Fleiri fréttir

Ákvörðun um áfangaheimili frestað enn á ný

Velferðarráð Reykjavíkur ákvað á aukafundi sínum í gær að fresta til næsta fundar ákvörðun um samkomulag við SÁÁ um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi.

Lögreglan boðar til blaðamannafundar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar til blaðamannafundar klukkan 16. Ekki fengust gefnar upp nánari upplýsingar hjá lögreglu um málið.

Samfylkingarmenn fara yfir atburði liðinna vikna

Flokksmönnum Samfylkingarinnar hefur verið boðið á fund á sunnudaginn þar sem ráðherrar flokksins munu ræða um þau miklu tíðindi sem orðið hafa í fjármálakerfi landsins með tilheyrandi afleiðingum fyrir heimilin í landinu.

Lést í kjölfar vinnuslyss

Karlmaður, sem hlaut alvarlega áverka þegar hann féll í gærdag úr mikilli hæð stillans á Ísafirði, lést af völdum áverka í morgun.

Skuldir heimilanna nærri 1.800 milljarðar um mitt ár

Skuldir íslenskra heimila við lánastofnanir vou 1.760 milljarðar króna um mitt ár samkvæmt tölum Seðlabankans. Höfðu þær aukist um rúma 200 milljarða á fyrri helmingi ársins eða um 13,5 prósent. Vitnað er til þessara talna í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins.

Vill líka rannsaka Seðlabankann og ríkisstjórnina

Enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gagnvart bönkunum hafi verið réttar eða nauðsynlegar, að mati Jóns Magnússonar þingflokksformanns Frjálslynda flokksins.

Íslenskir björgunarmenn í útrás

Þótt bankaútrásin hafi farið forgörðum eru ekki allir hættir í útrásinni. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur til að mynda fyrir námskeiði fyrir grænlenska slökkviliðs- og björgunarmenn sem sinna leitar- og björgunarstarfi þar í landi.

Morðið á Politkovskayu tekið fyrir dóm

Morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskayu var tekið fyrir dóm í Moskvu í gær. Grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir lögfræðing fjölskyldunnar.

Létu ryðja fundarsal NATO til að skamma Breta

Íslendingar óskuðu eftir því á fundi NATO-ráðsins í gær að salurinn yrði rýmdur þannig að þar sætu aðeins fastafulltrúar aðildarríkjanna og framkvæmdastjóri bandalagsins.

Þriðjungur telur sig öruggan í miðborginni

Þriðjungur fólks telur sig vera vera öruggan í miðborg Reykjavíkur að næturlagi um helgar. 32 prósent telja sig frekar eða mjög örugga í miðborginni samanborið við 36 prósent árið 2004.

RNU varar við Suðurlandsvegi

Rannsóknarnefnd umferðarslysa varar við Suðurlandsvegi. Nefndin hefur gefið út varnaðarskýrslu um veginn og er tilefni hennar fjölda alvarlegra umferðarslysa sem þar hefur orðið undanfarin ár.

Matvælafrumvarp ekki sett í salt

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst ekki setja frumvarp um innflutning á matvælum í salt eins og farið var fram á Alþingi í dag.

Fíkniefnamál upplýst á Ísafirði

Lögreglan á Vestfjörðum lagði hald á tæplega 250 grömm af hassi, 44 e-töflur og tæpt gramm af amfetamíni í fyrrinótt. Tveir undir menn voru í haldi lögreglunnar á meðan rannsókn málsins stóð yfir.

Leiðin út úr kreppunni er alþjóðleg samvinna

Alþjóðleg samvinna og aðild að henni mun gera Íslendingum kleift að forðast þær langvinnu þrengingar sem urðu á hlutskipti landsmanna á liðinni öld, að mati Jónsar H. Haralz fyrrverandi bankastjóra og efnahagsráðgjafi.

Kanna hvaðan askan í pottum Maya kom

Efnagreining á eldfjallaöskunni sem hinir fornu Mayar í Mið Ameríko og Mexíkó notuðu til pottagerðar, getur að öllum líkindum komið vísindamönnum á snoðir um hvaðan hráefnið var fengið. Atli Steinn Guðmundsson segir frá.

