Fleiri fréttir REI málið var mistök „Ég get svo sem ekkert litið á þetta REI mál annað en sem stórkostleg mistök. Hvort sem er af minni hálfu eða annarra," sagði Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, í Kastljósi í kvöld. 5.1.2009 23:04 SI mótmæla hækkun á raforku „Það er óskiljanlegt að opinbert fyrirtæki eins og RARIK hækki gjaldskrá sína um 15%“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins á vefsíðu samtakanna. Hann mótmælir harðlega hækkunum á verði fyrir dreifingu og flutning á raforku nú um áramótin. 5.1.2009 20:32 Virkja þarf í Krýsuvík og Eldvörpum fyrir Helguvík Nýjar virkjanir þarf bæði í Krýsuvík og Eldvörpum vegna álvers í Helguvík og efast er um að sú fullyrðing iðnaðarráðherra standist að ekki þurfi einnig Þjórsárvirkjanir til að fullnægja orkuþörf álversins. 5.1.2009 19:00 Vinnu við byggingu Tónlistarhúss frestað Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka voru sendir heim frá vinnu sinni við Tónlistarhúsið í dag. ÍAV hafa ekki fengið greitt fyrir vinnu sína við húsið í þrjá mánuði. 5.1.2009 16:49 Skorið niður í vegagerð Sundabraut, Norðfjarðargöng og brú á Hornfjarðafljót eru meðal verkefna sem stefnir í að verði skorin niður. Þá bíða menn spenntir að sjá hvort eitt margsviknasta kosningaloforð þingmanna, Suðurstrandarvegur, lendi enn undir niðurskurðarhnífnum. 5.1.2009 19:25 Fjórtán börn dóu á Gaza í dag Fjórtán börn hafa fallið í árásum Ísraela á Gaza-svæðið í dag. Ísraelar hafna hugmyndum um vopnahlé. Tíundi dagur aðgerða Ísraela gegn Hamas-liðum á Gaza. Annar dagur landhernaðar. Skotið var á hús úr lofti, af láði og legi. Minnst tuttugu og einn almennu palestínskur borgari hafi fallið í dag, þar af fjórtán börn. 5.1.2009 19:07 Landhelgisgæslan bjargaði 68 á árinu sem leið Flugdeild Landhelgisgæslunnar hafði í nógu að snúast á árinu sem var að líða en alls var 68 einstaklingum bjargað í þeim 150 útköllum sem bárust deildinni. Útköllum fækkaði þó nokkuð á milli ára. Ekki er um fólksflutninga að ræða í öllum þeim útköllum sem berast heldur er oft er um að ræða leitarflug eða annars konar aðstoð. 5.1.2009 16:38 Prófessor í guðfræði fyrst kvenna Nýlega urðu tímamót í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands þegar dr. Arnfríður Guðmundsdóttir var ráðin í starf prófessors í trúfræði við deildina. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors við deildina. 5.1.2009 16:32 Hleypti ekki af fleiri skotum Drengurinn sem handtekinn var á föstudagskvöld hleypti ekki af fleiri skotum en við leikskólann Jörfa í Hæðargerði, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Pilturinn beindi vopninu aldrei að öðrum. 5.1.2009 16:20 32 létust af slysförum árið 2008 Á nýliðnu ári létust 32 einstaklingar af slysförum. 2007 létust 29 af slysförum og 49 árið 2006. Flestir létust í umferðarslysum í fyrra eða 12, 11 í heima- og frítímaslysum, sex í vinnuslysum, einn drukknaði og tveir létust í öðrum slysum. Engin fórst í sjóslysi í fyrra. 5.1.2009 15:43 Frístundakort hækka ekki í sparnaðarskyni Vegna efnahagsþrenginga hyggst Reykjavíkurborg hætta við að hækka framlag til frístundakorta úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur líkt og var ráðgert um áramótin. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkins, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, segir að kortin séu einn af þeim kostnaðarliðum sem líta hafi þurft til þegar kom að hagræðingu og sparnaði í rekstri borgarinnar. 