Innlent

Lögreglan í Færeyjum leitar íslenskrar konu

Lögreglan í Færeyjum leitar nú íslenskrar konu sem er 61 árs gömul og úr Hafnarfirði. Ekkert hefur spurt til hennar síðan á laugardag. Hún átti bókað flug til Íslands í gærkvöld en skilaði sér aldrei í flugið. Kringvarp Forøyja segir að konunnar sé leitað bæði á sjó og landi. Bátar, þyrla og leitarhundar séu notaðir við leitina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×