Obama talinn fremri í pontunni í gær

Efnahagsvandinn var ofarlega á baugi í þriðju og síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna Baracks Obama og Johns McCain í gærkvöldi.

Yfirvinna að fara með Kaupmannahafnarlögreglu

Lögregluyfirvöld í Kaupmannahöfn óttast að yfirvinna muni sliga lögregluliðið á næstu mánuðum. Mikið hefur verið um tímafrek verkefni upp á síðkastið sem krefjast mikils mannafla í lengri tíma.

Bílvelta á Öxnadalsheiði

Ungt par slapp lítið meitt þegar bíll þess rann á hálku og valt nokkrar veltur út af þjóðveginum á Öxnadalsheiði í gærkvöldi og gjöreyðilagðist.

Eldur í gámi Sorpu í Mosfellsbæ

Mikill eldur logaði upp úr opnum gámi, fullum af notuðum hjólbörðum, þegar slökkviliðið kom á vettvang á athafnasvæði Sorpu í Mosfellsbæ í gærkvöldi.

Brotist inn í pylsuvagn

Brotist var inn í pylsuvagninn við sundlaugarnar í Laugardal í nótt og þar leitað að verðmætum, en ekki kveikt undir pottunum.

Átta tíma svefninn er bábilja

Það eru hreinar kerlingabækur að manneskjan þurfi átta klukkustunda svefn á sólarhring til að geta lifað og starfað eðlilega.

Vilja auknar veiðar úr norsk-íslenska stofninum

Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum verði auknar um átta prósent frá síðasta ári í ljósi þess að stofninn hefur ekki verið stærri síðan fyrir hrun hans á sjöunda áratug síðustu aldar.

Vegaöryggi litlu bættara

Umferð á vegum nútímans er nokkurn veginn jafnhættuleg og hún var á 16. öldinni. Þetta er niðurstaða breskrar rannsóknar sem kafaði ofan í skýrslur dánardómstjóra Sussex á Englandi árin 1485 til 1688.

Abramovich kvíðir ekki afkomunni

Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Roman Abramovich er aldeilis ekki kominn á horreimina þótt hann hafi í gær sagst ætla að fresta brúðkaupi sínu í ljósi efnahagsástandsins í heiminum.

Eldur í dekkjum í Mosfellsbæ

Slökkvilið og lögregla voru kölluð í Mosfellsbæ um tíuleytið í kvöld, en þar hafði kviknað eldur í dekkjagámi Sorpu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem Jedrek Spiewak tók, lagði mikinn reyk yfir svæðið eins og jafnan í tilfellum sem þessu.

Ríkið mun ekki lenda í vanskilum

Íslenska ríkið hefur ekki lent í vanskilum með afborganir sínar og mun ekki gera það, enda er ríkissjóður nánast skuldlaus. Íslenska ríkið mun standa við skuldbindingar sínar nú sem áður.

Framkvæmdastjórn ESB blandar sér ekki í deilu Breta og Íslendinga

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun ekki blanda sér í milliríkjadeilu Breta og Íslendinga. Jose Manuel Barroso, formaður framkvæmdastjórnarinnar, sagði í dag að embættismenn á vegum Evrópusambandsins væru reiðubúnir til þess að hjálpa Íslendingum og auðvelda öll samskipti. Hins vegar þyrftu Íslendingar og Bretar að ræða sín máli í milli.

BHM fagnar vaxtalækkun

Miðstjórn Bandalags háskólamanna fagnar ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti sem fyrsta skrefi í aðgerðum til að bæta hag almennings í landinu.

Vilja yfirtaka rekstur Landsvirkjunar

Fjárfestingarsjóðurinn Riverstone Holdings vill yfirtaka rekstur Landsvirkjunar næstu ár og greiða áætlaðan hagnað fyrirfram. Fulltrúar frá fjárfestingarsjóðnum kynntu Landsvirkjun hugmyndina á fundi í síðustu viku.

Erlendum gestum fjölgar verulega

Erlendum gestum á Íslandi fjölgaði um 7300 eða 14,5% á tímabilinu 1. september til 13. október 2008. Alls fóru tæplega 58 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð á tímabilinu 1. september til 13. október 2008. Á sama tímabili í fyrra voru þeir um 50 þúsund.

Sjá næstu 50 fréttir