5.1.2009 15:14 Steingrímur: Varð fyrir vonbrigðum með aðgerðarleysi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sem kallaði til fundar í utanríkismálanefnd í dag til þess að ræða ástandið á Gaza segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með félaga sína í nefndinni yfir því að ekki skuli hafa náðst samkomulag um ályktun vegna málsins. Nefndin ákvað að vinna að tillögu sem lögð verði fyrir Alþingi þegar þing kemur saman að nýju í lok janúar. 5.1.2009 14:42 Telja fjárfestingasamninginn veita milljarðaafslátt af sköttum og gjöldum Fjárfestingarsamningur vegna 360 þúsund tonna álvers í Helguvík sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra ætlar að láta staðfesta felur í sér að álverinu verði veittur sérstakur afsláttur af sköttum og gjöldum sem önnur íslensk atvinnustarfsemi þarf að bera. Þetta er mat stjórnar Græna netsins, félags jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina. 5.1.2009 14:15 Byssumaður skaut á leikskóla Lögreglan fann í morgun byssuskúlu í leikfangakassa í leikskólanum Jörfa í Hæðargerði. ,,Það er gat í gegnum vegginn í leikherbergi barnanna og hillustæða og tveir dótakassar hafa skaddast," sagði Sæunn Elfa Pedersen leikskólastjóri Jörfa í samtali við Vísi. 5.1.2009 14:06 Unnið að ályktun varðandi Gaza Ástandið á Gaza var til umræðu á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Þar var ákveðið að vinna að tillögu að ályktun sem verði lögð fyrir Alþingi á fyrstu dögum þingsins sem hefst á ný 20. janúar næstkomandi. 5.1.2009 13:23 Spítalaforstjóri í veikindaleyfi Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítala verður fjarverandi í janúar 2009 vegna veikinda. Á heimasíðu spítalans segir að hún sé væntanleg aftur til starfa nálægt mánaðamótum. Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga og staðgengill forstjóra, gegnir starfi forstjóra í fjarveru Huldu. 5.1.2009 13:09 Varað eindregið við mikilli hálku við klaustur Lögreglan varar eindregið við mikilli hálku við Kirkjubæjarklaustur. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið þar í dag með skömmu millibili, í annað skipti velti bifreið en í hitt skiptið var um útafakstur að ræða. 5.1.2009 12:56 Fimmtungur fallinna á Gaza eru börn Talið er að rúmlega fimmtungur þeirra ríflega fimm hundruð Palestínumanna sem hafa fallið í árásum Ísarelsmanna á Gaza séu börn. Aðalsjúkrahúisð í Gaza-borg hefur ekki lengur undan að taka við særðum og margir deyja áður en þeir komast undir læknis hendur. 5.1.2009 12:41 Rændu herstöð Danska lögreglan leitar enn manna sem rændu í herstöð í Slagelse aðfaranótt sunnudags. Þrír menn réðust inn í herstöðina, yfirbuguðu vaktmann og höfðu á brott með sér vopns og skotfæri sem átti að flytja til danskra hermanna í Afganistan í lok mánaðarins. 5.1.2009 12:27 Skutu með hríðskotabyssum á lögreglu Grískur óeirðalögreglumaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Aþenu eftir að tveir menn skutu með hríðskotabyssum á lögreglusveit sem var að gæta stjórnarbyggingar í miðborginni í nótt. Árásarmannanna er enn leitað. Engin samtök eða hreyfing hafa lýst árásinni á hendur sér. 5.1.2009 12:25 Banaslys austan við Selfoss Tæplega fertugur karlmaður beið bana þegar hann varð fyrir stórri sendibifreið á þjóðveginum austan við Selfoss laust fyrir klukkan átta í morgun. Þegar var kallað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, en skömmu síðar var maðurinn úrskurðaður látinn og var aðstoðin afturkölluð. 