Fleiri fréttir Seðlabankafrumvarp fer í viðskiptanefnd Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur dregið frumvarp sitt um breytingar á lögum um Seðlabankann til baka. Tvö frumvörp komu fram sem voru samhljóða utan þess að frumvarp Jóhönnu gerði ráð fyrir því að málið færi fyrir efnahags- og skattanefnd en frumvarp þriggja þingmanna Frjálslynda flokksins gerir ráð fyrir að málið fari fyrir viðskiptanefnd. 9.2.2009 15:44 Skráir sig í Frjálslynda flokkinn - og á atvinnuleysisbætur Vörubílstjórinn Sturla Jónsson, sem fór fremstur í flokki vörubílstjóra sem mótmæltu háu bensínverði síðasta sumar, er búinn að missa öll vinnutækin sín, auk þess sem hann skráði sig í Frjálslynda flokkinn og hyggur þar á pólitískan frama. Flokkurinn er þó ekki það eina sem hann er búinn að skrá sig í - Sturla er líka búinn að skrá sig á atvinnuleysisbætur. Sturla ekki á sjö daganna 9.2.2009 15:34 Loðnutorfan ekki nógu stór Loðnan sem fannst út af Ingólfshöfða gefur því miður ekki tilefni til að gefa út loðnukvóta. Þetta segir Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni. 9.2.2009 15:21 Bréf Eiríks og Ingimundar birt Seðlabankinn hefur nú birt svarbréf þeirra Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar til Jóhönnu Sigurðardóttur, en svarbréf Davíðs Oddonar hefur þegar verið birt eins og flestir vita. Í bréfunum eru bankastjórarnir að svara tilmælum forsætisráherra um að þeir láti sjálfviljugir af störfum. Þeir Eiríkur og Davíð hyggjast ekki verða við þeirri bón en Ingimundur ætlar sér að hætta. 9.2.2009 14:42 Fundu gríðarstóra loðnutorfu við Ingólfshöfða Áhöfnin á Lundey NS sigldi nú undir morguninn fram á gríðarstóra loðnutorfu suður af Ingólfshöfða. Torfan var 14 mílna löng, um 600 til 1000 metra breið og þykkt hennar var um 10 til 30 faðmar. 9.2.2009 14:25 Össur tekur við Stoltenberg skýrslunni Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag, fyrir hönd norrænna starfsbræðra sinna, við skýrslu Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs, um norrænt samstarf í utanríkis- og öryggismálum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að skýrslan hafi verið kynnt á fundi fundi norrænu utanríkisráðherrana sem haldinn var í Ósló í dag. 9.2.2009 14:22 Mótmælandinn búinn að kæra hagfræðinginn Hermann Valsson mótmælandi hefur kært Ólaf Klemensson hagfræðing hjá Seðlabankanum fyrir árás. Hermann segir Ólaf hafa bakkað á sig í morgun fyrir utan bankann en Ólafur hefur kært Hermann fyrir að skemma bíl sinn. Vitni að atvikinu segir Ólaf hafa bakkað á Hermann. 9.2.2009 12:59 Von á bráðabirgðaniðurstöðum krufningar í dag Vonast er til að bráðabirgðaniðurstöður krufningar í tengslum við andlát konu sem fannst í dúfnakofa í Hafnarfirði fyrir helgi liggi fyrir síðdegis. Sambýlismaður konunnar var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hann hefð átt aðild að láti hennar. 9.2.2009 12:49 IKEA endurgreiðir alla dúnvöru IKEA í Svíþjóð hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum um allan heim að skila dúnvörum sem þeir hafa keypt í búðum keðjunnar gegn endurgreiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá IKEA í Svíþjóð. Þar segir að fyrirtækið geti ekki lengur fullyrt að dúnn í vörum þeirra sé ekki af lifandi fuglum. 9.2.2009 12:47 Lögreglumenn: Metnaðarleysi fjárveitingarvaldsins Landsamband lögreglumanna segir það lýsa metnaðarleysi fjárveitingarvaldsins gagnvart lögreglunni, að ekki séu til brynvarðar bifreiðar eins og til stóð að fá lánaðar frá dönsku lögreglunni vegna óeirða við opinberar byggingar á dögunum. 