Fleiri fréttir Annar árásarmannanna handtekinn Búið er að handtaka annan mannanna sem grunaðir eru um að hafa barið og rænt mann á sjötugsaldri á Laugarvegi aðfaranótt sunnudags. Ekki er búið að yfirheyra manninn, og samverkamanns hanns er enn leitað. 7.10.2008 12:28 Tyggjótrúður tekinn úr umferð Kjörís hefur ákveðið að kalla inn ísinn Tyggjótrúð og hætta framleiðslu hans í núverandi mynd eftir atvik á dögunum. Þá var þriggja ára drengur hætt kominn þar sem tyggjókúla úr ísnum stóð föst í hálsi hans. 7.10.2008 12:10 Sektaður fyrir að sigla óhaffærum bát Héraðsdómur Vestfjarða hefur sektað mann um 30 þúsund krónur fyrir brot á siglingalögum og eftirlit með skipum. 7.10.2008 12:02 Jarðskjálfti suðvestan af Selfossi Jarðskjálfti með styrkleikann 2,2 stig á Richter með upptök suðvestan af Selfossi varð fyrir stundu. 7.10.2008 11:53 Afrek að tryggja áframhaldandi starfsemi Landsbankans Það var mikið afrek unnið við það að stýra Landsbanka Íslands frá þroti og að tryggja það að Landsbankinn opnaði með eðlilegri starfsemi i morgun. Þetta sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á blaðamannafundi sem hann og Geir Haarde forsætisráðherra héldu sameiginlega í Iðnó klukkan ellefu. 7.10.2008 11:53 Geir: Þegar gamlir vinir bregðast þarf að leita nýrra Geir Haarde forsætisráðherra segir að vinaþjóðir okkar hafi brugðist síðustu daga og því verði menn að leita sér nýrra vina. Á blaðamannafundi í Iðnó þar sem Geir svaraði spurningum erlendra blaðamanna var hann spurður hvers vegna leitað hafi verið til Rússa um gjaldeyrislán. 7.10.2008 11:47 Námsmaður segir allt betra en að millifæra íslenskar krónur út „Það er allt betra en að þurfa að millifæra íslenskar krónur til Danmerkur,“ segir Reynir Hilmisson, meistaranemi í hljóðfræði við Danmarks Tekniske Universitet. 7.10.2008 11:41 Breytingarnar á bankanum gerðar í góðri sátt Halldór J. Kristjánsson, annar bankastjóra Landsbanka Íslands, segir að breytingarnar sem hafi verið gerðar á stjórn bankans í morgun séu gerðar í góðu samstarfi við stjórn bankans og bankaráð. 7.10.2008 11:30 Ekki búið að ganga frá láni frá Rússum Ekki er búið að ganga frá fjögurra milljarða evra láni frá rússneskum yfirvöldum sem tilkynnt var um í morgun. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó fyrir stundu. 7.10.2008 11:10 Hagar fagna ákvörðun stjórnvalda um fast gengi krónunnar Hagar fagna ákvörðun stjórnvalda um að gengi krónunnar sé fest tímabundið og aðgangur að gjaldeyri sé tryggður. Það er von Haga að þessi aðgerð leiði síðan til styrkingar íslensku krónunnar þannig að verðbólguþróun undanfarna mánuði snúist í verðhjöðnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga. 7.10.2008 11:10 Áhersla á geðheilbrigði ungs fólks í þrengingum ,,Þegar umfjöllun er neikvæð segir það sig eiginlega sjálft að það hefur áhrif á líðan fólks," segir Einar G. Kvaran verkefnastjóri í málefnum ungs fólks hjá Geðhjálp. 7.10.2008 10:51 Geðsvið Landspítalans styrkt Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra fól í gærkvöld forstjóra Landspítala að hefja undirbúning að því að styrkja og undirbúa geðsvið spítalans þannig að það geti sem best þjónað þeim einstaklingum sem þurfa aðstoð til að takast á við erfiðleika sem upp koma vegna núverandi aðstæðna á fjármálamarkaði. 7.10.2008 10:26 Öll olíufélög hafa lækkað eldsneytisverð Skeljungur, N1 og Atlantsolíu hafa lækkað verð á bensíni og olíu. Bensínverð hjá fyrirtækjunum lækkar um 11 krónur og er 166,7 krónur í sjálfsafgreiðslu. Þá hefur díeselolía lækkað um 13 krónur og kostar nú 186,6 í sjálfsafgreiðslu. 