5.1.2009 11:52 Byssan var í ólæstri hirslu Drengurinn sem lögreglan handtók síðast liðið föstudagskvöld vopnaður skammbyssu stal vopninu úr ólæstri hirslu. ,,Hann nálgaðist byssuna á heimili föður síns sem var í ólæstri hirslu þar," sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. 5.1.2009 11:34 Frístundakortin gjaldgeng á frístundaheimilum Borgarráð samþykkti á fundi sem nú stendur yfir að hægt verði að greiða fyrir frístundaheimili við grunnskóla borgarinnar með frístundakortinu. Tillaga þessa efnis var samþykkt í desember í íþrótta- og tómstundaráði og nú hefur borgarráð staðfest hana. 5.1.2009 11:33 Rætt um Gaza og Icesave í utanríkismálanefnd Utanríkismálanefnd Alþingis situr nú á fundi en það var Steingrímur J. Sigfússon sem vildi fá fund í nefndinni þrátt fyrir að þing komi ekki saman fyrr en 20. janúar. Umræðuefni fundarins eru meðal annars ástandið á Gazasvæðinu og staðan í Icesave deilunni svokölluðu. 5.1.2009 10:39 Kynningarherferð samhliða málsókn gegn Bretum Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands, telja nauðsynlegt að samhliða málsókn íslenska ríkisins gegn breskum stjórnvöldum verði gripið til kynningarherferðar erlendis. Þeir vilja að málið verði sótt fast eftir. Þetta kemur fram í grein sem þeir rita í Morgunblaðið í dag. 5.1.2009 09:53 Tíu þúsund hafa svarað kallinu GSM símasöfnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Svaraðu kallinu, hefur gengið fram úr vonum. Íslendingar hafa tekið við sér og látið af hendi gamla gsm síma sem verða endurnýttir og endurunnir og nýtast munu fólki í þróunarlöndum. 5.1.2009 09:53 Vegfarandi slasaðist alvarlega við Selfoss Gangandi vegfarandi slasaðist mjög alvarlega þegar hann varð fyrir stórri sendibifreið á þjóðveginum austan við Selfoss laust fyrir klukkan átta í morgun. Hann hefur verið fluttur á Slysadeild Landsspítalans. Þjóðvegur eitt í Flóanum er lokaður þar sem rannsóknarmenn eru á vettvangi, en vegfarendur geta farið hjáleið um Gaulverjabæjarveg og Villingaholtsveg. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir. 5.1.2009 08:53 Of horuð ungbörn líklegri til að greinast síðar með sykursýki Ungbörn sem eru of horuð eru líklegri til að greinast með sykursýki síðar á ævinni en þau sem eru of feit. 5.1.2009 08:23 Aðalsjúkrahús Gaza hefur ekki lengur undan Aðalsjúkrahús Gaza-borgar hefur ekki lengur undan að taka við særðum Palestínumönnum og margir deyja áður en læknar komast þeim til aðstoðar. Þetta segir Erik Fosse, norskur læknir sem þar starfar, í samtali við CNN. 5.1.2009 08:21 Breskum blaðamönnum sleppt eftir 40 daga í gíslingu Tveir breskir blaðamenn, sem voru í haldi sómalskra mannræningja í 40 daga, fengu frelsið á ný í gær. 5.1.2009 08:16 Jólasveinn hrapaði til jarðar í Norður-Yorkshire Fimm slökkviliðisbílar ásamt björgunarliði voru ræstir út með hraði í breska bænum Marrick í Norður-Yorkshire um helgina þegar tilkynnt var um flugvél sem hrapað hefði til jarðar í skóglendi rétt utan bæjarins. 5.1.2009 08:11 Breskur prófessor sálgreinir strætisvagnafarþega Framsækið fólk velur sér sæti framarlega á efri hæð breskra strætisvagna, þeir sem eru sjálfstæðir í hugsun velja miðjuna en uppreisnargjarnir eru aftast. 5.1.2009 08:09 Gaf sig fram eftir hnífstungu á nýársdagsmorgun Rúmlega tvítugur maður af marokkóskum uppruna gaf sig fram við lögregluna í Kaupmannahöfn síðdegis á föstudag og játaði að hafa stungið tvo menn eftir að til átaka kom milli þeirra á skemmtistaðnum Søpavillonen á nýársdagsmorgun. 5.1.2009 07:58 Bílbelti hefðu bjargað á fjórða tug mannslífa í Danmörku Fjórðungur þeirra 209 Dana sem létu lífið í umferðarslysum á nýliðnu ári notuðu ekki öryggisbelti. Þetta kemur fram í skýrslu danska umferðarráðsins og segir talsmaður þess tölurnar sláandi. 