9.2.2009 12:32 Þrjú frumvörp um Seðlabanka lögð fram Svo gæri farið að forsætisráðherra verði undir í atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag, þegar ákveðið verður í hvaða nefnd frumvarp hennar um Seðlabankann verður sent. Greidd verða atkvæði um tvö frumvörp um Seðlabanka Íslands á Alþingi í dag, að lokinni fyrstu umræðu um þau. Annars vegar er frumvarp forsætisráðherra og hins vegar frumvarp þriggja þingmanna Frjálslynda flokksins. 9.2.2009 12:27 Davíð á Landspítalanum Ekkert hefur sést til Davíðs Oddssonar við Seðlabankann í morgun. Fréttamaður fréttastofu sá hinsvegar til Davíðs þar sem hann ók bíl sínum að Landspítalanum við Hringbraut. 9.2.2009 11:58 Ólafur Ragnar og Dorrit rífast í blaðaviðtali Forsetafrúin Dorrit Moussiaeff segist hafa varað við efnahagshruninu á Íslandi lengi vel í viðtali við glanstímaritið Condé Nast Portfolio. 9.2.2009 11:57 Innbrot í Rauða húsið Brotist var inn í veitingastaðinn Rauða húsið á Eyrarbakka aðfaranótt laugardags. Þaðan var stolið sjóðvél og skjávarpa. Hluti þýfisins fannst í sandnámu vestan við Eyrarbakka. 9.2.2009 11:00 Díselolía lækkar Vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á dieselolíu síðustu daga hefur Bensínorkan ákveðið að lækka verð á Orkustöðvunum um 5 krónur. Almennt verð á diesel verður eftir breytingu 159,1 króna. 9.2.2009 10:26 Hagfræðingur Seðlabankans hyggst kæra mótmælanda „Hann var að lemja bílinn með hnefa og kylfu," segir hagfræðingurinn Ólafur Klemensson, en mótmælandi lamdi í bílinn hans og dældaði að sögn Ólafs þegar hann var á leið til vinnu í Seðlabankanum í morgun. Aðspurður segist Ólafur ætla að kæra mótmælandann fyrir að hafa unnið skemmdarverk á grárri Nissan bifreið sem hann ekur um á. 9.2.2009 09:48 Segir starfsemi Seðlabankans ganga sinn vanagang Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri hjá Seðlabankanum segir starfsemi bankans ganga sinn vanagang. Um hundrað mótmælendur haf nú tekið sér stöðu við bílageymslu bankans sem og aðalinngang. Stefán segist ekki geta tjáð sig um það hvort Davíð Oddsson sé mættur til vinnu en mótmælendur vilja Davíð úr Seðlabankanum. 9.2.2009 09:46 Um hundrað mótmæla Seðlabankastjórum - myndir Um það bil hundrað manns eru nú að mótmæla fyrir utan Seðlabanka Íslands vopnuð búsáhöldum. Það var Hörður Torfason, forsprakki Radda Fólksins, sem boðaði mótmælin á Laugardaginn. 9.2.2009 09:05 Allt að 50.000 unglingar í klíkum Allt að 50.000 breskir unglingar tilheyra einhvers konar glæpagengjum og -klíkum. Þetta kemur fram í skýrslu breskra félagsmálayfirvalda sem krefjast aðgerða yfirvalda þegar í stað til þess að stemma stigu við þróuninni. 9.2.2009 08:09 Segir bónusa ekki vera til að verðlauna feigðarflan Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, hvetur banka landsins til að hætta þegar í stað að greiða stjórnendum sínum ofurbónusa og svimandi há laun fyrir að sigla fjármálakerfinu í strand. 9.2.2009 07:33 Jacqui Smith hlaut húsnæðisstyrk á vafasömum forsendum Breski innanríkisráðherrann Jacqui Smith hefur viðurkennt að hafa skráð lögheimili sitt heima hjá systur sinni í London í þeim tilgangi að hljóta styrki úr ríkissjóði vegna reksturs annars heimilis utan London en hún býr með fjölskyldu sinni í Redditch. 9.2.2009 07:23 Minnst 130 látnir í kjarreldum Nú er talið að minnst 130 manns séu látnir af völdum kjarrelda sem geisað hafa í Ástralíu síðustu daga, einkum við suðausturströndina. 