefði ekki verið einfaldara, jafnvel ódýrara, að skipuleggja hátíðina með nútímatækni, svarar Gunnar því til að það þýði ekkert annað en að fara sjálfur. Hann hafi þurft að finna atriði, ræða við menningarráðuneyti Íra, taka ákvarðanir varðandi kostnað og svo framvegis. Aðspurður hvernig ferðin hefði verið segir Gunnar að það hafi verið mjög gaman að vera Íslendingur í Írlandi. Hátíðin verður haldin í byrjun október. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira
„Við fórum á sunnudaginn til Írlands og ræddum við þarlend yfirvöld um hátíðina en við getum haldið hana með minna umfangi en áður," segir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs sem fékk heldur eitraðan pistil í morgunsárið þar sem Flosi Eiríkisson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, gagnrýndi hann harðlega fyrir að fara til útlanda vegna menningarhátíðar á meðan bæjarstarfsmenn þurfa að þola mikinn niðurskurð. Gunnar kom aftur heim í gær en með honum í för var framkvæmdarstjóri menningarmála í bænum. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag og forskrift hennar var: Forgangsröðun Gunnars. Í greininni ritar Flosi að Gunnar I. Birgisson væri staddur á Írlandi að kynna sér pöbba og aðra menningu þarlendra sem undirbúning fyrir írska menningardaga. Á sama tíma hafa niðurskurðaraðgerðir verið kynntar skólayfirvöldum bæjarins þar sem fyrirhugað er að skera niður grunnþjónustu, til dæmdi stendur til að hækka matargjald í skólum bæjarins. Þess má geta að aðgerðirnar voru kynntar á þriðjudaginn, degi áður en Gunnar kom heim frá Írlandi. Menningarhátíðin sem um ræðir er sú sjötta í röðinni og er fyrirhugað að hún hefjist í október í haust. Áður hefur bærinn haldið menningarhátíðir í tengslum við Kína, Rússland, Ekvador, Kanada, spán og nú er röðin kominn að Írlandi. Aðspurður hvort hann telji gagnrýni Flosa ekki réttlætanlega svarar Gunnar: „Mín spurning á móti er þá - á að hætta menningarstarfsemi? Ég segi nei. Menningin þarf að lifa." Gunnar bregst harkalega við gagnrýni Flosa og segir að hann hefði mátt mæta betur þegar meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar ákváðu í sameiningu fjárhagsáætlun bæjarins. Þá spyr hann einnig hvort viðhorf Flosa endurspegli viðhorf Samfylkingarinnar, það er að segja - að það eigi að hætta menningarstarfsemi vegna kreppu. Spurður hvort það hefði ekki verið einfaldara, jafnvel ódýrara, að skipuleggja hátíðina með nútímatækni, svarar Gunnar því til að það þýði ekkert annað en að fara sjálfur. Hann hafi þurft að finna atriði, ræða við menningarráðuneyti Íra, taka ákvarðanir varðandi kostnað og svo framvegis. Aðspurður hvernig ferðin hefði verið segir Gunnar að það hafi verið mjög gaman að vera Íslendingur í Írlandi. Hátíðin verður haldin í byrjun október.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Sjá meira