5.1.2009 07:54 Múslimar beðnir afsökunar eftir brottvísun úr flugi Bandaríska flugfélagið Air Tran hefur beðið tvær múslimafjölskyldur opinberlega afsökunar á því að þeim var vísað út úr flugvél í Washington rétt fyrir flugtak á nýársdag eftir að farþegi taldi sig hafa heyrt fólkið eiga í grunsamlegum samræðum. 5.1.2009 07:25 Brennuvargar á ferð norðan heiða Skemmdarvargar kveiktu í trépalli, sem er áningarstaður við gönguleiðina við Glerá á Akureyri í nótt og urðu nokkrar skemmdir á pallinum. 5.1.2009 07:24 Hjólaþjófur gómaður í samstarfi þriggja lögregluembætta Með samvinnu þriggja lögregluembætta tókst í nótt að góma þjóf, sem hafði stolið mótorkrosshjóli á kerru á Svalbarðseyri við Eyjafjörð upp úr miðnætti. 5.1.2009 07:22 Loðnuleit hafin Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson ásamt þremur fjölveiðiskipum hefur hafið loðnuleit suður af landinu. Síðan verður haldið vestur fyrir landið, en mikið er í húfi að eitthvað finnist í þessum leiðangri svo hægt sé að gefa út kvóta fyrir vertíðina, sem mátti hefjast um áramótin. 5.1.2009 07:20 Blómleg síldveiði við smábátahöfnina í Keflavík Handagangur var í öskjunni við smábátahöfnina í Keflavík í gær þegar vaskir heimamenn hófu síldveiðar af bryggjunni með öllum tiltækum veiðafærum. 5.1.2009 07:18 Bátur strandaði við Garð í gær Engan af þriggja manna áhöfn mótorbátsins Moniku GK sakaði, þegar báturinn strandaði við sjóvarnargarðinn í Garði á Reykjanesi í gærkvöldi. Mikil þoka var á svæðinu og taldi áhöfnin sig vera við Innri-Njarðvík en sjálfvirka tilkynningakerfið sýndi bátinn í Garði, sem reyndist rétt. 5.1.2009 07:16 Kjötkrókur seint á ferð Fimm menn brutust um helgina inn í Sláturhúsið á Hellu og stálu þaðan samtals 670 kílóum af kjötvörum. Vitni sá hvar tveimur fólksbílum var ekið frá kjötvinnslunni og þar sem þeir virtust óvenjuþungir á sér lét það lögreglu vita. 5.1.2009 07:13 Hraðfiskibátur fékk á sig brotsjó Yfirbyggður hraðfiskibátur fékk á sig ólag eða brotsjó þegar hann var á leið fyrir Tjörnes í átt til Húsavíkur í nótt. Mjög mikill halli kom á bátinn, en hann náði að rétta sig við og er kominn til Húsavíkur. 5.1.2009 07:08 Framkvæmdastjórn sökuð um fordóma „Það blasir við að þarna býr eitthvað annað að baki en sparnaður. Það flögrar að manni að þarna sé um að ræða fordóma framkvæmdastjórnarinnar í garð geðsjúkra, því þeir liggja neðst í píramídanum,“ segir Kristján Jósteinsson, forstöðumaður dagdeildar geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri (FSA). Þann 30. desember síðastliðinn var tilkynnt um þá ákvörðun að loka dagdeildinni í núverandi mynd 31. janúar næstkomandi og sameina rekstur dag- og göngudeildar geðdeildar í nýju húsnæði þann 1. október. Sjö starfsmönnum dagdeildar var afhent uppsagnarbréf sama dag og ákvörðunin var tilkynnt. 5.1.2009 06:30 Halldór laus úr öndunarvél Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, er á batavegi eftir að hafa verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í tæpar tvær vikur. Halldór er nú laus úr öndunarvélinni, en hann veiktist hastarlega af lungnabólgu fyrir jól og átti erfitt með andardrátt. 5.1.2009 06:30 Skoðar sameiningu opinberra hlutafélaga Erfitt efnahagsástand gæti orðið hvati að sameiningu Keflavíkurflugvallar ohf. og Flugstoða ohf. Þetta kom fram í máli Kristjáns L. Möller samgönguráðherra þegar Keflavíkurflugvöllur ohf. tók formlega við rekstri flugvallarins á föstudag. 5.1.2009 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