9.2.2009 07:17 Að minnsta kosti 13 skip við gulldepluveiðar Fjölveiðiskipin eru aftur byrjuð gulldepluveiðar suður af landinu eftir brælu í gær. Að minnsta kosti þrettán skip eru nú á Grindavíkurdýpi og fara brátt að berast aflatölur. 9.2.2009 07:15 Lyfjuræningi grunaður um fleiri en eitt rán Maðurinn, sem var handtekinn síðdegis í gær eftir að hafa framið vopnað rán í Lyfju við Lágmúla í Reykjavík með því að hóta starfsfólkinu með öxi, er enn í gæslu lögreglu, grunaður um að hafa sitthvað fleira misjafnt á samviskunni. 9.2.2009 07:12 Brotist inn í dýraspítalann í Víðidal Brotist var inn í dýraspítalann í Víðidal um klukkan fjögur í nótt og þaðan stolið ýmsum lyfjum. Annað var látið eiga sig. 9.2.2009 07:10 Höfuðborgarbúar í víking til Selfoss Tvívegis kom til átaka á Hótel Selfossi í gærkvöldi og í nótt, þar sem starfslið af tveimur veitingahúsum af höfuðborgarsvæðinu héldu sameiginlega árshátíð. 9.2.2009 07:07 Hyggjast varna Davíð inngöngu í Seðlabankann Mótmæli við Seðlabankann hófust núna klukkan átta og eru um þrjátíu mótmælendur á staðnum enn sem komið er. Segjast þeir stefna að því að varna Davíð Oddssyni seðlabankastjóra inngöngu í bankann. 9.2.2009 07:06 Bankastjórar víkja með nýjum lögum Ólíklegt er talið að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra víki seðlabankastjórunum Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni úr starfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa báðir ákveðið að sitja áfram í Seðlabankanum þrátt fyrir tilmæli forsætisráðherra um hið gagnstæða. Líklegasta niðurstaða málsins, samkvæmt heimildum, er að þeir sitji fram að þeim tíma að ný lög um bankann taki gildi. Óljóst er hvenær það verður. 9.2.2009 06:00 Lúðvík var ekki inni í myndinni Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafnar því að fjármál Lúðvíks Bergvinssonar, formanns þingflokks Samfylkingarinnar, hafi komið í veg fyrir að hann fengi úthlutað embætti dóms- og kirkjumálaráðherra í ríkisstjórn undir hennar forsæti. Þetta var fullyrt í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 9.2.2009 06:00 Milljarðar í ónýttum lögnum í mannlausum hverfum Orkuveita Reykjavíkur hefur fjárfest fyrir um 2,6 milljarða króna í lögnum í hverfum sem fáir eða engir búa í. Þetta telst vannýtt, eða ónýtt, fjárfesting, þar sem litlar sem engar tekjur skila sér á móti. Þetta þykir dæmi um þá efnahagslægð sem þjóðin er í, en ekki síst um það skipulagsleysi sem ríkt hafi á höfuðborgarsvæðinu. 9.2.2009 05:30 Setja milljarða í bankakerfið Norska ríkisstjórnin samþykkti í gær að leggja fram frumvarp um stofnun sjóðs sem í verði eitt hundrað milljarðar norskra króna, jafnvirði 1.700 milljarða íslenskra króna. Fjármunirnir verða nýttir til að hleypa nýju blóði í norskt efnahagslíf. 9.2.2009 04:30 Mun ekki skila Gólanhæðum Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudflokksins sem flest bendir til að vinni þingkosningarnar sem fram fara í Ísrael í vikunni, lýsti því yfir í gær að ríkisstjórn undir sinni forystu myndi ekki taka í mál að skila Sýrlandi Gólanhæðum til að liðka fyrir friðarsamningum. Ísraelar hafa haldið hæðunum hernumdum síðan í stríðinu 1967. 