Innlent

Verðmæti ætlaðra efna hugsanlega nokkur hundruð milljónir króna

MYND/Stöð 2

Evrópuögreglan Europol segir að verðmæti þeirra fíkniefna sem hægt hefði verið að framleiða í verksmiðjunni sem upprætt var við Rauðhellu í Hafnarfirði í gær sé nokkrar milljónir evra, eða nokkur hundruð milljóir króna.

Á vef Europol er greint frá aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og sagt að lagt hafi verið hald á háþróuð tæki til fíkniefnaframleiðslu í verksmiðju þar sem hægt hefði verið að framleiða hundruð kílóa af fíkniefnum. Þá kemur fram að 20 kíló af hassi hafi verið haldlögð.

Enn fremur er komið inn á samstarf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Europol í málinu en sérfræðingar evrópska embættisins aðstoði sérfræðinga hér á landi við að taka verksmiðjuna niður.

Haft er eftir Max-Peter Ratzel, yfirmanni Europol, að aðgerðirnar séu frábært dæmi um góða þjónustu Europol sem hafi í samstarfi við Ísland stöðvað mikla fíkniefnaframleiðslu sem ætluð hafi verið fyrir evrópskan markað.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×