Innlent

Kynningarherferð samhliða málsókn gegn Bretum

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands, telja nauðsynlegt að samhliða málsókn íslenska ríkisins gegn breskum stjórnvöldum verði gripið til kynningarherferðar erlendis. Þeir vilja að málið verði sótt fast eftir. Þetta kemur fram í grein sem þeir rita í Morgunblaðið í dag.

Alþingi samþykkti fyrir jól frumvarp fimm þingmanna úr öllum flokkum sem heimilar fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, að styrðja fjárhagslega við málsóknir gegn breskum stjórnvöldum vegna aðgerða þeirra gegn íslenskum aðgerðum í október. Hryðjuverkalögum var þá beitt gegn Landsbankanum og dótturfélag Kaupþings sett í greiðslustöðvun.

Sigurður Kári og Helgi Áss telja að kynningarherferð ýti undir málefnalega umræðu um stöðu Íslands, forsendur þess að ákvæðum hryðjuverkulaga var beitt og hvort líklegt sé að fleiri þjóðir verði í kjölfarið látnar sæta sömu meðferð.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×