9.2.2009 04:00 Gálgafrestur frystra myntlána Talsmenn helstu fjármögnunarfyrirtækja, sem hafa lánað til bílakaupa síðustu ár, segjast enn ekki hafa þurft að taka marga bíla aftur af skuldurum í vandræðum. Verst stöddu skuldunautarnir hafi kosið að frysta lán sín um tíma. 9.2.2009 04:00 Málamiðlun í öldungadeild Barack Obama Bandaríkjaforseti gerir sér vonir um að Bandaríkjaþing afgreiði á morgun, þriðjudag, tillögur sínar að aðgerðum gegn efnahagskreppunni vestra. Flokksbræður hans í öldungadeildinni náðu málamiðlun við kollega sína úr röðum repúblikana um að samþykkja áætlunina með vissum breytingum. 9.2.2009 03:30 Frumvarp lagt fram fljótlega Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sett á fót ráðgjafarhóp til að vinna tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, mun leiða ráðgjafarhópinn, sem undirbýr frumvarp til stjórnarskipunarlaga sem lagt verður fram á Alþingi á næstu vikum. Aðrir í hópnum eru Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, og Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. 9.2.2009 03:15 Eigum ekki annarra kosta völ „Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er lögþvingaður. Honum verður ekki breytt nema fjárlög verði tekin upp á ný. Þetta er ekki ljúft verk en við eigum ekki annarra kosta völ en að draga saman seglin,“ segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. 9.2.2009 03:00 15.000 óbreyttir Tamílar á flótta Fleiri en fimmtán þúsund óbreyttir borgarar á átakasvæði stjórnarhersins og Tamílatígranna nyrst á Srí Lanka hafa lagst á flótta undanfarna daga, að því er talsmaður stjórnvalda í höfuðborginni Colombo greindi frá. 9.2.2009 02:00 Afstaða Davíðs olli Jóhönnu vonbrigðum Brýnt er að frumvarp það sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi um endurskipulagningu á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands fái eins skjóta afgreiðslu og unnt er, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér vegna bréfs sem hún fékk frá Davíð 8.2.2009 22:41 Segir seðlabankastjóra ekki hugsa um hag þjóðarinnar Viðbrögð Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra við óskum forsætisráðherra um að hann víki úr bankanum eru afar slæm að mati Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. 8.2.2009 20:35 Davíð neitar að hætta Davíð Oddsson formaður bankastjórnar Seðlabankans ætlar ekki að láta af störfum í bankanum eins og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur farið fram á. Davíð skýrði frá þessu í bréfi til forsætisráðherra sem birt var á vef Seðlabankans rétt í þessu. 8.2.2009 17:12 Björn tekur undir orð Davíðs Björn Bjarnason tekur undir gagnrýni Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á bréf sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi seðlabankastjórunum. 8.2.2009 22:24 Persónuleg fjármál voru ekki það sem hindraði Lúðvík Það var lög áhersla á að fá utanaðkomandi fagaðila til þess að gegna embætti ráðherra bankamála og dómsmálaráðherra frá upphafi stjórnarmyndunarviðræðna 8.2.2009 19:27 Ásta Möller gefur kost á sér í 3. sæti Ásta Möller, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Í Reykjavík sem haldið verður 14. mars næstkomandi vegna Alþingiskosninga á vordögum. 8.2.2009 19:52 Minnst sjö þingmenn draga sig í hlé Sjö af sitjandi þingmönnum hyggjast draga sig í hlé kosningunum í vor. Fleiri gætu bæst í hóp þeirra á næstunni. 8.2.2009 18:58 Tugir hafa brunnið lifandi í kjarreldunum Tugir manna hafa brunnið lifandi í bílum sínum þegar þeir reyndu að flýja kjarreldana í Ástralíu. Um eitthundrað manns hafa farist um helgina og heilu þorpin hafa fuðrað upp á nokkrum mínútum. 8.2.2009 18:43 Sjá næstu 50 fréttir
