Innlent

Hleypti ekki af fleiri skotum

Frá aðgerðum lögreglu sl. föstudagskvöld.
Frá aðgerðum lögreglu sl. föstudagskvöld.

Drengurinn sem handtekinn var á föstudagskvöld hleypti ekki af fleiri skotum en við leikskólann Jörfa í Hæðargerði, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Pilturinn beindi vopninu aldrei að öðrum.

Lögregla fór í Jörfa í morgun eftir að starfsmenn leikskólans urðu varir við skemmdir og fann þar byssukúlu í leikfangakassa. Á föstudagskvöld tók allt tiltækt lögreglulið og sérsveit Ríkislögreglustjóra þátt í leit að 16 ára dreng sem var vopnaður skammbyssu í Smáíbúðahverfinu. Hann gaf sig að lokum fram og afhenti vopnið mótþróalaust.

Faðir drengsins er skráður fyrir byssunni og hefur fyrir henni tilskilin leyfi. Drengurinn stal byssunni úr ólæstri hirslu. Lögreglan ítrekar að skotvopn og skotfæri eigi ávallt að geyma í læstum aðskildum hirslum.




Tengdar fréttir

Byssan var í ólæstri hirslu

Drengurinn sem lögreglan handtók síðast liðið föstudagskvöld vopnaður skammbyssu stal vopninu úr ólæstri hirslu. ,,Hann nálgaðist byssuna á heimili föður síns sem var í ólæstri hirslu þar," sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Byssumaður skaut á leikskóla

Lögreglan fann í morgun byssuskúlu í leikfangakassa í leikskólanum Jörfa í Hæðargerði. ,,Það er gat í gegnum vegginn í leikherbergi barnanna og hillustæða og tveir dótakassar hafa skaddast," sagði Sæunn Elfa Pedersen leikskólastjóri Jörfa í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×