REI málið var mistök „Ég get svo sem ekkert litið á þetta REI mál annað en sem stórkostleg mistök. Hvort sem er af minni hálfu eða annarra," sagði Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, í Kastljósi í kvöld. 5.1.2009 23:04
SI mótmæla hækkun á raforku „Það er óskiljanlegt að opinbert fyrirtæki eins og RARIK hækki gjaldskrá sína um 15%“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins á vefsíðu samtakanna. Hann mótmælir harðlega hækkunum á verði fyrir dreifingu og flutning á raforku nú um áramótin. 5.1.2009 20:32
Virkja þarf í Krýsuvík og Eldvörpum fyrir Helguvík Nýjar virkjanir þarf bæði í Krýsuvík og Eldvörpum vegna álvers í Helguvík og efast er um að sú fullyrðing iðnaðarráðherra standist að ekki þurfi einnig Þjórsárvirkjanir til að fullnægja orkuþörf álversins. 5.1.2009 19:00
Vinnu við byggingu Tónlistarhúss frestað Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka voru sendir heim frá vinnu sinni við Tónlistarhúsið í dag. ÍAV hafa ekki fengið greitt fyrir vinnu sína við húsið í þrjá mánuði. 5.1.2009 16:49
Skorið niður í vegagerð Sundabraut, Norðfjarðargöng og brú á Hornfjarðafljót eru meðal verkefna sem stefnir í að verði skorin niður. Þá bíða menn spenntir að sjá hvort eitt margsviknasta kosningaloforð þingmanna, Suðurstrandarvegur, lendi enn undir niðurskurðarhnífnum. 5.1.2009 19:25
Fjórtán börn dóu á Gaza í dag Fjórtán börn hafa fallið í árásum Ísraela á Gaza-svæðið í dag. Ísraelar hafna hugmyndum um vopnahlé. Tíundi dagur aðgerða Ísraela gegn Hamas-liðum á Gaza. Annar dagur landhernaðar. Skotið var á hús úr lofti, af láði og legi. Minnst tuttugu og einn almennu palestínskur borgari hafi fallið í dag, þar af fjórtán börn. 5.1.2009 19:07
Landhelgisgæslan bjargaði 68 á árinu sem leið Flugdeild Landhelgisgæslunnar hafði í nógu að snúast á árinu sem var að líða en alls var 68 einstaklingum bjargað í þeim 150 útköllum sem bárust deildinni. Útköllum fækkaði þó nokkuð á milli ára. Ekki er um fólksflutninga að ræða í öllum þeim útköllum sem berast heldur er oft er um að ræða leitarflug eða annars konar aðstoð. 5.1.2009 16:38
Prófessor í guðfræði fyrst kvenna Nýlega urðu tímamót í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands þegar dr. Arnfríður Guðmundsdóttir var ráðin í starf prófessors í trúfræði við deildina. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors við deildina. 5.1.2009 16:32
Hleypti ekki af fleiri skotum Drengurinn sem handtekinn var á föstudagskvöld hleypti ekki af fleiri skotum en við leikskólann Jörfa í Hæðargerði, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Pilturinn beindi vopninu aldrei að öðrum. 5.1.2009 16:20
32 létust af slysförum árið 2008 Á nýliðnu ári létust 32 einstaklingar af slysförum. 2007 létust 29 af slysförum og 49 árið 2006. Flestir létust í umferðarslysum í fyrra eða 12, 11 í heima- og frítímaslysum, sex í vinnuslysum, einn drukknaði og tveir létust í öðrum slysum. Engin fórst í sjóslysi í fyrra. 5.1.2009 15:43
Frístundakort hækka ekki í sparnaðarskyni Vegna efnahagsþrenginga hyggst Reykjavíkurborg hætta við að hækka framlag til frístundakorta úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur líkt og var ráðgert um áramótin. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkins, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs, segir að kortin séu einn af þeim kostnaðarliðum sem líta hafi þurft til þegar kom að hagræðingu og sparnaði í rekstri borgarinnar. 5.1.2009 15:14
