Innlent

Bruni í plastverksmiðju í Sandgerði

Sandgerði.
Sandgerði. MYND/vf.is

Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í plastverksmiðju í Sandgerði um klukkan ellefu í gærkvöldi. Starfsmenn voru nýhættir vinnu og var húsið mannlaust. Mikinn reykjarmökk lagði um tíma upp af húsinu og var um tíma óttast að það brynni til grunna. Slökkvilið braut sér leið inn í það með vinnuvél og dró þaðan út brennandi ellefu tonna hraðfiskibát, sem var þar til viðgerðar.

Þá tókst liðinu að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í áfast hús og réði svo niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru ókunn, en grunur leikur á að eldurinn hafi fyrst kviknað í bátnum. þar um borð höfðu menn verið að logsjóða fyrr um kvöldið. Báturinn er töluvert skemmdur og skemmdir urðu á húsinu og búnaði í því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×