Innlent

SI mótmæla hækkun á raforku

Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdarstjóri Samta Iðnaðarins. MYND/STEFÁN
Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdarstjóri Samta Iðnaðarins. MYND/STEFÁN

„Það er óskiljanlegt að opinbert fyrirtæki eins og RARIK hækki gjaldskrá sína um 15%" segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins á vefsíðu samtakanna. Hann mótmælir harðlega hækkunum á verði fyrir dreifingu og flutning á raforku nú um áramótin.

„Það er ekki ásættanlegt að opinber fyrirtæki gangi fram fyrir sköldu og hækki verð á nauðsynlegum aðföngum fyrirtækja og einstaklinga á sama tíma og flest fyrirtæki eru að skera niður rekstur sinn og mörg hver að segja upp fólki . Dreifing og flutningur á raforku er sérleyfisstarfsemi sem er rekin af opinberum aðilum og eru orkufyrirtækin í þeirri aðstöðu að geta varpað kostnaðarauka beint inn í vöruverð. Raforka er undirstaða ýmissar framleiðslu hérlendis. Við ríkjandi aðstæður verður að krefjast þess að opinber fyrirtæki finni aðrar leiðir til þess að ná tökum á rekstri sínum en með því að hækka verðskrá", segir Jón Steindór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×