Fleiri fréttir

Samfylkingin getur ekki beðið út kjörtímabilið

,,Samfylkingin getur ekki beðið út kjörtímabilið án þess að tekin verði skref í átt að Evrópusambandinu. Við höfum einfaldlega ekki tímann því hann vinnur ekki með okkur," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. ,,Framtíðarsýnin verður að vera skýr."

Dæmdur fyrir að afrita nektarmyndir í leyfisleysi

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 26 ára karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í heimildarleysi og án vitneskju konu skoðað og afritað ljómyndir af henni fáklæddri og berbrjósta úr tölvu hennar og látið annan mann fá.

Gagnrýnir að ekki var samráð við sveitarfélög um aðkomu IMF

Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga gagnrýnir harðlega að ekkert samráð var haft við sveitarfélögin um aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) að efnahagsstjórn landsins. Þetta kemur fram í leiðara Karls í nýútkomnum Sveitarstjórnarmálum.

Sjálfstæðismenn ræddu ekki stöðu seðlabankastjóra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á blaðamannafundi í Valhöll fyrir stundu að ekki væri hægt að leyna því að sú skoðun sem Jón Steinsson, lektor við Columbia háskólann, setti fram í grein í dag nyti aukins fylgis meðal sjálfstæðismanna. Afstaða forystumanna flokksins væri hins vegar ljós.

Upplýst um dulnefni Baracks Obama

Bandaríska leyniþjónustan hefur meðal annars það hlutverk að gæta öryggis forsetans, fjölskyldu hans og háttsettra embættismanna.

Landsfundi sjálfstæðismanna flýtt og nefnd um Evrópumál skipuð

Ákveðið hefur verið að flýta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem halda átti í október á næsta ári, og verður hann í lok janúar. Þá hefur verið ákveðið að skipa nefnd um Evrópumál. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi í Valhöll en þar fer fram miðstjórnarfundur vegna efnahagsástandsins.

Starfsmenn norrænna fjármálafyrirtækja styðja íslendinga

NFU norræn samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja lýsa yfir eindregnum stuðningi við félaga sína á Íslandi í baráttu þeirra við að leysa úr þeim vandræðum sem alheimsfjármálakrísan hefur skolað á land á Íslandi.

Vill að Alþingi fjalli um Icesave-samkomulag fyrir undirritun

Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd, vill að samkomulag vegna Icesave-reikninga Landsbankans verði teknir til umfjöllunar á Alþingi áður en það verði undirritað fyrir hönd þjóðarinnar en ekki eftir á.

100-200 störf til á næstu mánuðum með nýsköpun

Stefnt er að því að 100 til 200 ný störf verði til á næstu vikum og mánuðum með nýsköpun í atvinnulífinu. Vonast er til að unnt verði að virkja þá sem misst hafa vinnu sína nýverið.

Nýtt embætti saksóknara mun rannsaka alla

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um embætti sérstaks saksóknara sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda og í tengslum við bankahrunið. Frumvarpið var lagt til á Alþingi í vikunni og hefur fengið umfjöllun í alsherjarnefnd. Samkvæmt frumvarpinu mun saksóknari rannsaka brot á refsilögum sama hver á í hlut.

Breytt stefna í Evrópumálum í Valhöll?

Í ljósi þeirrar krísu sem upp er komin verður stjórnarsáttmálinn tekinn til endurskoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun umsókn Íslands um Evrópusambandsaðild vera eitt af frumskilyrðum Samfylkingarinnar fyrir þeirri endurskoðun.

Elín Landsbankastjóri með 1950 þúsund

Elín Sigfúsdóttir bankastjóri hins Nýja Landsbanka er með 1950 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta kom fram á fundi viðskiptanefndar Alþingis í morgun.

Íslensk hönnun er jólagjöfin í ár

Jólagjöfin í ár er íslensk hönnun, að mati rannsóknarseturs verslunarinnar. Efnahagslægðin setur sitt mark á valið, en undanfarin ár hafa GPS-tæki, lófatölvur og safapressur orðið fyrir valinu.

