Erlent

Obama hverfur af þingi á sunnudag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Barack Obama hefur sagt af sér embætti öldungadeildarþingmanns frá og með næsta sunnudegi.

Að sögn aðstoðarmanns hans hefur hann í nógu að snúast við að undirbúa embættistöku sína sem 44. forseti Bandaríkjanna og hefur því lítinn tíma til að sinna þingmennskunni. Hann einbeitir sér því að myndun nýrrar ríkisstjórnar og hefur af þeim sökum látið af þingsetu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×