7.10.2008 10:14 Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar Ríkisstjórnarfundur var í morgun í Stjórnarráðinu og þar var blaðamönnum tjáð að ríkisstjórnin myndi boða til blaðamannafundar í Iðnó klukkan 11. 7.10.2008 10:02 Öll útibú opin hjá Landsbankanum Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbankar verða opnir hjá Landsbankanum í dag þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi skipað skilanefnd til þess að stjórna bankanum. 7.10.2008 09:26 Gengi íslensku krónunnar fest Seðlabankinn mun grípa til aðgerða til þess að styðja við hækkun gengisins á ný og koma þannig á stöðuleika í gengis- og verðlagsmálum. Þetta kemur fram í tilkynningu Seðlabankans. Þar er bent á að gengi krónunnar hafi fallið mikið undanfarnar vikur og sé orðið mun lægra en samrýmist jafnvægi í þjóðarbúskapnum. 7.10.2008 09:19 Breska ríkisstjórnin styður við bankakerfið þar í landi Breska ríkisstjórnin mun gera hvað sem í hennar valdi stendur til þess að styðja við bankakerfið þar í landi og tekur ekki þátt í getgátum um stefnubreytingu. 7.10.2008 08:42 Rússar bjarga Íslendingum og lána seðlabankanum fé Rússar munu veita Seðlabanka Íslands lánafyrirgreiðslu sem nemur fjórum milljörðum evra, jafnvirði um 680 milljarða króna. 7.10.2008 08:31 Innflytjendur krefja Vítisengla um bætur Leiðtogi samtaka innflytjenda í Kaupmannahöfn hefur krafist þess að vélhjólasamtökin Vítisenglar afhendi lögreglu þrjá félaga sem talið er að hafi staðið á bak við morðið á 19 ára gömlum innflytjanda í ágúst. 7.10.2008 08:30 Vilja sameina bænadaginn og lokadag ramadan Danskir jafnaðarmenn leggja til að bænadagur þjóðkirkjunnar þar í landi, sem er frídagur, og lokadagur hins íslamska ramadan-mánaðar, sem nefnist Id al-Fitr, verði færðir yfir á sama dag og gerðir að sameiginlegum frídegi. 7.10.2008 08:27 Sólin ekki öll þar sem hún er séð Vísindamenn við Kaliforníuháskóla göptu af undrun þegar þeir skoðuðu myndir af sólinni frá nýju könnunarfari NASA og áttuðu sig á því að hún breytir lögun sinni reglubundið. 7.10.2008 08:10 Íslendingur stunginn í bakið í Álaborg í Danmörku í nótt Íslendingur var stunginn í bakið í nótt í miðbæ Álaborgar í Danmörku. Samkvæmt frétt í Ekstra Bladet var um 27 ára gamlann mann að ræða sem var í heimsókn í borginni. 7.10.2008 08:02 Dýrlegir stjórnendur Karlkyns stjórnendur hegða sér eins og ákveðin dýr, einkum apar og simpansar. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar Háskólans í New South Wales í Ástralíu. 7.10.2008 07:27 Fá ráðgjöf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fulltrúar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru staddir hér á landi og hafa veitt stjórnvöldum tæknilega ráðgjöf við yfirstandandi efnahagsaðgerðir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 7.10.2008 07:21 Hamstra innfluttar nauðsynjar Fólk er farið að hamstra ýmsar erlendar nauðsynjavörur af ótta við miklar hækkanir á næstu dögum í kjölfar falls krónunnar. 7.10.2008 07:17 Biskup boðar tungumál umhyggjunnar Karl Sigurbjörnsson biskup segir í pistli á heimasíðu kirkjunnar að eftir tungumál óttans, sem hefur verið yfirgnæfandi að undanförnu, skulum við nú tala tungumál umhyggjunnar. 7.10.2008 07:14 Fundað í Landsbankanum í nótt Fundahöld voru í Landsbankanum í nótt en ekki liggur fyrir hvort Fjármálaeftirlitið yfirtekur rekstur hans, eins og það hefur nú heimild til, reynist bankinn ekki getað staðið við skuldbindingar. 