Vonast til að eignir Landsbankans dugi upp í skuldir vegna Icesave

Bæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vonast til að eignir Landsbankans nái upp í skuldir vegna Icesave-reikninganna. Þetta kom fram í máli þeirra eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

11 þúsund skrifuðu undir í kjölfar stillimyndar

Stillimyndin á SkjáEinum í gærkvöld hafði þau áhrif að um 11 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til menntamálaráðherra og ríkisstjórnar Íslands um að leiðrétta ójafnt samkeppnisumhverfi einkarekinna sjónvarpsstöðva. Samtals höfðu um 51.000 manns skrifað undir áskorunina um hádegisbil í dag.

Tekjur Hafnarfjarðar minnka um milljarð kr. á næsta ári

Reiknað er með að tekjur Hafnarfjarðar muni minnka um milljarð kr. á næsta ári. Þetta kom fram í máli Gerðar Guðjónsdóttur fjármálastjóra Hafnarfjarðar á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í morgun.

Sigríður skipuð lögreglustjóri á Suðurnesjum

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur aðstoðarríkislögreglustjóra í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá og með 1. janúar 2009.

Gott skíðafæri á Siglufirði

,,Skíðatímabilið fer mjög vel af stað. Við opnuðum fyrr í ár en oft áður en yfirleitt opnum við í desember," segir Egill Rögnvaldsson umsjónamaður skíðasvæðis Siglfirðinga sem var opnið 2. nóvember.

Gift virðist orðið eignalaust

Fjárfestingafélagið Gift, sem fór með fjármuni Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga, virðist vera orðið eignalaust þegar eignasafn félagsins í fyrra er skoðað og borið saman við afdrif þeirra eigna upp á síðkastið.

NASA birtir myndir af plánetum í öðru sólkerfi

NASA birtir í dag í fyrsta sinn myndir af plánetum utan okkar sólkerfis. Með allra nýjustu tækni í ljósmyndun með stjörnusjónauka hefur vísindamönnum NASA auðnast að ná myndum af fjórum plánetum sem nýlega voru uppgötvaðar utan okkar sólkerfis.

Hækkun á Wall Street

Hlutabréf hækkuðu lítillega í verði á Asíumörkuðum í morgun og fylgdu eftir hækkun á Wall Street eftir nokkurra daga niðursveiflu.

Skora á formann Sjálfstæðisflokksins að velja hæfa menn

Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi skorar á formann Sjálfstæðisflokksins að sjá til þess að við endurreisn fjármálakerfis þjóðarinnar veljist einungis til starfa þeir, sem njóta óskoraðs trausts og hæfis til starfa.

Íslendingum ekki settur tímafrestur

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir að íslenskum stjórnvöldum hafi ekki verið settur frestur til miðnættis til þess að finna lausn á Icesave deilunni. Unnið sé hörðum höndum að lausn deilunnar en það hafi ekki verið settur slíkur tímafrestur.

Samningaviðræður í Brussel í allan dag

Samningsumleitanir hafa staðið um nokkurt skeið milli Íslands og Frakklands sem formennskuríkis Evrópusambandsins með það markmiði að leysa deilur tengdar IceSave reikningum í útibúum Landsbankans í nokkrum Evrópuríkjum.

Mörg hundruð manns samankomnir á félagsfundi VR

Mörg hundruð manns eru saman komnir á félagsfundi Verslunarmannafélags Reykjavíkur sem haldinn er á Grand hóteli í kvöld klukkan hálfátta. Á fundinum gerir Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, grein fyrir störfum sínum í stjórn Kaupþings.

Segir bréf Jóns Ásgeirs alvarlegt

Forseti Alþingis segir að bréf sem lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformaður 365 hf, sendi Ágústi Ólafi Ágústssyni, formanni viðskiptanefndar, í gær sé í alla staði óvenjulegt.

Sjá næstu 50 fréttir