Bankastjórar víkja með nýjum lögum 9. febrúar 2009 06:00 Ólíklegt er talið að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra víki seðlabankastjórunum Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni úr starfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa báðir ákveðið að sitja áfram í Seðlabankanum þrátt fyrir tilmæli forsætisráðherra um hið gagnstæða. Líklegasta niðurstaða málsins, samkvæmt heimildum, er að þeir sitji fram að þeim tíma að ný lög um bankann taki gildi. Óljóst er hvenær það verður. Davíð Oddsson svaraði ósk forsætisráðherra um afsögn úr starfi bankastjóra í gær. Hann segist aldrei hafa „hlaupist frá neinu verki" sem hann hefur tekið að sér og ætlar því að sitja áfram. Í yfirlýsingu frá Jóhönnu í gærkvöldi segir að afstaða Davíðs séu vonbrigði. Hann sé greinilega ósammála því mati ríkisstjórnarinnar að mannabreytingar séu nauðsynlegar til að vekja traust á störfum bankans. Það sé á hans ábyrgð, eins og segir í tilkynningu. Hún mun ekki bregðast við einstökum efnisatriðum úr bréfi Davíðs. Hún muni vinna að framgangi þess mikilvæga verkefnis að skapa frið um helstu stofnanir samfélagsins. Davíð skýtur föstum skotum að Jóhönnu í svarbréfinu. Hann segir að upphafleg ósk hennar sem send var bréfleiðis „með lítt dulbúnum hótunum" einsdæmi hér á landi, og líklega um allan hinn vestræna heim. „Lög sem eiga að tryggja sjálfstæði seðlabanka og forða pólitískri aðför að seðlabankastjórninni hafa nú verið þverbrotin. Ábyrgð ráðherrans er því mikil." Davíð fer mikinn og víða í bréfinu. Hann gagnrýnir það hart að Baldur Guðlaugsson starfi ekki lengur sem ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Hann segir frumvarp að lögum um Seðlabankann, sem fer til afgreiðslu efnahags- og skattanefndar í dag, vera hrákasmíð og verði aldrei samþykkt óbreytt. Hann segir jafnframt að það hafi verið stjórnsýsluleg afglöp þegar forstjóra og stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) var gert að fara. FME hafi verið stjórnlaust á viðkvæmasta tíma. „Af því hefur hlotist verulegur skaði", segir Davíð. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hafnar þessari fullyrðingu. „Stofnunin var með starfandi forstjóra sem er öllum hnútum kunnugur." svavar@frettabladid.is, bjorn@frettabladid.is Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Ólíklegt er talið að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra víki seðlabankastjórunum Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni úr starfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa báðir ákveðið að sitja áfram í Seðlabankanum þrátt fyrir tilmæli forsætisráðherra um hið gagnstæða. Líklegasta niðurstaða málsins, samkvæmt heimildum, er að þeir sitji fram að þeim tíma að ný lög um bankann taki gildi. Óljóst er hvenær það verður. Davíð Oddsson svaraði ósk forsætisráðherra um afsögn úr starfi bankastjóra í gær. Hann segist aldrei hafa „hlaupist frá neinu verki" sem hann hefur tekið að sér og ætlar því að sitja áfram. Í yfirlýsingu frá Jóhönnu í gærkvöldi segir að afstaða Davíðs séu vonbrigði. Hann sé greinilega ósammála því mati ríkisstjórnarinnar að mannabreytingar séu nauðsynlegar til að vekja traust á störfum bankans. Það sé á hans ábyrgð, eins og segir í tilkynningu. Hún mun ekki bregðast við einstökum efnisatriðum úr bréfi Davíðs. Hún muni vinna að framgangi þess mikilvæga verkefnis að skapa frið um helstu stofnanir samfélagsins. Davíð skýtur föstum skotum að Jóhönnu í svarbréfinu. Hann segir að upphafleg ósk hennar sem send var bréfleiðis „með lítt dulbúnum hótunum" einsdæmi hér á landi, og líklega um allan hinn vestræna heim. „Lög sem eiga að tryggja sjálfstæði seðlabanka og forða pólitískri aðför að seðlabankastjórninni hafa nú verið þverbrotin. Ábyrgð ráðherrans er því mikil." Davíð fer mikinn og víða í bréfinu. Hann gagnrýnir það hart að Baldur Guðlaugsson starfi ekki lengur sem ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Hann segir frumvarp að lögum um Seðlabankann, sem fer til afgreiðslu efnahags- og skattanefndar í dag, vera hrákasmíð og verði aldrei samþykkt óbreytt. Hann segir jafnframt að það hafi verið stjórnsýsluleg afglöp þegar forstjóra og stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) var gert að fara. FME hafi verið stjórnlaust á viðkvæmasta tíma. „Af því hefur hlotist verulegur skaði", segir Davíð. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hafnar þessari fullyrðingu. „Stofnunin var með starfandi forstjóra sem er öllum hnútum kunnugur." svavar@frettabladid.is, bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira