Innlent

Kosning hafin í öryggisráðið - Bein útsending

MYND/AP

Kosning í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hófst klukkan tvö að íslenskum tíma en Ísland er meðal þeirra þjóða sem sækjast eftir sæti þar eins og fram hefur komið. Hægt er að horfa á útsendinguna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna.

Ísland etur þar kappi við Tyrkland og Austurríki um tvö sæti í hópi ríkja Vestur-Evrópu í ráðinu. 192 ríki Sameinuðu þjóðanna greiða atkvæði í kosningunum og er búist við að þær taki nokkurn tíma. Hvert ríki þarf að fá að lágmarki tvo þriðju þeirra atkvæða til þess að ná kjöri.

Hægt er að fylgjast með kosningunni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×