Seðlabankafrumvarp fer í viðskiptanefnd Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur dregið frumvarp sitt um breytingar á lögum um Seðlabankann til baka. Tvö frumvörp komu fram sem voru samhljóða utan þess að frumvarp Jóhönnu gerði ráð fyrir því að málið færi fyrir efnahags- og skattanefnd en frumvarp þriggja þingmanna Frjálslynda flokksins gerir ráð fyrir að málið fari fyrir viðskiptanefnd. 9.2.2009 15:44
Skráir sig í Frjálslynda flokkinn - og á atvinnuleysisbætur Vörubílstjórinn Sturla Jónsson, sem fór fremstur í flokki vörubílstjóra sem mótmæltu háu bensínverði síðasta sumar, er búinn að missa öll vinnutækin sín, auk þess sem hann skráði sig í Frjálslynda flokkinn og hyggur þar á pólitískan frama. Flokkurinn er þó ekki það eina sem hann er búinn að skrá sig í - Sturla er líka búinn að skrá sig á atvinnuleysisbætur. Sturla ekki á sjö daganna 9.2.2009 15:34
Loðnutorfan ekki nógu stór Loðnan sem fannst út af Ingólfshöfða gefur því miður ekki tilefni til að gefa út loðnukvóta. Þetta segir Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni. 9.2.2009 15:21
Bréf Eiríks og Ingimundar birt Seðlabankinn hefur nú birt svarbréf þeirra Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar til Jóhönnu Sigurðardóttur, en svarbréf Davíðs Oddonar hefur þegar verið birt eins og flestir vita. Í bréfunum eru bankastjórarnir að svara tilmælum forsætisráherra um að þeir láti sjálfviljugir af störfum. Þeir Eiríkur og Davíð hyggjast ekki verða við þeirri bón en Ingimundur ætlar sér að hætta. 9.2.2009 14:42
Fundu gríðarstóra loðnutorfu við Ingólfshöfða Áhöfnin á Lundey NS sigldi nú undir morguninn fram á gríðarstóra loðnutorfu suður af Ingólfshöfða. Torfan var 14 mílna löng, um 600 til 1000 metra breið og þykkt hennar var um 10 til 30 faðmar. 9.2.2009 14:25
Össur tekur við Stoltenberg skýrslunni Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag, fyrir hönd norrænna starfsbræðra sinna, við skýrslu Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs, um norrænt samstarf í utanríkis- og öryggismálum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að skýrslan hafi verið kynnt á fundi fundi norrænu utanríkisráðherrana sem haldinn var í Ósló í dag. 9.2.2009 14:22
Mótmælandinn búinn að kæra hagfræðinginn Hermann Valsson mótmælandi hefur kært Ólaf Klemensson hagfræðing hjá Seðlabankanum fyrir árás. Hermann segir Ólaf hafa bakkað á sig í morgun fyrir utan bankann en Ólafur hefur kært Hermann fyrir að skemma bíl sinn. Vitni að atvikinu segir Ólaf hafa bakkað á Hermann. 9.2.2009 12:59
Von á bráðabirgðaniðurstöðum krufningar í dag Vonast er til að bráðabirgðaniðurstöður krufningar í tengslum við andlát konu sem fannst í dúfnakofa í Hafnarfirði fyrir helgi liggi fyrir síðdegis. Sambýlismaður konunnar var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hann hefð átt aðild að láti hennar. 9.2.2009 12:49
IKEA endurgreiðir alla dúnvöru IKEA í Svíþjóð hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum um allan heim að skila dúnvörum sem þeir hafa keypt í búðum keðjunnar gegn endurgreiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá IKEA í Svíþjóð. Þar segir að fyrirtækið geti ekki lengur fullyrt að dúnn í vörum þeirra sé ekki af lifandi fuglum. 9.2.2009 12:47
Lögreglumenn: Metnaðarleysi fjárveitingarvaldsins Landsamband lögreglumanna segir það lýsa metnaðarleysi fjárveitingarvaldsins gagnvart lögreglunni, að ekki séu til brynvarðar bifreiðar eins og til stóð að fá lánaðar frá dönsku lögreglunni vegna óeirða við opinberar byggingar á dögunum. 9.2.2009 12:32