7.10.2008 07:08 Forsætisráðherra þakkaði Framsóknarflokknum stuðning Geir H. Haarde sagðist við lok annarar umræðu á frumvarpi því sem lagt var fram fyrr í kvöld fagna þeirri samstöðu og málefnalegu umræðu sem fram hefði farið í fyrstu og annarri umræðu. Hann sagðist telja að þó ekki allir þingmenn muni greiða frumvarpinu atkvæði verði tekin ábyrg afstaða til þess að greiða fyrir málinu. 6.10.2008 23:11 Sullenberger frumsýnir seinni hluta Glitnismyndbands Jón Gerald Sullenberger sendir frá sér annan hluta af svokölluðu Glitnismyndbandi nú í kvöld. Fyrri hlutinn birtist fyrir skömmu en myndbandið hefur vakið mikla athygli. 6.10.2008 22:16 Neyðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti á tólfta tímanum í kvöld neyðarlög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Geir Haarde forsætisráðherra lagði frumvarpið fram um fimmleytið í dag, eftir að hafa ávarpað þjóðina í sjónvarpi. Með lögunum fær 6.10.2008 00:01 Fáir ráðherrar nenntu að hlusta á Guðna Ágústsson Nú stendur yfir umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðan á fjármálamarkaði. Frumvarpið var kynnt í kvöld af Geir H. Haarde forsætisráðherra en var síðan rætt m.a í viðskiptanefnd Alþingis. 6.10.2008 22:50 Bjartsýn fyrir sína hönd og þjóðarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem gekkst undir aðgerð í Bandaríkjunum í síðustu viku sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að sér liði vel og hún fylgdist vel með stöðu mála. 6.10.2008 22:19 Segir drauma Íslendinga að verða að engu Breska blaðið Daily Telegraph fjallar í kvöld um hinar miklu breytingar sem eru yfirvofandi á íslensku efnahagslífi og segir mikið hafa breyst í landinu á einu ári. 6.10.2008 21:27 Handtekinn með amfetamín í Grafarvogi Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Grafarvogi um helgina en hann var með rúmlega 100 grömm af fíkniefnum í fórum sínum, mestmegnis amfetamín. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. 6.10.2008 21:48 Fundi lokið í viðskiptanefnd - Umræður hefjast innan skamms Fundi viðskiptanefndar Alþingis lauk klukkan rúmlega hálf níu fyrr í kvöld og hafði nefndin þá tekið á móti rúmlega 20 gestum. Þar á meðal voru fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, fjármálastofnanna, Fjármálaeftirlitisins og Íbúðalánasjóðs. 6.10.2008 21:08 Greiðslukortin virka áfram Valitor, sem gefur út VISA-kort hér á landi fyrir hönd banka- og sparisjóða, segir að notkun korta verði eftir sem áður með eðlilegum hætti. 6.10.2008 20:26 Vill að ókeypis verði í strætó Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, hyggst á morgun leggja fram tillögu í borgarráði um að fargjöld með Strætó verði felld niður frá og með áramótum. 6.10.2008 20:09 Mikið áfall fyrir Sjálfstæðismenn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur í Kastljósi Sjónvarpsins fyrir stundu. Þar sagði hún m.a að ljóst væri að staðan sem nú er komin upp sé mikið áfall fyrir Sjálfstæðismenn og landið allt. Hún sagði hinsvegar að það sem skipti mestu máli núna væri að byggja upp almennilegt fjármála- og bankakerfi og hafa undirstöðurnar traustar. 6.10.2008 20:07 Þarf ekki endilega að koma til mikilla uppsagna Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki þurfi endilega að koma koma til mikilla uppsagna á næstu mánuðum vegna versnandi stöðu efnahagslífsins. 6.10.2008 19:48 Biskup: Kreppa er tækifæri Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kreppa sé tækifæri og nú fái ríki og fjármálstofninar og einstaklingar tækifæri til að endurskipuleggja sig með visku, hagsýni, hófsemi og umhyggju að leiðarljósi. Þetta kemur fram í pistli sem biskup ritar og birtur er á heimasíðu Þjóðkirkjunnar. 