Erlent

Jólasveinn hrapaði til jarðar í Norður-Yorkshire

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þarna er ekki um hinn fallna fluggarp að ræða en blaðran sem hér er fjallað um gæti hafa líkst þessari.
Þarna er ekki um hinn fallna fluggarp að ræða en blaðran sem hér er fjallað um gæti hafa líkst þessari. MYND/Aerostar.com

Fimm slökkviliðisbílar ásamt björgunarliði voru ræstir út með hraði í breska bænum Marrick í Norður-Yorkshire um helgina þegar tilkynnt var um flugvél sem hrapað hefði til jarðar í skóglendi rétt utan bæjarins.

Viðbragðshópurinn var búinn undir hið versta og létti því töluvert við að finna þriggja metra háa, og sprungna, helíumblöðru í líki jólasveins þegar komið var á vettvang. Lögregla segist trúa því að tilkynnandinn hafi verið í góðri trú og verða ekki eftirmálar af atvikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×