Þrjú frumvörp um Seðlabanka lögð fram Svo gæri farið að forsætisráðherra verði undir í atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag, þegar ákveðið verður í hvaða nefnd frumvarp hennar um Seðlabankann verður sent. Greidd verða atkvæði um tvö frumvörp um Seðlabanka Íslands á Alþingi í dag, að lokinni fyrstu umræðu um þau. Annars vegar er frumvarp forsætisráðherra og hins vegar frumvarp þriggja þingmanna Frjálslynda flokksins. 9.2.2009 12:27
Davíð á Landspítalanum Ekkert hefur sést til Davíðs Oddssonar við Seðlabankann í morgun. Fréttamaður fréttastofu sá hinsvegar til Davíðs þar sem hann ók bíl sínum að Landspítalanum við Hringbraut. 9.2.2009 11:58
Ólafur Ragnar og Dorrit rífast í blaðaviðtali Forsetafrúin Dorrit Moussiaeff segist hafa varað við efnahagshruninu á Íslandi lengi vel í viðtali við glanstímaritið Condé Nast Portfolio. 9.2.2009 11:57
Innbrot í Rauða húsið Brotist var inn í veitingastaðinn Rauða húsið á Eyrarbakka aðfaranótt laugardags. Þaðan var stolið sjóðvél og skjávarpa. Hluti þýfisins fannst í sandnámu vestan við Eyrarbakka. 9.2.2009 11:00
Díselolía lækkar Vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á dieselolíu síðustu daga hefur Bensínorkan ákveðið að lækka verð á Orkustöðvunum um 5 krónur. Almennt verð á diesel verður eftir breytingu 159,1 króna. 9.2.2009 10:26
Hagfræðingur Seðlabankans hyggst kæra mótmælanda „Hann var að lemja bílinn með hnefa og kylfu," segir hagfræðingurinn Ólafur Klemensson, en mótmælandi lamdi í bílinn hans og dældaði að sögn Ólafs þegar hann var á leið til vinnu í Seðlabankanum í morgun. Aðspurður segist Ólafur ætla að kæra mótmælandann fyrir að hafa unnið skemmdarverk á grárri Nissan bifreið sem hann ekur um á. 9.2.2009 09:48
Segir starfsemi Seðlabankans ganga sinn vanagang Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri hjá Seðlabankanum segir starfsemi bankans ganga sinn vanagang. Um hundrað mótmælendur haf nú tekið sér stöðu við bílageymslu bankans sem og aðalinngang. Stefán segist ekki geta tjáð sig um það hvort Davíð Oddsson sé mættur til vinnu en mótmælendur vilja Davíð úr Seðlabankanum. 9.2.2009 09:46
Um hundrað mótmæla Seðlabankastjórum - myndir Um það bil hundrað manns eru nú að mótmæla fyrir utan Seðlabanka Íslands vopnuð búsáhöldum. Það var Hörður Torfason, forsprakki Radda Fólksins, sem boðaði mótmælin á Laugardaginn. 9.2.2009 09:05
Allt að 50.000 unglingar í klíkum Allt að 50.000 breskir unglingar tilheyra einhvers konar glæpagengjum og -klíkum. Þetta kemur fram í skýrslu breskra félagsmálayfirvalda sem krefjast aðgerða yfirvalda þegar í stað til þess að stemma stigu við þróuninni. 9.2.2009 08:09
Segir bónusa ekki vera til að verðlauna feigðarflan Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, hvetur banka landsins til að hætta þegar í stað að greiða stjórnendum sínum ofurbónusa og svimandi há laun fyrir að sigla fjármálakerfinu í strand. 9.2.2009 07:33
Jacqui Smith hlaut húsnæðisstyrk á vafasömum forsendum Breski innanríkisráðherrann Jacqui Smith hefur viðurkennt að hafa skráð lögheimili sitt heima hjá systur sinni í London í þeim tilgangi að hljóta styrki úr ríkissjóði vegna reksturs annars heimilis utan London en hún býr með fjölskyldu sinni í Redditch. 9.2.2009 07:23