6.10.2008 19:26 Peningamálastefnan komin í þrot Ólafur Ísleifsson lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík sagði Ríkisstjórnina hafa tekið ákvörðun sína í algjörri nauðvörn og nú þyrfti að vinna á grundvelli þessarar ákvörðunar. Ólafur var gestur í Íslandi í dag fyrir stundu. Hann sagði jákvætt að stjórnvöld hefðu gefið það út að heimilin og fyrirtækin í landinu verði varin skilyrðislaust. 6.10.2008 19:25 Jóhanna: Skjaldborg um heimilin Með frumvarpi ríkisstjórnarinnar vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði er verið að slá skjaldborg um heimilinn, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingamálaráðherra. 6.10.2008 19:13 Reyna að lægja ótta fólks í Evrópu Evrópskar ríkisstjórnir reyna nú í örvæntingu að lægja ótta þegna sinna vegna kreppunnar. Æ fleiri gefa loforð um að ábyrgjast innlán í bönkum en það virðist ekki duga. 6.10.2008 19:11 Vilhjálmur Bjarnason: Helst hægt að líkja þessu við Kúbudeiluna Vihjálmur Bjarnason, formaður félags fjárfesta, segir ástandið óljóst eins og staðan er í dag. Í viðtali á Stöð 2 benti hann á að frumvarpið sem lagt var fyrir Alþingi í dag veiti ákveðnar heimildir en að það sé ekki lýsing á aðgerðum. Það sem stendur upp úr að hans mati er það að Fjármálaeftirlitið fær víðtækar heimildir til þess að hafa afskipti af fjármálafyrirtækjum lendi þau í kröggum. „Hvernig þeim verður beitt veit ég ekkert um á þessari stundu og það getur enginn séð fyrir hvernig þessu lyktar.“ 6.10.2008 19:08 Tími sparðatínings í stjórnsýslu liðinn Tími sparðatínings í íslenskri stjórnsýslu er liðinn og fara verður í allar þær framkvæmdir sem í boði eru, þar á meðal byggingu álvera í Helguvík og á Húsavík, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að ekkert verði eins og það var áður eftir atburði dagsins. 6.10.2008 19:05 Sjá næstu 50 fréttir
Annar árásarmannanna handtekinn Búið er að handtaka annan mannanna sem grunaðir eru um að hafa barið og rænt mann á sjötugsaldri á Laugarvegi aðfaranótt sunnudags. Ekki er búið að yfirheyra manninn, og samverkamanns hanns er enn leitað. 7.10.2008 12:28
Tyggjótrúður tekinn úr umferð Kjörís hefur ákveðið að kalla inn ísinn Tyggjótrúð og hætta framleiðslu hans í núverandi mynd eftir atvik á dögunum. Þá var þriggja ára drengur hætt kominn þar sem tyggjókúla úr ísnum stóð föst í hálsi hans. 7.10.2008 12:10
Sektaður fyrir að sigla óhaffærum bát Héraðsdómur Vestfjarða hefur sektað mann um 30 þúsund krónur fyrir brot á siglingalögum og eftirlit með skipum. 7.10.2008 12:02
Jarðskjálfti suðvestan af Selfossi Jarðskjálfti með styrkleikann 2,2 stig á Richter með upptök suðvestan af Selfossi varð fyrir stundu. 7.10.2008 11:53
Afrek að tryggja áframhaldandi starfsemi Landsbankans Það var mikið afrek unnið við það að stýra Landsbanka Íslands frá þroti og að tryggja það að Landsbankinn opnaði með eðlilegri starfsemi i morgun. Þetta sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á blaðamannafundi sem hann og Geir Haarde forsætisráðherra héldu sameiginlega í Iðnó klukkan ellefu. 7.10.2008 11:53
Geir: Þegar gamlir vinir bregðast þarf að leita nýrra Geir Haarde forsætisráðherra segir að vinaþjóðir okkar hafi brugðist síðustu daga og því verði menn að leita sér nýrra vina. Á blaðamannafundi í Iðnó þar sem Geir svaraði spurningum erlendra blaðamanna var hann spurður hvers vegna leitað hafi verið til Rússa um gjaldeyrislán. 7.10.2008 11:47
Námsmaður segir allt betra en að millifæra íslenskar krónur út „Það er allt betra en að þurfa að millifæra íslenskar krónur til Danmerkur,“ segir Reynir Hilmisson, meistaranemi í hljóðfræði við Danmarks Tekniske Universitet. 7.10.2008 11:41
