Innlent

Hafnfirskt Samfylkingarfólk styður Ingibjörgu og vill í ESB

Gunnar Axel Axelsson er formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Gunnar Axel Axelsson er formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Stjórnir Samfylkingarfélaganna í Hafnarfirði lýsa yfir fullum stuðningi við yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns flokksins, um mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag að hafnar verði aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið. Bein lýðræðisleg aðkoma íslensku þjóðarinnar að þeirri ákvörðun er skref sem tímabært er að taka.

,,Við núverandi aðstæður er brýnt að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að tryggja nauðsynlegt traust og trúverðugleika á alþjóðlegum vettvangi. Með beinni lýðræðislegri þátttöku þjóðarinnar að ákvörðun um framtíð Íslands í alþjóðlegri samvinnu er fyrsta skrefið stigið í þá átt. Það er það nýja upphaf, þær varnir og sú uppspretta tækifæra sem íslendingar þurfa á að halda," segir í sameiginlegri tilkynningu Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði, Ungum jafnaðarmönnum í Hafnarfirði, 60+ í Hafnarfirði og Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×