Minnst 130 látnir í kjarreldum Nú er talið að minnst 130 manns séu látnir af völdum kjarrelda sem geisað hafa í Ástralíu síðustu daga, einkum við suðausturströndina. 9.2.2009 07:17
Að minnsta kosti 13 skip við gulldepluveiðar Fjölveiðiskipin eru aftur byrjuð gulldepluveiðar suður af landinu eftir brælu í gær. Að minnsta kosti þrettán skip eru nú á Grindavíkurdýpi og fara brátt að berast aflatölur. 9.2.2009 07:15
Lyfjuræningi grunaður um fleiri en eitt rán Maðurinn, sem var handtekinn síðdegis í gær eftir að hafa framið vopnað rán í Lyfju við Lágmúla í Reykjavík með því að hóta starfsfólkinu með öxi, er enn í gæslu lögreglu, grunaður um að hafa sitthvað fleira misjafnt á samviskunni. 9.2.2009 07:12
Brotist inn í dýraspítalann í Víðidal Brotist var inn í dýraspítalann í Víðidal um klukkan fjögur í nótt og þaðan stolið ýmsum lyfjum. Annað var látið eiga sig. 9.2.2009 07:10
Höfuðborgarbúar í víking til Selfoss Tvívegis kom til átaka á Hótel Selfossi í gærkvöldi og í nótt, þar sem starfslið af tveimur veitingahúsum af höfuðborgarsvæðinu héldu sameiginlega árshátíð. 9.2.2009 07:07
Hyggjast varna Davíð inngöngu í Seðlabankann Mótmæli við Seðlabankann hófust núna klukkan átta og eru um þrjátíu mótmælendur á staðnum enn sem komið er. Segjast þeir stefna að því að varna Davíð Oddssyni seðlabankastjóra inngöngu í bankann. 9.2.2009 07:06
Bankastjórar víkja með nýjum lögum Ólíklegt er talið að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra víki seðlabankastjórunum Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni úr starfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa báðir ákveðið að sitja áfram í Seðlabankanum þrátt fyrir tilmæli forsætisráðherra um hið gagnstæða. Líklegasta niðurstaða málsins, samkvæmt heimildum, er að þeir sitji fram að þeim tíma að ný lög um bankann taki gildi. Óljóst er hvenær það verður. 9.2.2009 06:00
Lúðvík var ekki inni í myndinni Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafnar því að fjármál Lúðvíks Bergvinssonar, formanns þingflokks Samfylkingarinnar, hafi komið í veg fyrir að hann fengi úthlutað embætti dóms- og kirkjumálaráðherra í ríkisstjórn undir hennar forsæti. Þetta var fullyrt í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 9.2.2009 06:00
Milljarðar í ónýttum lögnum í mannlausum hverfum Orkuveita Reykjavíkur hefur fjárfest fyrir um 2,6 milljarða króna í lögnum í hverfum sem fáir eða engir búa í. Þetta telst vannýtt, eða ónýtt, fjárfesting, þar sem litlar sem engar tekjur skila sér á móti. Þetta þykir dæmi um þá efnahagslægð sem þjóðin er í, en ekki síst um það skipulagsleysi sem ríkt hafi á höfuðborgarsvæðinu. 9.2.2009 05:30
Setja milljarða í bankakerfið Norska ríkisstjórnin samþykkti í gær að leggja fram frumvarp um stofnun sjóðs sem í verði eitt hundrað milljarðar norskra króna, jafnvirði 1.700 milljarða íslenskra króna. Fjármunirnir verða nýttir til að hleypa nýju blóði í norskt efnahagslíf. 9.2.2009 04:30
Mun ekki skila Gólanhæðum Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudflokksins sem flest bendir til að vinni þingkosningarnar sem fram fara í Ísrael í vikunni, lýsti því yfir í gær að ríkisstjórn undir sinni forystu myndi ekki taka í mál að skila Sýrlandi Gólanhæðum til að liðka fyrir friðarsamningum. Ísraelar hafa haldið hæðunum hernumdum síðan í stríðinu 1967. 9.2.2009 04:00
Gálgafrestur frystra myntlána Talsmenn helstu fjármögnunarfyrirtækja, sem hafa lánað til bílakaupa síðustu ár, segjast enn ekki hafa þurft að taka marga bíla aftur af skuldurum í vandræðum. Verst stöddu skuldunautarnir hafi kosið að frysta lán sín um tíma. 9.2.2009 04:00
