Innlent

Unnið að ályktun varðandi Gaza

MYND/Sigurjón

Ástandið á Gaza var til umræðu á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun. Þar var ákveðið að vinna að tillögu að ályktun sem verði lögð fyrir Alþingi á fyrstu dögum þingsins sem hefst á ný 20. janúar næstkomandi.

Þá var einnig rætt um Icesave málið svokallaða og á fundinum kom fram að engar viðræður hafi farið fram á milli Íslendinga og Breta og Hollendina síðustu vikur. Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar sagði að loknum fundi að væntanlega hefjist þær viðræður á ný á næstu dögum.

En á eftir að komast að samkomulagi um þá greiðsluskilmála sem Íslendingar fá hjá þjóðunum en þegar hefur verið ákveðið að löndin láni Íslendingum fyrir Icesave reikningnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×