Innlent

32 létust af slysförum árið 2008

Banaslys á Íslandi eftir flokkum.
Banaslys á Íslandi eftir flokkum.

Á nýliðnu ári létust 32 einstaklingar af slysförum. 2007 létust 29 af slysförum og 49 árið 2006. Flestir létust í umferðarslysum í fyrra eða 12, 11 í heima- og frítímaslysum, sex í vinnuslysum, einn drukknaði og tveir létust í öðrum slysum. Engin fórst í sjóslysi í fyrra.

Langflestir sem létust voru karlmenn eða 27 einstaklingar en konur sem létust í slysum á árinu voru fimm. Engin börn létust af slysförum á árinu.

Tveir Íslendingar létust af slysförum erlendis og eru skráðir í banaslysatölur í Danmörku og Færeyjum.

15 einstaklingar létust í umferðarslysum árið 2007, samanborið við 30 árið áður og 19 árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×