Breytingarnar á bankanum gerðar í góðri sátt Halldór J. Kristjánsson, annar bankastjóra Landsbanka Íslands, segir að breytingarnar sem hafi verið gerðar á stjórn bankans í morgun séu gerðar í góðu samstarfi við stjórn bankans og bankaráð. 7.10.2008 11:30
Ekki búið að ganga frá láni frá Rússum Ekki er búið að ganga frá fjögurra milljarða evra láni frá rússneskum yfirvöldum sem tilkynnt var um í morgun. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó fyrir stundu. 7.10.2008 11:10
Hagar fagna ákvörðun stjórnvalda um fast gengi krónunnar Hagar fagna ákvörðun stjórnvalda um að gengi krónunnar sé fest tímabundið og aðgangur að gjaldeyri sé tryggður. Það er von Haga að þessi aðgerð leiði síðan til styrkingar íslensku krónunnar þannig að verðbólguþróun undanfarna mánuði snúist í verðhjöðnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga. 7.10.2008 11:10
Áhersla á geðheilbrigði ungs fólks í þrengingum ,,Þegar umfjöllun er neikvæð segir það sig eiginlega sjálft að það hefur áhrif á líðan fólks," segir Einar G. Kvaran verkefnastjóri í málefnum ungs fólks hjá Geðhjálp. 7.10.2008 10:51
Geðsvið Landspítalans styrkt Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra fól í gærkvöld forstjóra Landspítala að hefja undirbúning að því að styrkja og undirbúa geðsvið spítalans þannig að það geti sem best þjónað þeim einstaklingum sem þurfa aðstoð til að takast á við erfiðleika sem upp koma vegna núverandi aðstæðna á fjármálamarkaði. 7.10.2008 10:26
Öll olíufélög hafa lækkað eldsneytisverð Skeljungur, N1 og Atlantsolíu hafa lækkað verð á bensíni og olíu. Bensínverð hjá fyrirtækjunum lækkar um 11 krónur og er 166,7 krónur í sjálfsafgreiðslu. Þá hefur díeselolía lækkað um 13 krónur og kostar nú 186,6 í sjálfsafgreiðslu. 7.10.2008 10:14
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar Ríkisstjórnarfundur var í morgun í Stjórnarráðinu og þar var blaðamönnum tjáð að ríkisstjórnin myndi boða til blaðamannafundar í Iðnó klukkan 11. 7.10.2008 10:02
Öll útibú opin hjá Landsbankanum Öll útibú, þjónustuver, hraðbankar og netbankar verða opnir hjá Landsbankanum í dag þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi skipað skilanefnd til þess að stjórna bankanum. 7.10.2008 09:26
Gengi íslensku krónunnar fest Seðlabankinn mun grípa til aðgerða til þess að styðja við hækkun gengisins á ný og koma þannig á stöðuleika í gengis- og verðlagsmálum. Þetta kemur fram í tilkynningu Seðlabankans. Þar er bent á að gengi krónunnar hafi fallið mikið undanfarnar vikur og sé orðið mun lægra en samrýmist jafnvægi í þjóðarbúskapnum. 7.10.2008 09:19
Breska ríkisstjórnin styður við bankakerfið þar í landi Breska ríkisstjórnin mun gera hvað sem í hennar valdi stendur til þess að styðja við bankakerfið þar í landi og tekur ekki þátt í getgátum um stefnubreytingu. 7.10.2008 08:42
Rússar bjarga Íslendingum og lána seðlabankanum fé Rússar munu veita Seðlabanka Íslands lánafyrirgreiðslu sem nemur fjórum milljörðum evra, jafnvirði um 680 milljarða króna. 7.10.2008 08:31
Innflytjendur krefja Vítisengla um bætur Leiðtogi samtaka innflytjenda í Kaupmannahöfn hefur krafist þess að vélhjólasamtökin Vítisenglar afhendi lögreglu þrjá félaga sem talið er að hafi staðið á bak við morðið á 19 ára gömlum innflytjanda í ágúst. 7.10.2008 08:30
Vilja sameina bænadaginn og lokadag ramadan Danskir jafnaðarmenn leggja til að bænadagur þjóðkirkjunnar þar í landi, sem er frídagur, og lokadagur hins íslamska ramadan-mánaðar, sem nefnist Id al-Fitr, verði færðir yfir á sama dag og gerðir að sameiginlegum frídegi. 7.10.2008 08:27