Málamiðlun í öldungadeild Barack Obama Bandaríkjaforseti gerir sér vonir um að Bandaríkjaþing afgreiði á morgun, þriðjudag, tillögur sínar að aðgerðum gegn efnahagskreppunni vestra. Flokksbræður hans í öldungadeildinni náðu málamiðlun við kollega sína úr röðum repúblikana um að samþykkja áætlunina með vissum breytingum. 9.2.2009 03:30
Frumvarp lagt fram fljótlega Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur sett á fót ráðgjafarhóp til að vinna tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, mun leiða ráðgjafarhópinn, sem undirbýr frumvarp til stjórnarskipunarlaga sem lagt verður fram á Alþingi á næstu vikum. Aðrir í hópnum eru Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, og Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. 9.2.2009 03:15
Eigum ekki annarra kosta völ „Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er lögþvingaður. Honum verður ekki breytt nema fjárlög verði tekin upp á ný. Þetta er ekki ljúft verk en við eigum ekki annarra kosta völ en að draga saman seglin,“ segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. 9.2.2009 03:00
15.000 óbreyttir Tamílar á flótta Fleiri en fimmtán þúsund óbreyttir borgarar á átakasvæði stjórnarhersins og Tamílatígranna nyrst á Srí Lanka hafa lagst á flótta undanfarna daga, að því er talsmaður stjórnvalda í höfuðborginni Colombo greindi frá. 9.2.2009 02:00
Afstaða Davíðs olli Jóhönnu vonbrigðum Brýnt er að frumvarp það sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi um endurskipulagningu á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands fái eins skjóta afgreiðslu og unnt er, segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér vegna bréfs sem hún fékk frá Davíð 8.2.2009 22:41
Segir seðlabankastjóra ekki hugsa um hag þjóðarinnar Viðbrögð Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra við óskum forsætisráðherra um að hann víki úr bankanum eru afar slæm að mati Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. 8.2.2009 20:35
Davíð neitar að hætta Davíð Oddsson formaður bankastjórnar Seðlabankans ætlar ekki að láta af störfum í bankanum eins og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur farið fram á. Davíð skýrði frá þessu í bréfi til forsætisráðherra sem birt var á vef Seðlabankans rétt í þessu. 8.2.2009 17:12
Björn tekur undir orð Davíðs Björn Bjarnason tekur undir gagnrýni Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á bréf sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi seðlabankastjórunum. 8.2.2009 22:24
Persónuleg fjármál voru ekki það sem hindraði Lúðvík Það var lög áhersla á að fá utanaðkomandi fagaðila til þess að gegna embætti ráðherra bankamála og dómsmálaráðherra frá upphafi stjórnarmyndunarviðræðna 8.2.2009 19:27
Ásta Möller gefur kost á sér í 3. sæti Ásta Möller, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Í Reykjavík sem haldið verður 14. mars næstkomandi vegna Alþingiskosninga á vordögum. 8.2.2009 19:52
Minnst sjö þingmenn draga sig í hlé Sjö af sitjandi þingmönnum hyggjast draga sig í hlé kosningunum í vor. Fleiri gætu bæst í hóp þeirra á næstunni. 8.2.2009 18:58
Tugir hafa brunnið lifandi í kjarreldunum Tugir manna hafa brunnið lifandi í bílum sínum þegar þeir reyndu að flýja kjarreldana í Ástralíu. Um eitthundrað manns hafa farist um helgina og heilu þorpin hafa fuðrað upp á nokkrum mínútum. 8.2.2009 18:43