Innlent

Staðfest að íslensk stúlka hafi orðið Rússa að bana

Íslensk stúlka sem var skiptinemi í borginni Astrakhan í Rússlandi varð ungum manni á heimili sínu að bana með slysaskoti.

Fréttir af þessu eru enn þá óljósar en fréttastofan hefur fengið staðfest að þetta gerðist. Á vefnum Russia InfoCenter segir að stúlkan hafi dvalið hjá rússneskri fjölskyldu í borginni Astrakhan í suðvesturhluta Rússlands þar sem hún hafi lagt stund á rússnesku.

Þegar óhappið varð hafi sonurinn á heimilinu Pavel verið að tala í síma og systir hans Ektaterina hafi verið að vafra á netinu. Íslenska stúlkan hafi verið að skoða byssu sem Pavel átti og skot hlaupið úr henni í höfuð hans. Pavel hafi látist fjórum dögum síðar á sjúkrahúsi án þess að komast til meðvitundar.

Á rússneska vefnum segir að íslenska stúlkan hafi farið til Mosvku eftir slysið og sé nú eftirlýst. Sem fyrr segir hefur fréttastofan fengið staðfest að stúlkan er ekki lengur í Rússlandi. Hins vegar er ekki vitað hvort rétt sé að hún sé eftirlýst.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×