Bankastjórar víkja með nýjum lögum 9. febrúar 2009 06:00 Ólíklegt er talið að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra víki seðlabankastjórunum Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni úr starfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa báðir ákveðið að sitja áfram í Seðlabankanum þrátt fyrir tilmæli forsætisráðherra um hið gagnstæða. Líklegasta niðurstaða málsins, samkvæmt heimildum, er að þeir sitji fram að þeim tíma að ný lög um bankann taki gildi. Óljóst er hvenær það verður. Davíð Oddsson svaraði ósk forsætisráðherra um afsögn úr starfi bankastjóra í gær. Hann segist aldrei hafa „hlaupist frá neinu verki" sem hann hefur tekið að sér og ætlar því að sitja áfram. Í yfirlýsingu frá Jóhönnu í gærkvöldi segir að afstaða Davíðs séu vonbrigði. Hann sé greinilega ósammála því mati ríkisstjórnarinnar að mannabreytingar séu nauðsynlegar til að vekja traust á störfum bankans. Það sé á hans ábyrgð, eins og segir í tilkynningu. Hún mun ekki bregðast við einstökum efnisatriðum úr bréfi Davíðs. Hún muni vinna að framgangi þess mikilvæga verkefnis að skapa frið um helstu stofnanir samfélagsins. Davíð skýtur föstum skotum að Jóhönnu í svarbréfinu. Hann segir að upphafleg ósk hennar sem send var bréfleiðis „með lítt dulbúnum hótunum" einsdæmi hér á landi, og líklega um allan hinn vestræna heim. „Lög sem eiga að tryggja sjálfstæði seðlabanka og forða pólitískri aðför að seðlabankastjórninni hafa nú verið þverbrotin. Ábyrgð ráðherrans er því mikil." Davíð fer mikinn og víða í bréfinu. Hann gagnrýnir það hart að Baldur Guðlaugsson starfi ekki lengur sem ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Hann segir frumvarp að lögum um Seðlabankann, sem fer til afgreiðslu efnahags- og skattanefndar í dag, vera hrákasmíð og verði aldrei samþykkt óbreytt. Hann segir jafnframt að það hafi verið stjórnsýsluleg afglöp þegar forstjóra og stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) var gert að fara. FME hafi verið stjórnlaust á viðkvæmasta tíma. „Af því hefur hlotist verulegur skaði", segir Davíð. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hafnar þessari fullyrðingu. „Stofnunin var með starfandi forstjóra sem er öllum hnútum kunnugur." svavar@frettabladid.is, bjorn@frettabladid.is Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Ólíklegt er talið að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra víki seðlabankastjórunum Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni úr starfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa báðir ákveðið að sitja áfram í Seðlabankanum þrátt fyrir tilmæli forsætisráðherra um hið gagnstæða. Líklegasta niðurstaða málsins, samkvæmt heimildum, er að þeir sitji fram að þeim tíma að ný lög um bankann taki gildi. Óljóst er hvenær það verður. Davíð Oddsson svaraði ósk forsætisráðherra um afsögn úr starfi bankastjóra í gær. Hann segist aldrei hafa „hlaupist frá neinu verki" sem hann hefur tekið að sér og ætlar því að sitja áfram. Í yfirlýsingu frá Jóhönnu í gærkvöldi segir að afstaða Davíðs séu vonbrigði. Hann sé greinilega ósammála því mati ríkisstjórnarinnar að mannabreytingar séu nauðsynlegar til að vekja traust á störfum bankans. Það sé á hans ábyrgð, eins og segir í tilkynningu. Hún mun ekki bregðast við einstökum efnisatriðum úr bréfi Davíðs. Hún muni vinna að framgangi þess mikilvæga verkefnis að skapa frið um helstu stofnanir samfélagsins. Davíð skýtur föstum skotum að Jóhönnu í svarbréfinu. Hann segir að upphafleg ósk hennar sem send var bréfleiðis „með lítt dulbúnum hótunum" einsdæmi hér á landi, og líklega um allan hinn vestræna heim. „Lög sem eiga að tryggja sjálfstæði seðlabanka og forða pólitískri aðför að seðlabankastjórninni hafa nú verið þverbrotin. Ábyrgð ráðherrans er því mikil." Davíð fer mikinn og víða í bréfinu. Hann gagnrýnir það hart að Baldur Guðlaugsson starfi ekki lengur sem ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Hann segir frumvarp að lögum um Seðlabankann, sem fer til afgreiðslu efnahags- og skattanefndar í dag, vera hrákasmíð og verði aldrei samþykkt óbreytt. Hann segir jafnframt að það hafi verið stjórnsýsluleg afglöp þegar forstjóra og stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) var gert að fara. FME hafi verið stjórnlaust á viðkvæmasta tíma. „Af því hefur hlotist verulegur skaði", segir Davíð. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hafnar þessari fullyrðingu. „Stofnunin var með starfandi forstjóra sem er öllum hnútum kunnugur." svavar@frettabladid.is, bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira