Erlent

Fjórtán börn dóu á Gaza í dag

Fjórtán börn hafa fallið í árásum Ísraela á Gaza-svæðið í dag. Ísraelar hafna hugmyndum um vopnahlé. Tíundi dagur aðgerða Ísraela gegn Hamas-liðum á Gaza. Annar dagur landhernaðar. Skotið var á hús úr lofti, af láði og legi. Minnst tuttugu og einn almennu palestínskur borgari hafi fallið í dag, þar af fjórtán börn.

Fimmtungur rúmlega fimm hundruð fallinna Palestínumanna munu börn. Á meðan rignir flugskeytum yfir suðurhluta Ísrael frá Gaza en fjórir hafa fallið í þeim árásum frá upphafi loftárása á Gaza. Fjármálaráðherra Ísraels var í Ashkelon í dag að skoða eyðileggingu fyrri árása þegar önnur var gerð.

Ísraelar höfnuðu í dag hugmyndum Evrópusambandsins um vopnahlé. Það myndi binda hendur þeirra og veita Hamas ákveðið lögmæti sem Ísraelsmenn vilja ekki. Óformlegt samkomulag hugnast þeim betur sem hægt væri að leggja til hliðar ef flugskeytaárásir herskárra frá Gaza á Suður-Ísrael hæfust aftur. En að óbreyttu yrði allt gert til að lágmarka mannfall meðal almennra borgara.

Utanríkismálanefnd Alþingis ræddi ástandið á Gaza á fundi í dag. Þar mun hafa komið fram ríkur stuðningur við yfirlýsingu utanríkisráðherra frá í gær þar sem aðgerðir Ísraela voru fordæmdar. Ekki var ályktað um málið í dag heldur ákveðið að leggja drög að þingsályktunartillögu sem yrði tekin fyrir síðar í mánuðinum þegar þing kemur aftur saman.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×