Erlent

Gaf sig fram eftir hnífstungu á nýársdagsmorgun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Rúmlega tvítugur maður af marokkóskum uppruna gaf sig fram við lögregluna í Kaupmannahöfn síðdegis á föstudag og játaði að hafa stungið tvo menn eftir að til átaka kom milli þeirra á skemmtistaðnum Søpavillonen á nýársdagsmorgun.

Annar mannanna lést af sárum sínum og hinn er töluvert slasaður en úr lífshættu. Mannsins hafði verið leitað um alla borgina af lögreglu í tæpa tvo daga þegar hann gaf sig fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×