Innlent

Fjármagn fyrir seinni áfanga álvers tryggt

Frá framkvæmdum í Helguvík.
Frá framkvæmdum í Helguvík.

Forsvarsmenn Norðuráls sem vinna að því að byggja álver í Helguvík segja ekkert að vanbúnaði fyrir fyrirtækið að ráðast í seinni áfanga álversins, fjármagn sé tryggt. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að framkvæmdir við byggingu kerskála hafi hafist í september og að þær gangi samkvæmt áætlun.

Öll leyfi fyrir álverið séu í höfn og til standi ða hefja rekstur fyrsta áfanga álversins haustið 2010. Hraði næsta áfanga ráðist af vilja og getu orkufyrirtækja til að útvega frekari orku. Norðuráli virðist ekkert að vanbúnaði en fyrirtækið hafi fyrir þó nokkru tryggt fjármagn í alla framkvæmdina.

Vonir standi til að um 300 manns fá störf haustið 2010 en þegar álverið nái 250 þúsund tonna afköstum verði starfsmannafjöldinn 400 manns. Útflutningsverðmæti muni þá nálgast 80 milljarða króna ári og efnahagsáhrif framkvæmdanna séu talin vera á þriðja hundrað milljarðar króna í fjárfestingu inn í landið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×