Sólin ekki öll þar sem hún er séð Vísindamenn við Kaliforníuháskóla göptu af undrun þegar þeir skoðuðu myndir af sólinni frá nýju könnunarfari NASA og áttuðu sig á því að hún breytir lögun sinni reglubundið. 7.10.2008 08:10
Íslendingur stunginn í bakið í Álaborg í Danmörku í nótt Íslendingur var stunginn í bakið í nótt í miðbæ Álaborgar í Danmörku. Samkvæmt frétt í Ekstra Bladet var um 27 ára gamlann mann að ræða sem var í heimsókn í borginni. 7.10.2008 08:02
Dýrlegir stjórnendur Karlkyns stjórnendur hegða sér eins og ákveðin dýr, einkum apar og simpansar. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar Háskólans í New South Wales í Ástralíu. 7.10.2008 07:27
Fá ráðgjöf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fulltrúar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru staddir hér á landi og hafa veitt stjórnvöldum tæknilega ráðgjöf við yfirstandandi efnahagsaðgerðir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 7.10.2008 07:21
Hamstra innfluttar nauðsynjar Fólk er farið að hamstra ýmsar erlendar nauðsynjavörur af ótta við miklar hækkanir á næstu dögum í kjölfar falls krónunnar. 7.10.2008 07:17
Biskup boðar tungumál umhyggjunnar Karl Sigurbjörnsson biskup segir í pistli á heimasíðu kirkjunnar að eftir tungumál óttans, sem hefur verið yfirgnæfandi að undanförnu, skulum við nú tala tungumál umhyggjunnar. 7.10.2008 07:14
Fundað í Landsbankanum í nótt Fundahöld voru í Landsbankanum í nótt en ekki liggur fyrir hvort Fjármálaeftirlitið yfirtekur rekstur hans, eins og það hefur nú heimild til, reynist bankinn ekki getað staðið við skuldbindingar. 7.10.2008 07:08
Forsætisráðherra þakkaði Framsóknarflokknum stuðning Geir H. Haarde sagðist við lok annarar umræðu á frumvarpi því sem lagt var fram fyrr í kvöld fagna þeirri samstöðu og málefnalegu umræðu sem fram hefði farið í fyrstu og annarri umræðu. Hann sagðist telja að þó ekki allir þingmenn muni greiða frumvarpinu atkvæði verði tekin ábyrg afstaða til þess að greiða fyrir málinu. 6.10.2008 23:11
Sullenberger frumsýnir seinni hluta Glitnismyndbands Jón Gerald Sullenberger sendir frá sér annan hluta af svokölluðu Glitnismyndbandi nú í kvöld. Fyrri hlutinn birtist fyrir skömmu en myndbandið hefur vakið mikla athygli. 6.10.2008 22:16
Neyðarlög samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti á tólfta tímanum í kvöld neyðarlög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Geir Haarde forsætisráðherra lagði frumvarpið fram um fimmleytið í dag, eftir að hafa ávarpað þjóðina í sjónvarpi. Með lögunum fær 6.10.2008 00:01
Fáir ráðherrar nenntu að hlusta á Guðna Ágústsson Nú stendur yfir umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðan á fjármálamarkaði. Frumvarpið var kynnt í kvöld af Geir H. Haarde forsætisráðherra en var síðan rætt m.a í viðskiptanefnd Alþingis. 6.10.2008 22:50
Bjartsýn fyrir sína hönd og þjóðarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem gekkst undir aðgerð í Bandaríkjunum í síðustu viku sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að sér liði vel og hún fylgdist vel með stöðu mála. 6.10.2008 22:19
Segir drauma Íslendinga að verða að engu Breska blaðið Daily Telegraph fjallar í kvöld um hinar miklu breytingar sem eru yfirvofandi á íslensku efnahagslífi og segir mikið hafa breyst í landinu á einu ári. 6.10.2008 21:27
Handtekinn með amfetamín í Grafarvogi Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Grafarvogi um helgina en hann var með rúmlega 100 grömm af fíkniefnum í fórum sínum, mestmegnis amfetamín. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. 6.10.2008 21:48
