Innlent

Banaslys austan við Selfoss

Tæplega fertugur karlmaður beið bana þegar hann varð fyrir stórri sendibifreið á þjóðveginum austan við Selfoss laust fyrir klukkan átta í morgun. Þegar var kallað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, en skömmu síðar var maðurinn úrskurðaður látinn og var aðstoðin afturkölluð.

Ökumann sendibílsins sakaði ekki. Þjóðvegur eitt í Flóanum var lokaður í tæpar þrjár klukkustundir á meðan rannsóknarmenn voru á vettvangi, en vegfarendur gátu farið hjáleið um Gaulverjabæjarveg og Villingaholtsveg.

Tildrög slyssins liggja ekki fyrir, en myrkur var og skyggni slæmt, þegar slysið varð.

Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna á þessu stigi. Lögreglan biður alla þá sem áttu leið um Suðulandsveg á þessum vegarkafla á tímabilinu milli kl. 07:45 til 07:55 að hafa samband við lögregluna í síma 480 1010. 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×