Steingrímur: Varð fyrir vonbrigðum með aðgerðarleysi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sem kallaði til fundar í utanríkismálanefnd í dag til þess að ræða ástandið á Gaza segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með félaga sína í nefndinni yfir því að ekki skuli hafa náðst samkomulag um ályktun vegna málsins. Nefndin ákvað að vinna að tillögu sem lögð verði fyrir Alþingi þegar þing kemur saman að nýju í lok janúar. 5.1.2009 14:42
Telja fjárfestingasamninginn veita milljarðaafslátt af sköttum og gjöldum Fjárfestingarsamningur vegna 360 þúsund tonna álvers í Helguvík sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra ætlar að láta staðfesta felur í sér að álverinu verði veittur sérstakur afsláttur af sköttum og gjöldum sem önnur íslensk atvinnustarfsemi þarf að bera. Þetta er mat stjórnar Græna netsins, félags jafnaðarmanna um umhverfið, náttúruna og framtíðina. 5.1.2009 14:15
Byssumaður skaut á leikskóla Lögreglan fann í morgun byssuskúlu í leikfangakassa í leikskólanum Jörfa í Hæðargerði. ,,Það er gat í gegnum vegginn í leikherbergi barnanna og hillustæða og tveir dótakassar hafa skaddast," sagði Sæunn Elfa Pedersen leikskólastjóri Jörfa í samtali við Vísi. 5.1.2009 14:06
Unnið að ályktun varðandi Gaza Ástandið á Gaza var til umræðu á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Þar var ákveðið að vinna að tillögu að ályktun sem verði lögð fyrir Alþingi á fyrstu dögum þingsins sem hefst á ný 20. janúar næstkomandi. 5.1.2009 13:23
Spítalaforstjóri í veikindaleyfi Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítala verður fjarverandi í janúar 2009 vegna veikinda. Á heimasíðu spítalans segir að hún sé væntanleg aftur til starfa nálægt mánaðamótum. Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga og staðgengill forstjóra, gegnir starfi forstjóra í fjarveru Huldu. 5.1.2009 13:09
Varað eindregið við mikilli hálku við klaustur Lögreglan varar eindregið við mikilli hálku við Kirkjubæjarklaustur. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið þar í dag með skömmu millibili, í annað skipti velti bifreið en í hitt skiptið var um útafakstur að ræða. 5.1.2009 12:56
Fimmtungur fallinna á Gaza eru börn Talið er að rúmlega fimmtungur þeirra ríflega fimm hundruð Palestínumanna sem hafa fallið í árásum Ísarelsmanna á Gaza séu börn. Aðalsjúkrahúisð í Gaza-borg hefur ekki lengur undan að taka við særðum og margir deyja áður en þeir komast undir læknis hendur. 5.1.2009 12:41
Rændu herstöð Danska lögreglan leitar enn manna sem rændu í herstöð í Slagelse aðfaranótt sunnudags. Þrír menn réðust inn í herstöðina, yfirbuguðu vaktmann og höfðu á brott með sér vopns og skotfæri sem átti að flytja til danskra hermanna í Afganistan í lok mánaðarins. 5.1.2009 12:27
Skutu með hríðskotabyssum á lögreglu Grískur óeirðalögreglumaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Aþenu eftir að tveir menn skutu með hríðskotabyssum á lögreglusveit sem var að gæta stjórnarbyggingar í miðborginni í nótt. Árásarmannanna er enn leitað. Engin samtök eða hreyfing hafa lýst árásinni á hendur sér. 5.1.2009 12:25
Banaslys austan við Selfoss Tæplega fertugur karlmaður beið bana þegar hann varð fyrir stórri sendibifreið á þjóðveginum austan við Selfoss laust fyrir klukkan átta í morgun. Þegar var kallað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, en skömmu síðar var maðurinn úrskurðaður látinn og var aðstoðin afturkölluð. 5.1.2009 11:52