Fundi lokið í viðskiptanefnd - Umræður hefjast innan skamms Fundi viðskiptanefndar Alþingis lauk klukkan rúmlega hálf níu fyrr í kvöld og hafði nefndin þá tekið á móti rúmlega 20 gestum. Þar á meðal voru fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, fjármálastofnanna, Fjármálaeftirlitisins og Íbúðalánasjóðs. 6.10.2008 21:08
Greiðslukortin virka áfram Valitor, sem gefur út VISA-kort hér á landi fyrir hönd banka- og sparisjóða, segir að notkun korta verði eftir sem áður með eðlilegum hætti. 6.10.2008 20:26
Vill að ókeypis verði í strætó Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, hyggst á morgun leggja fram tillögu í borgarráði um að fargjöld með Strætó verði felld niður frá og með áramótum. 6.10.2008 20:09
Mikið áfall fyrir Sjálfstæðismenn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur í Kastljósi Sjónvarpsins fyrir stundu. Þar sagði hún m.a að ljóst væri að staðan sem nú er komin upp sé mikið áfall fyrir Sjálfstæðismenn og landið allt. Hún sagði hinsvegar að það sem skipti mestu máli núna væri að byggja upp almennilegt fjármála- og bankakerfi og hafa undirstöðurnar traustar. 6.10.2008 20:07
Þarf ekki endilega að koma til mikilla uppsagna Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki þurfi endilega að koma koma til mikilla uppsagna á næstu mánuðum vegna versnandi stöðu efnahagslífsins. 6.10.2008 19:48
Biskup: Kreppa er tækifæri Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kreppa sé tækifæri og nú fái ríki og fjármálstofninar og einstaklingar tækifæri til að endurskipuleggja sig með visku, hagsýni, hófsemi og umhyggju að leiðarljósi. Þetta kemur fram í pistli sem biskup ritar og birtur er á heimasíðu Þjóðkirkjunnar. 6.10.2008 19:26
Peningamálastefnan komin í þrot Ólafur Ísleifsson lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík sagði Ríkisstjórnina hafa tekið ákvörðun sína í algjörri nauðvörn og nú þyrfti að vinna á grundvelli þessarar ákvörðunar. Ólafur var gestur í Íslandi í dag fyrir stundu. Hann sagði jákvætt að stjórnvöld hefðu gefið það út að heimilin og fyrirtækin í landinu verði varin skilyrðislaust. 6.10.2008 19:25
Jóhanna: Skjaldborg um heimilin Með frumvarpi ríkisstjórnarinnar vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði er verið að slá skjaldborg um heimilinn, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingamálaráðherra. 6.10.2008 19:13
Reyna að lægja ótta fólks í Evrópu Evrópskar ríkisstjórnir reyna nú í örvæntingu að lægja ótta þegna sinna vegna kreppunnar. Æ fleiri gefa loforð um að ábyrgjast innlán í bönkum en það virðist ekki duga. 6.10.2008 19:11
Vilhjálmur Bjarnason: Helst hægt að líkja þessu við Kúbudeiluna Vihjálmur Bjarnason, formaður félags fjárfesta, segir ástandið óljóst eins og staðan er í dag. Í viðtali á Stöð 2 benti hann á að frumvarpið sem lagt var fyrir Alþingi í dag veiti ákveðnar heimildir en að það sé ekki lýsing á aðgerðum. Það sem stendur upp úr að hans mati er það að Fjármálaeftirlitið fær víðtækar heimildir til þess að hafa afskipti af fjármálafyrirtækjum lendi þau í kröggum. „Hvernig þeim verður beitt veit ég ekkert um á þessari stundu og það getur enginn séð fyrir hvernig þessu lyktar.“ 6.10.2008 19:08
Tími sparðatínings í stjórnsýslu liðinn Tími sparðatínings í íslenskri stjórnsýslu er liðinn og fara verður í allar þær framkvæmdir sem í boði eru, þar á meðal byggingu álvera í Helguvík og á Húsavík, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að ekkert verði eins og það var áður eftir atburði dagsins. 6.10.2008 19:05
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent