Innlent

Ölgerðin lækkar verð

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Frá og með deginum í dag mun Ölgerðin lækka verð á öllum innfluttum mat og sérvörum um sex til níu prósent.

,,Þetta gerir Ölgerðin beinlínis í þeim tilgangi að leggja yfirvöldum og þjóðinni lið við að ná niður verðbólgu í landinu," segir í tilkynningu.

Stöðug gengislækkun að undanförnu hefur þrýst á verðhækkanir á innfluttum vörum og með ákvörðun ríkisstjórnarinnar í morgun að festa gengið er stigið skref sem Ölgerðin vill styðja með skýrum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×