Innlent

Fordæmalaus forgangsakstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá unga menn í gærkvöldi, eftir að þeir höfðu ekið um götur með sírenuvæli þannig að aðrir ökumen forðuðu sér til hliðar eða upp á gangstéttir.

Einn af þeim var lögreglumaður á frívakt sem vísaði félögum sínum á piltana. Kom þá í ljós að auk vælunnar voru þeir líka með kallkerfi í bílnum, eins og notuð eru í lögreglubílum, en svona búnað mun vera hægt að kaupa í verslunum í útlöndum. Piltunum gekk ekkert annað til en að sprella svolítið, en lögreglan telur þetta grátt gaman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×