Innlent

Hristist allt og skalf

Frá Kirkjubæjarklaustri.
Frá Kirkjubæjarklaustri.

„Það hristist allt hér og rúðurnar titruðu," segir ábúandi á bæ um sjö kílómetra austan við Kirkjubæjarklaustur um skjálfta sem varð í Vatnajökli laust eftir klukkan hálfellefu í morgun.

Aðspurður sagði maðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að hann hefði verið inni þegar skjálftinn reið yfir en ekkert hefði skemmst í skjálftanum.

Aðspurður sagðist hann vera með skepnur en sagði að það væri í lagi með þær. Þegar Vísir hafði samband við skrifstofur Skaftárhrepps fengust þær upplýsingar að þar hefðu menn ekki fundið fyrir skjálftanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×