Erlent

Breskur prófessor sálgreinir strætisvagnafarþega

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Telegraph

Framsækið fólk velur sér sæti framarlega á efri hæð breskra strætisvagna, þeir sem eru sjálfstæðir í hugsun velja miðjuna en uppreisnargjarnir eru aftast.

Þetta fullyrðir dr. Tom Fawcett, prófessor í sálfræði við Salford-háskólann, eftir miklar rannsóknir á sætavali strætisvagnafarþega. Hóparnir eru þó fleiri og nefnir prófessorinn allt að sjö ólíka hópa og þeirra uppáhaldssæti. Hann játar þó að erfiðara gæti reynst að greina farþega í þeim löndum þar sem vagnarnir hafa aðeins eina hæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×