Byssan var í ólæstri hirslu Drengurinn sem lögreglan handtók síðast liðið föstudagskvöld vopnaður skammbyssu stal vopninu úr ólæstri hirslu. ,,Hann nálgaðist byssuna á heimili föður síns sem var í ólæstri hirslu þar," sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. 5.1.2009 11:34
Frístundakortin gjaldgeng á frístundaheimilum Borgarráð samþykkti á fundi sem nú stendur yfir að hægt verði að greiða fyrir frístundaheimili við grunnskóla borgarinnar með frístundakortinu. Tillaga þessa efnis var samþykkt í desember í íþrótta- og tómstundaráði og nú hefur borgarráð staðfest hana. 5.1.2009 11:33
Rætt um Gaza og Icesave í utanríkismálanefnd Utanríkismálanefnd Alþingis situr nú á fundi en það var Steingrímur J. Sigfússon sem vildi fá fund í nefndinni þrátt fyrir að þing komi ekki saman fyrr en 20. janúar. Umræðuefni fundarins eru meðal annars ástandið á Gazasvæðinu og staðan í Icesave deilunni svokölluðu. 5.1.2009 10:39
Kynningarherferð samhliða málsókn gegn Bretum Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands, telja nauðsynlegt að samhliða málsókn íslenska ríkisins gegn breskum stjórnvöldum verði gripið til kynningarherferðar erlendis. Þeir vilja að málið verði sótt fast eftir. Þetta kemur fram í grein sem þeir rita í Morgunblaðið í dag. 5.1.2009 09:53
Tíu þúsund hafa svarað kallinu GSM símasöfnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Svaraðu kallinu, hefur gengið fram úr vonum. Íslendingar hafa tekið við sér og látið af hendi gamla gsm síma sem verða endurnýttir og endurunnir og nýtast munu fólki í þróunarlöndum. 5.1.2009 09:53
Vegfarandi slasaðist alvarlega við Selfoss Gangandi vegfarandi slasaðist mjög alvarlega þegar hann varð fyrir stórri sendibifreið á þjóðveginum austan við Selfoss laust fyrir klukkan átta í morgun. Hann hefur verið fluttur á Slysadeild Landsspítalans. Þjóðvegur eitt í Flóanum er lokaður þar sem rannsóknarmenn eru á vettvangi, en vegfarendur geta farið hjáleið um Gaulverjabæjarveg og Villingaholtsveg. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir. 5.1.2009 08:53
Of horuð ungbörn líklegri til að greinast síðar með sykursýki Ungbörn sem eru of horuð eru líklegri til að greinast með sykursýki síðar á ævinni en þau sem eru of feit. 5.1.2009 08:23
Aðalsjúkrahús Gaza hefur ekki lengur undan Aðalsjúkrahús Gaza-borgar hefur ekki lengur undan að taka við særðum Palestínumönnum og margir deyja áður en læknar komast þeim til aðstoðar. Þetta segir Erik Fosse, norskur læknir sem þar starfar, í samtali við CNN. 5.1.2009 08:21
Breskum blaðamönnum sleppt eftir 40 daga í gíslingu Tveir breskir blaðamenn, sem voru í haldi sómalskra mannræningja í 40 daga, fengu frelsið á ný í gær. 5.1.2009 08:16
Jólasveinn hrapaði til jarðar í Norður-Yorkshire Fimm slökkviliðisbílar ásamt björgunarliði voru ræstir út með hraði í breska bænum Marrick í Norður-Yorkshire um helgina þegar tilkynnt var um flugvél sem hrapað hefði til jarðar í skóglendi rétt utan bæjarins. 5.1.2009 08:11
Breskur prófessor sálgreinir strætisvagnafarþega Framsækið fólk velur sér sæti framarlega á efri hæð breskra strætisvagna, þeir sem eru sjálfstæðir í hugsun velja miðjuna en uppreisnargjarnir eru aftast. 5.1.2009 08:09
Gaf sig fram eftir hnífstungu á nýársdagsmorgun Rúmlega tvítugur maður af marokkóskum uppruna gaf sig fram við lögregluna í Kaupmannahöfn síðdegis á föstudag og játaði að hafa stungið tvo menn eftir að til átaka kom milli þeirra á skemmtistaðnum Søpavillonen á nýársdagsmorgun. 5.1.2009 07:58
Bílbelti hefðu bjargað á fjórða tug mannslífa í Danmörku Fjórðungur þeirra 209 Dana sem létu lífið í umferðarslysum á nýliðnu ári notuðu ekki öryggisbelti. Þetta kemur fram í skýrslu danska umferðarráðsins og segir talsmaður þess tölurnar sláandi. 5.1.2009 07:54
Múslimar beðnir afsökunar eftir brottvísun úr flugi Bandaríska flugfélagið Air Tran hefur beðið tvær múslimafjölskyldur opinberlega afsökunar á því að þeim var vísað út úr flugvél í Washington rétt fyrir flugtak á nýársdag eftir að farþegi taldi sig hafa heyrt fólkið eiga í grunsamlegum samræðum. 5.1.2009 07:25
Brennuvargar á ferð norðan heiða Skemmdarvargar kveiktu í trépalli, sem er áningarstaður við gönguleiðina við Glerá á Akureyri í nótt og urðu nokkrar skemmdir á pallinum. 5.1.2009 07:24
Hjólaþjófur gómaður í samstarfi þriggja lögregluembætta Með samvinnu þriggja lögregluembætta tókst í nótt að góma þjóf, sem hafði stolið mótorkrosshjóli á kerru á Svalbarðseyri við Eyjafjörð upp úr miðnætti. 5.1.2009 07:22
Loðnuleit hafin Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson ásamt þremur fjölveiðiskipum hefur hafið loðnuleit suður af landinu. Síðan verður haldið vestur fyrir landið, en mikið er í húfi að eitthvað finnist í þessum leiðangri svo hægt sé að gefa út kvóta fyrir vertíðina, sem mátti hefjast um áramótin. 5.1.2009 07:20
Blómleg síldveiði við smábátahöfnina í Keflavík Handagangur var í öskjunni við smábátahöfnina í Keflavík í gær þegar vaskir heimamenn hófu síldveiðar af bryggjunni með öllum tiltækum veiðafærum. 5.1.2009 07:18
Bátur strandaði við Garð í gær Engan af þriggja manna áhöfn mótorbátsins Moniku GK sakaði, þegar báturinn strandaði við sjóvarnargarðinn í Garði á Reykjanesi í gærkvöldi. Mikil þoka var á svæðinu og taldi áhöfnin sig vera við Innri-Njarðvík en sjálfvirka tilkynningakerfið sýndi bátinn í Garði, sem reyndist rétt. 5.1.2009 07:16
Kjötkrókur seint á ferð Fimm menn brutust um helgina inn í Sláturhúsið á Hellu og stálu þaðan samtals 670 kílóum af kjötvörum. Vitni sá hvar tveimur fólksbílum var ekið frá kjötvinnslunni og þar sem þeir virtust óvenjuþungir á sér lét það lögreglu vita. 5.1.2009 07:13
Hraðfiskibátur fékk á sig brotsjó Yfirbyggður hraðfiskibátur fékk á sig ólag eða brotsjó þegar hann var á leið fyrir Tjörnes í átt til Húsavíkur í nótt. Mjög mikill halli kom á bátinn, en hann náði að rétta sig við og er kominn til Húsavíkur. 5.1.2009 07:08
Framkvæmdastjórn sökuð um fordóma „Það blasir við að þarna býr eitthvað annað að baki en sparnaður. Það flögrar að manni að þarna sé um að ræða fordóma framkvæmdastjórnarinnar í garð geðsjúkra, því þeir liggja neðst í píramídanum,“ segir Kristján Jósteinsson, forstöðumaður dagdeildar geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri (FSA). Þann 30. desember síðastliðinn var tilkynnt um þá ákvörðun að loka dagdeildinni í núverandi mynd 31. janúar næstkomandi og sameina rekstur dag- og göngudeildar geðdeildar í nýju húsnæði þann 1. október. Sjö starfsmönnum dagdeildar var afhent uppsagnarbréf sama dag og ákvörðunin var tilkynnt. 5.1.2009 06:30
Halldór laus úr öndunarvél Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, er á batavegi eftir að hafa verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í tæpar tvær vikur. Halldór er nú laus úr öndunarvélinni, en hann veiktist hastarlega af lungnabólgu fyrir jól og átti erfitt með andardrátt. 5.1.2009 06:30
Skoðar sameiningu opinberra hlutafélaga Erfitt efnahagsástand gæti orðið hvati að sameiningu Keflavíkurflugvallar ohf. og Flugstoða ohf. Þetta kom fram í máli Kristjáns L. Möller samgönguráðherra þegar Keflavíkurflugvöllur ohf. tók formlega við rekstri flugvallarins á föstudag. 5.1.2009 06:00